22:10
Mannlegi þátturinn
Margrét Erla Maack föstudags- og matarspjallsgestur
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag var Margrét Erla Maack. Hún hefur unnið í fjölmiðlum, sjónvarpi og útvarpi, hér á RÚV og nú á Hringbraut. Hún er skemmtikraftur, burleskdís, plötusnúður, karaókískrímsli og spurningaljón og athafnastjóri hjá Siðmennt, móðir og kærasta. Við fengum að vita í þættinum hvar hún er fædd og uppalin og ræddum ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag.

Og í matarspjalli dagsins sat Margrét Erla Maack föstudagsgestur áfram með okkur og við fengum að vita hvað henni þykir skemmtilegast að elda og hver hennar uppáhaldsmatur er. Og Margrét sagði okkur líka frá skemmtilegri jólamatarhefð í hennar fjölskyldu.

Tónlist í þættinum í dag:

Græna byltingin / Spilverk þjóðanna (Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla Garðarsson)

Gloria / Laura Branigan (Giancarlo Bigazzi, Trevor Veitch, Umberto Tozzi)

Try Me / Esther Philips (Scott & Radcliff)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,