06:50
Morgunvaktin
Orkuskipti á sjó, norræn samvinna, lífið í Fljótsdalshreppi
Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Skipaflutningar losa 2,5 prósent af gróðurhúsalofttegundum í heiminum. Orkuskipti á sjó eru því þýðingarmikil í baráttu gegn loftslagsbreytingum. Íslensk fyrirtæki eru í meirihluta nýs orkuskiptaverkefnis sem hlaut á dögunum tæplega 1,5 milljarða króna styrk til þróunar. Kjartan Due Nielsen og Óskar Svavarsson eru hluti af þessu verkefni og þeir komu til okkar.

Friður er í forgangi í formennskutíð Íslands í Norrænu ráðherranefndinni, en upphafsviðburður formennskunnar var haldinn í gær. Auður Hauksdóttir prófessor emeríta í dönsku hélt erindi um norræna samvinnu og stöðu Norðurlandanna í heiminum. Hún ræddi þau mál við okkur.

Og í lok þáttar hringdum við austur í Fljótsdalshrepp, þar sem Lárus Heiðarsson tók fyrr í vikunni við oddvitastól. Um hundrað manns búa í hreppnum, sem er sá langfámennasti á Austurlandi. Lárus sagði okkur frá lífinu og tilverunni og verkefnunum framundan.

Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Bogi Ágústsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Tónlist:

Lady Jane - Rolling Stones

Moonlight serenade - Glenn Miller and his orchestra

Bourée - Jethro Tull

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,