18:30
Hvar erum við núna?
Hálendið
Hvar erum við núna?

Spennum beltin og ferðumst hringinn með KrakkaRÚV! Stórskemmtilegir fjölskylduþættir fyrir ferðalanga á ferð um Ísland. Þjóðsögur og ævintýri, bílaleikir, fróðleiksmolar og sögur frá krökkum á öllum aldri. Í hverjum þætti er spurningakeppni þar sem kemur í ljós hvaða fjölskyldumeðlimur veit mest um Ísland...nú eða hlustaði best á þáttinn!

Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Jóhannes Ólafsson.

Í þessum þætti förum við upp á hálendið, en þar búa ekki margir krakkar. Það eru hins vegar margir sem ferðast þar, sérstaklega á sumrin því þá er hægt að keyra torfæra vegina sem eru flestir ófærir yfir vetrartímann. Hálendið er ekki bara frægt fyrir torfæra vegi, óveður og falleg fjöll heldur líka yfirnáttúrulegar verur og útilegumenn. Hvað eru útilegumenn, menn í útilegu? Sérfræðingar þáttarins eru systurnar Ásthildur og Ragnheiður en þær hafa ferðast mikið um hálendið, gist í skálum og farið í sólbað í mosabing lengst inni í hálendisbuskanum. Hlustið vel á þáttinn ef þið viljið vinna spurningakeppnina í lokin!

Var aðgengilegt til 17. júlí 2024.
Lengd: 19 mín.
e
Endurflutt.
,