06:50
Morgunvaktin
Landsbankahúsið í Austurstræti var glæsilegasta hús landsins
Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Senn líður að því að langri veru Landsbankans í Austurstræti í Reykjavík ljúki. Skrifstofurnar hafa verið fluttar í nýja Landsbankahúsið við Reykjarstræti en útibúið verður á sínum stað í fáeinar vikur til viðbótar. Pétur H. Ármannsson arkitekt rakti sögu hússins glæsilega við Austurstræti en ekkert var til sparað þegar það var reist á sínum tíma.

Í Berlínarspjalli spjallaði Arthur Björgvin Bollason meðal annars um hreyfinguna Síðasta kynslóðin sem vekur athygli á loftlagsvandanum með óvenjulegum aðferðum og sameiningu Austur og Vestur Þýskalands á sínum tíma en hún hefur ekki lukkast að fullu.

Hitabylgjur eru víða um heim, t.d. í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, læknir og framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, ræddi um áhrif hita á mannslíkamann. Rétt er að halda sig inni eða í skugga og drekka vatn og orkudrykki.

Tónlist:

Sjáum hvað setur - Moses Hightower,

Austurstræti - Laddi,

Austurstræti - Sigfús Halldórsson,

Wind of Change - Scorpions,

Sumar hvern einasta dag - Mannakorn,

Óbyggðirnar kalla - Magnús Eiríksson og KK.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,