22:10
Mannlegi þátturinn
ADHD og konur og ævintýri í Heiðmörk
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Við fræddumst um ADHD og konur í þættinum í dag. Rannsóknir frá nágrannalöndum okkar sýna að 50-70% stúlkna eru án greiningar og mjög margar konur fá greiningu fyrst á fullorðinsaldri. ADHD einkenni sem eru ógreind og ómeðhöndluð geta haft miklar og neikvæðar afleiðingar á líf kvenna, félagsleg samskipti og sjálfsmynd. ADHD á kvennamáli er heiti á nýju námskeiði sem ADHD markþjálfarnir Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir og Sigrún Jónsdóttir bjóða uppá. Þar er lögð áhersla á að skoða ADHD á jákvæðan hátt og horfa til styrkleika, tækifæra og sjálfsmildis. Kristbjörg og Sigrún komu í þáttinn í dag.

Svo fjölluðum við um þáttöku- og upplifunarverk sem hefur göngu sína í Heiðmörk um helgina þar sem þáttakendum er boðið í eins konar listræna útgáfu af hlutverkaspili sem er lýst sem völundarhúsi af ólíkum upplifunum í skóginum. Þóranna Björnsdóttir, tónskáld, er ein þeirra sem standa að þessu verki sem kallast Twisted Forest. Þóranna sagði okkur betur frá í þættinum í dag.

Tónlist í þætti dagsins:

Musik skal byggas utav gledje / Lill Lindfors (Björn Barlach og Anders Ekdahl)

Leiðin okkar allra / Hjálmar (Þorsteinn Einarsson og Einar Georg Einarsson)

Knowing me knowing you /Kristjana Stefánsdóttir (Benny Anderson, Björn Ulvaeus og Stig Anderson)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,