13:00
Samfélagið
Afkoma jökla, ástand vatns, risarækjur
Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Við rýnum í afkomu íslenskra jökla með félögum úr Jöklarannsóknarfélagi Íslands, þeim Andra Gunnarssyni formanni félagsins og Hrafnhildi Hannesdóttur jöklafræðingi.

En þessi jöklafélagsskapur mælir og skoðar jökla árlega og hefur safnað miklu magni upplýsinga um þessi stórbrotnu og ægifögru náttúrufyrirbæri. Jöklunum okkur líður ekki nógu vel í þeim loftlagsbreytingum sem eru að eiga sér stað, þeir breytast og mikill hluti þeirra mun hverfa endanlega, fyrr heldur en seinna því miður.

Við ætlum í tilefni af alþjóðlegum degi vatns, sem var í gær, að fjalla um vatn á Íslandi. Vöktun á vatni, mengun í vatni og mikilvægi þess að gera þær ráðstafanir sem hægt er að gera til að tryggja að vatn sé heilnæmt, gott og ómengað - eins og kostur er. Hólmfríður Þorsteinsdóttir sérfræðingur hjá Umhversisstofnun í teymi vatns og hafs ætlar að ræða þau mál við okkur.

Svo fáum við í lok þáttar umhverfispistil frá Stefáni Gíslasyni umhverfisstjórnunarfræðingi, sem ætlar að segja okkur meira frá risarækjum - og hversu mengandi framleiðsla á þeim er.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,