12:40
Raddir Rásar 2
Arnþrúður Karlsdóttir og Gunnlaugur Helgason (fimmti þáttur)
Raddir Rásar 2

Ólafur Páll Gunnarsson rifjar upp raddir Rásar 2 í 40 ár.

Ólafur Páll Gunnarsson fær til sín tvo gesti í hverjum þætti, sem eiga það sameiginlegt að hafa stjórnað þáttum á Rás 2 áður fyrr. Rætt er um tíðarandann og tónlistina sem var vinsæl á þeim tíma þegar viðkomandi dagskrárgerðarfólk starfaði á Rásinni.

Raddir Rásar 2 er þáttur sem er á dagskrá eftir hádegisfréttum á sunnudögum í sumar. Tilefnið er 40 á afmæli Rásar 2 sem var sett í gang 1. desember 1983.

Arnþrúður Karlsdóttir og Gunnlaugur Helgason eru Raddir Rásar 2 í fimmta þætti. Arnþrúður er fyrsta konan á Rás 2 og var í fyrsta þættinum, fyrsta daginn ? 1. desember 1983. Gulli hóf sinn útvarpsferil sem umsjónarmaður Vinsældalista Rásar 2. Samanlagður útvarpsferill Arnþrúður og Gulla spannar meira en 80 ár.

Ólafur Páll ræðir við þau um músík, útvarpsmennsku, Björk, Pálma Gunnarsson, trommusett, Músíktilraunir, Stjörnuna, Ríkisútvarp og margt fleira.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 10 mín.
,