13:00
Samfélagið
Bókabúð á Flateyri, skessur, málfar og fiskakvarnir
Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er nú að mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess að margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram að fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig að kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Við verðum með annan fótinn hér á Vestfjörðum, nánar tiltekið á Flateyri við Önundarfjörð. Við höfum komið okkur fyrir í bókabúðinni þar, en hún er sögð vera elsta upprunalega verslun á Íslandi. Við ætlum að spjalla við kaupmanninn, Eyþór Jóvinsson, sem er langafabarn stofnanda verslunarinnar ?Bræðranna Eyjólfsson?.

Við ætlum svo að ræða um tröll, sérstaklega skessur, birtingarmyndir þeirra, hvað þær geta táknað, hver merking þeirra er og hvernig henni er beitt. Það mættu tröll, sérstaklega ein skessa, á þrettándahátíð Eyjamanna fyrir viku - og það er búið að kýta töluvert yfir því hvað hún táknaði, hvort þarna var á ferð húmor eða rasismi, kvenfyrirlitning, persónuníð. Til að rýna í allar þessar ólíku og flóknu táknmyndir kemur til okkar skessufræðingur, þjóðfræðingurinn Dagrún Ósk Jónsdóttir, og ræðir um rasisma, kvenfyrirlitningu, vald, húmor - og tröll.

Málfarsmínúta

Rætt við sérfræðing hjá Hafrannsóknarstofnun sem les í kvarnir til aldursgreina fiska, frekar flókið ferli en afskaplega forvitnilegt, og það mun koma ykkur á óvart hvað sumir fiskar verða gamlir, Aðalbjörg Jónsdóttir heitir hún og er í dýraspjallinu í dag.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,