12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 23. mars 2023
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Sérsveit ríkislögreglustjóra handtók fjóra í gærkvöld vegna slagsmála vopnaðra manna fyrir utan skemmtistaðina Dubliner og Bankastræti Club. Til rannsóknar er hvort málin tengist fyrri árásum á sömu stöðum.

Deila Frakka og Þjóðverja um orkumál og bensínbíla gæti sett sitt mark á leiðtogafund aðildarríkja Evrópusambandsins sem hófst í Brussel í morgun.

Erlend kona lést þegar hún féll ofan í gil við fossinn Glym í Hvalfirði í gærmorgun. Snjór og klaki eru á staðnum og aðstæður erfiðar.

Útflutningsverðmæti fiskeldis var fjörutíu og níu milljarðar í fyrra og hefur aldrei verið meira. Hlutdeild eldisafurða í verðmæti sjávarafurða var fjórtán prósent í fyrra.

Fyrrverandi forseti Rússlands hótar öllu illu, jafnvel eldflaugaárásum, verði gerð tilraun til að handtaka Vladimir Pútín á erlendri grundu. Alþjóðasakamáladómstóllinn gaf á dögunum út handtökuskipun á hendur Pútín fyrir glæpi í Úkraínu.

Samskiptastjóri Carbfix óttast átök verði af íbúakosningu um kolefnisbindingarsvæði við álverið í Straumsvík.

Þeir sem hafa keyrt frítt um göturnar á rafmagnsbílum þurfa að taka þátt í fjármögnun vegakerfisins. Þetta segir fjármálaráðherra.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,