16:05
Síðdegisútvarpið
23.mars
Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Samgöngumál til og frá Leifsstöð hafa verið í brennidepli svo lengi sem elstu menn muna. Í nýrri úttekt á Vísi fara blaðamaður og ljósmyndari í Pílagrímsferð og ferðin er ansi skrautleg eins og sjá má á vefnum í dag. En hvað er í gangi með strætómálin til og frá flugstöðinni ? Er verið að vinna að einhverjum úrbótum og þá hverjum ? Jóhannes Svavar Rúnarsson er framkvæmdastjóri Strætó hann verður á línunni hér eftir smá stund.

Í nýjustu mynd ítalska leikstjórans Lor­enzo Faccenda mun Ásdís Rán Gunnarsdóttir fara með eitt aðalhlutverkið. Mynd­in verður tek­in upp í Búlgaríu og eru tökur að hefjast. Ásdís Rán hef­ur leikið nokk­ur auka­hlut­verk í gegn­um tíðina en þetta er fyrsta skipti sem hún er í aðal­hlut­verki í kvik­mynd og það sé stórt skref. Við heyrum i Ásdísi á eftir.

Og svo er það MeMe vikunnar Atli Fannar Bjarkarson kemur með það allra nýjasta úr heimi internetsins.

Hvað í ósköpunum á að gefa fermingarbörnum í gjöf? Hvert er viðmiðið hvað seðla í umslag varðar? Vilja þessi börn eitthvað yfir höfuð þar sem allt er komið í tölvur sem þau eiga og er svo aðgegnilegt í símunum þeirra? Sólmundur Hólm hefur farið í nokkrar fermingarveislurnar og er sjálfur búin að halda eina slíka. Hann mun reyna að svara þessum spurningum á eftir.

Jakob Frímann Magnússon kemur í heimsókn í þáttinn í dag til að segja frá konseptverkinu Jack Magnet. JACK MAGNET verður flutt í heild sinni í fyrsta skipti, auk þekktustu laga Jakobs Frímanns og Stuðmanna og Frummanna í Bæjarbíói um helgina.

Samkeppni var haldin um hönnun þjóðgarðsmiðstöðvar á Snæfellssnesi árið 2006. Svo leið og beið og það var ekki fyrr en tíu árum síðar sem fyrsta skóflustungan var tekin og en alls voru teknar tvær skóflustungur. Nú 7 árum síðar er loksins komið að því að opna miðstöðina fyrir gestum og gangandi og það hlýtur að vera mikil spenna í loftinu Hákon Ásgeirsson er þjóðgarðsvörður í þjóðgarðinum á Snæfellsnesi. Við ræðum við hann

Var aðgengilegt til 22. mars 2024.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,