16:05
Síðdegisútvarpið
18. júlí
Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Jóhann Alfreð Kristinsson.

Við slógum á þráðinn til Ólafar Skaftadóttur sem er í vöðlunum þessa stundina og forvitnuðumst aðeins um veiðina sem af er sumri, en hún heldur utan um alla þræði í Stóru-Laxá og var einmitt á leið inn í Laxárgljúfur sem hún segir einn fegursta veiðistað í heimi. Við náðum í skottið á henni áður en hún hvarf á vit símasambandsleysis og sælu.

HM kvenna í knattspyrnu hefst á fimmtudaginn í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Búast má við skemmtilegri og spennandi keppni þar sem Bandaríkjakonur freista þess m.a. að vinna þriðja heimsmeistaratitilinn í röð. Helga Margrét Höskuldsdóttir íþróttafréttakona rýndi aðeins í HM með okkur og fór yfir fyrirkomulag útsendinga og umfjöllunar hér á RÚV.

Leikhópurinn Lotta er á ferð og flugi um land allt í sumar þar sem þau sýna leiksýninguna Gilitrutt. Þau eru með fasta sýningatíma í Elliðaárdal alla miðvikudaga og ferðast svo vítt og breitt. Andrea Ösp Karlsdóttir, leikkona kíkti til okkar í spjall.

Hitabylgja geisar í Suður-Evrópu og hitinn víða um og vel yfir 40 stig. Gunnlaugur Helgason fjölmiðlamaður er staddur á Sikiley við tökum á þáttum sínum Gulli Byggir og við slógum á þráðinn til hans og heyrðum hvernig gengur að koma nokkru í verk í þessum mikla hita.

Þá ræddi Oddur Þórðarson fréttamaður við okkur um mikinn hita og öfgar í veðurfari víðar um heim.

Dagur íslenska fjárhundsins er haldinn hátíðlegur á Árbæjarsafni í dag en í dag er afmælisdagur Mark Watson sem stundum hefur verið kallaður bjargvættur íslenska fjárhundsins. Á safninu var ýmis dagskrá í tilefni dagsins og Jóhann Alfreð kíkti á svæðið og spjallaði við Þórhildi Bjartmarz og Sigurlaug Ingólfsson.

Tónlist:

STUÐMENN - Vorið.

Curtis Mayfield - Move on Up.

PÁLL ÓSKAR - Galið Gott.

PINK - Trouble.

RETRO STEFSON - Glow.

THE CULT - Fire Woman.

REYKJAVÍKURDÆTUR - Tökum af stað.

CLIFF RICHARD OG THE SHADOWS - Summer Holiday.

EMMSJÉ GAUTI - Þúsund hjörtu.

U2 - Angel Of Harlem.

2PAC - California Love.

Var aðgengilegt til 17. júlí 2024.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,