14:03
Á tónsviðinu
Tónlist eftir Carl Nielsen
Á tónsviðinu

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Í þættinum verður leikin tónlist eftir Carl Nielsen, eitt merkasta tónskáld í tónlistarsögu Dana. Hann fæddist árið 1865 og lést 1931. Meðal annars verður fluttur kafli úr fyrstu sinfóníu Nielsens sem hneykslaði suma af því að hún var í g-moll, en endaði í C-dúr. Einnig verður fluttur flautukonsert Nielsens í hljóðritun sem gerð var á tónleikum í Háskólabíói 1996, en þar leikur Hallfríður Ólafsdóttir einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir.

Var aðgengilegt til 21. júní 2023.
Lengd: 50 mín.
,