06:50
Morgunútvarpið
13. jan - HM í handbolta, tjáningarfrelsið og Heimilidin
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Eftir jafnan og spennandi leik vann Ísland vann fjögurra marka sigur á Portúgal í fyrsta leik liðanna í D-riðli á HM karla í handbolta í Svíþjóð gærkvöldi. Stemningin í stúkunni var gríðarleg enda fjölmargir Íslendingar á svæðinu. Við gerðum upp leikinn með Þorkeli Gunnari Sigurbjörnssyni, íþróttafréttamanni.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra verður gestur okkar nú í morgunsárið, en hún kynnti í gær umfangsmiklar aðgerðir tengdar háskólum landsins sem efla eiga samstarf þeirra í milli. Hún sagði okkur betur frá þessum áformum.

Stendur tjáningarfrelsið á krossgötum? Það er að minnsta kosti mat aðstandenda nýstofnaðra samtaka, sem bera heitið Málfrelsi - samtök um frjálsa og opna umræðu. Formaður samtakanna, Þorsteinn Siglaugsson kom til okkar til að segja betur frá tilurð og tilgangi samtakanna en þau voru stofnuð á grunni andstöðu við Covid-19 takmarkanir stjórnvalda og umræðu um þær.

Við fórum yfir fréttir vikunnar um miðbik þáttar. Í dag kom út nýr fjölmiðill, Heimildin, á grunni sameinaðra miðla Kjarnans og Stundarinnar. Við fengum ritstjóra nýja miðilsins í settið til að ræða hann og helstu málefni vikunnar, þau Þórð Snæ Júlíusson og Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur.

Eins og alltaf á föstudögum vorum við síðan í Vaðlauginni í lok þáttar með Ingunni Láru Kristjánsdóttur, fréttakonu, en þar tölum við um ríka og fræga fólkið á léttum nótum.

Var aðgengilegt til 13. janúar 2024.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,