09:05
Stefnumót
Þorvaldur Kristinsson rithöfundur og Lárus Pálsson leikari
Stefnumót

Margrét Blöndal fer á Stefnumót og hittir einn þessa heims og annan fyrir handan. Þekktir, minna þekktir og alveg óþekktir koma við sögu, öðlast nýtt líf með hjálp ættingja, vina og alls óskyldra aðdáenda.

Lárus Pálsson leikari var ein af hetjum Þorvaldar Kristinssonar þegar hann var að alast upp í Hrísey. Hann hlustaði á útvarpsleikritin af mikilli ástríðu og þegar hann svo löngu síðar var beðinn um að skrifa ævisögu Lárusar hófst ferðalag sem tók 11 ár. Ferðalag sem þegar betur er að gáð stendur ef til vill enn.

Í þættinum eru spilaðir bútar úr Gullna hliðinu, Hamlet og Íslandsklukkunni, auk þess sem Lárus flytur ljóðið Fuglinn í fjörunni.

Umsjón: Margrét Blöndal.

Var aðgengilegt til 16. október 2023.
Lengd: 40 mín.
e
Endurflutt.
,