06:50
Morgunvaktin
Sigurður Líndal, efnahagur Austurlands og algrím
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Sigurður Líndal, fyrrverandi lagaprófessor, lést 2. september s.l.. Í áratugi var Sigurður tíður viðmælandi í fréttum og útvarpsþáttum þar sem borin voru undir hann lagaleg álitamál og fjölmargt annað enda hugðarefni hans mörg. Leikin voru brot úr nokkrum viðtölum við hann og erindum sem hann flutti á fjörutíu ára tímabili, m.a. um lögfræðiþekkingu Njáluhöfundar, Tómas Sæmundsson Fjölnismann og málfrelsi.

Ríkisstjórnin hélt sumarfund á Egilsstöðum í síðustu viku og hitti í kjölfarið sveitastjórnarfólk á Austurlandi. Berglind Harpa Svavarsdóttir, bæjarfulltrúi í Múlaþingi og formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, sagði í viðtali mikilvægt að fá ríkisstjórnina í heimsókn enda þingmenn og ráðherrar frekar sjaldséðir eystra. Hún sagði líklega stuttlega frá meginniðurstöðum nýrrar efnahagsgreiningar fyrir Austurland en hún sýnir m.a. að um fjórðungur útflutningsverðmæta þjóðarinnar verður til á Austurlandi en þangað fæst aðeins brot af þeim fjármunum sem varið er til innviðauppbyggingar, vegaframkvæmda og slíks.

Algóritmi eða algrím er flókið og mikilvægt stærðfræðifyrirbæri sem er notað með ýmsum hætti. Sigrún Helga Lund, prófessor við raunvísindadeild HÍ, útskýrði algrím og notagildi.

Tónlist:

Vegbúinn - KK,

I?m not in love - 10cc,

What I am - Edie Brickell,

Needles and pins - The Searchers.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,