13:00
Samfélagið
Kolefnismarkaðir, snjallsímar í skólum og umhverfissálfræði
Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Við kynnum okkur kolefnismarkaði sem eru alls konar, og í sókn bæði hér á landi og erlendis. Hrafnhildur Bragadóttir aðjúnkt við Lagadeild HÍ, er vel heima í því máli og skipuleggur málþing sem fer fram á Þjóðminjasafninu á morgun.

Hvers vegna vill UNESCO, ásamt ýmsum öðrum, svo gott sem banna snjalltæki í skólum? Hermundur Sigmundsson prófessor í lífeðlisfræðilegri sálfræði fer yfir hvaða áhrif snjalltæki hafa á börnin okkar, hvað gerist raunverulega í heilanum á þeim við notkun slíkra tækja og hvernig best er fyrir kennslusamfélagið og foreldra að bregðast við í ljósri nýjustu rannsókna. Fanney Birna Jónsdóttir ræðir við hann.

Í lok þáttar heyrum við pistil frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi, þetta er endurtekinn pistill frá síðastliðnu hausti en Páll mætir hér með glænýja pistla frá og með næsta þriðjudegi.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,