15:03
Sögur af landi
Á slóðum Moniku á Merkigili
Sögur af landi

Blanda er þemað í þessum þætti. Það má blanda ýmsu saman og blöndur er víða að finna í lífi hvers manns. Við fáum áfenga blöndu af humlum og geri á Ísafirði, blöndum krem og smyrsl í Hafnarfirði og svo er það sjálf Blanda sem rennur út í hafið. Allt þetta skoðum við í þessum síðasta þætti vertíðarinnar. Inslög unnu Ágúst Ólafsson, Dagur Gunnarsson og Halla Ólafsdóttir.

Umsjón: Dagur Gunnarsson

Þáttur dagsins er helgaður alþýðuhetjunni Moniku Helgadóttur og heimaslóðum hennar, Merkigili í Austurdal í Skagafirði. Sögu Moniku þekkja margir. Bóndinn, ekkjan, íslenska sveitakonan sem bjó ásamt átta börnum sínum, sjö dætrum og einum syni, á afskekktum bæ í innsveitum Skagafjarðar, í Austurdal, þar sem Austari-Jökulsá rennur straumþung niður. Hrikaleg gljúfur og gil einkenna landslagið og samgöngur að bænum voru erfiðar, jafnvel lífshættulegar, sérstaklega þegar farið var um hið hrikalega Merkigil, gilið sem bærinn er kenndur við. Á þessum afskekkta stað byggði Monika upp myndarlegt bú og varð landsþekkt og dáð, sérstaklega eftir að ævisaga hennar, Konan í dalnum og dæturnar sjö, eftir Guðmund G. Hagalín kom út árið 1954, þegar Monika var aðeins 53 ára gömul. Þátturinn var áður á dagskrá 2. september 2022.

Viðmælandi er Ingibjörg Elín Jónasdóttir, leiðsögumaður.

Í þættinum hljóma brot úr:

Kona er nefnd, viðtal Indriða G. Þorsteinssonar við Moniku frá árinu 1973.

Konan í dalnum, viðtal Guðrúnar Guðlaugsdóttur við Moniku frá árinu 1981.

Konan í dalnum og dæturnar sjö eftir Guðmund G. Hagalín, útvarpssaga í flutningi Sigríðar Hagalín leikkonu frá árinu 1988.

Í lok þáttar er lesið stutt brot úr eftirmála ævisögu Moniku frá árinu 2017.

Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,