06:50
Morgunútvarpið
22. ágúst - Menntafléttan, grænþörungar í drykkjarvatni o.fl.
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Nú fer að líða að skólasetningum á öllum skólastigum og bæði nemendur og kennarar að gera sig klára fyrir komandi vetur. Eitt því sem kennarar geta gert til að undirbúa sig sem best er að nýta sér Menntafléttuna. Það eru frí námskeið í starfsþróun fyrir starfandi kennara og frístundaleiðbeinendur. Þetta er verkefni sem er nú að hefja sitt þriðja starfsár. Til að segja okkur nánar frá Menntafléttunni komu til okkar þær Kolbrún Pálsdóttir forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og formaður stýrihóps Menntafléttu og Ólöf Ása Benediktsdóttir, grunnskólakennari í Hrafnagilsskóla og kennari í Menntafléttunni.

Mikl­ir þurrk­ar og hit­ar hafa leikið Laxá í Kjós illa und­an­farið eins og aðrar ár á Vest­ur­landi. Hef­ur ástandið orðið svo slæmt að borið hef­ur á laxa­dauða, en sem komið er hef­ur fjöld­inn ekki verið mik­ill. Þetta skrifar Eggert Skúlason á mbl.is í gær eftir að hann tók stöðuna í Laxá í Kjós. Við tókum stöðuna frekar hjá framkvæmdastjóra Landssambands veiðifélaga sem er Gunnar Örn Petersen.

Ræstinga- og fasteignaumsjónar fyrirtækið Dagar hefur nýverið hafið notkun gervigreindar í íslenskukennslu fyrir starfsfólk sitt með samstarfi við Akademias í gegnum Bara tala appið, stafrænn íslenskukennara sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni. Bara tala býður upp á grunnnámskeið í íslenskukennslu og vinnusértækt nám. Við fengum forstjóra Daga, Pálmar Óla Magnússon, til að segja okkur hvers vegna fyrirtækið fór þessa leið og hvort hún sé að skila árangri hjá fyrirtæki sem hefur fjölda starfsmanna sem ekki eru með íslensku sem móðurmál.

Skagamenn hafa fengið svör við undarlegu bragði af drykkjarvatni þeirra en eftir ítarlega skoðun veitna kom í ljós að grænþörungar hefðu gert sig heimakomna í einu vatnsbóli Akraness. Það er nokkuð sem hefur Veitur hafa aldrei þurft að fást við áður. Hvers vegna gerist þetta núna og getur þörungavöxturinn reynst hættulegur? Við fengum til okkar Sigrúnu Tómasdóttur sérfræðing frá Veitum til að segja okkur betur frá því.

Sævar Helgi Bragason kíkti til okkar líkt og venja er annan hvern þriðjudag. Hann ræddi við okkur um rafbíla og mýtur um þá sem grassera á samfélagsmiðlum sem og Satúrnus, Júpíter og tunglið á himninum.

Lagalisti:

Nöttaðir Höttarar & Salka Sól - Á annan stað.

ABBA - The name of the game.

RAGGA GÍSLA & BESTA BAND - Úpsí búpsí.

STEVIE WONDER - Sir Duke.

NÝDÖNSK - Á plánetunni jörð.

VÖK - Spend the love.

PÍLA - Nobody.

Bill Withers - Lovely Day.

Var aðgengilegt til 21. ágúst 2024.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,