12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 28. september 2022
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Stjórnvöld í Rússlandi segja fráleitt og heimskulegt að kenna þeim um skemmdarverk á gasleiðslum í Eystrasalti. Skemmdarverkin séu líka áfall fyrir þá.

Saksóknari sýndi nærri tveggja klukkustunda þögla kvikmynd í Landsrétti í morgun þegar Rauðagerðismálið var tekið þar fyrir. Myndbandið var klippt saman úr upptökum úr öryggismyndavélum sem áttu að sýna aðild þriggja sem sýknuð voru í héraðsdómi.

Ráðstafanir Seðlabankans síðustu mánuði hafa skilað tilsettum árangri, að mati fjármálastöðugleikanefndar bankans. Efnahagshorfur á heimsvísu hafa þó versnað að undanförnu og lægðin gæti haft áhrif á íslenskan þjóðarbúskap.

Íslensk stjórnvöld hyggjast senda fjörutíu flóttamenn til Grikklands á næstu vikum, þar af eru tvö börn og foreldrar þeirra. Rauði krossinn biðlar til stjórnvalda um að virða mannréttindi barnanna og senda þau ekki til baka.

Mikill viðbúnaður er á Flórída því fellibylurinn Jan Ian gengur á land í kvöld. Tveir létust þegar hann fór yfir Kúbu í gær og eyðileggingin er mikil.

Straumlaust hefur verið sums staðar á Austfjörðum vegna þess hve mikið salt hlóðst á raflínur í óveðrinu um helgina. Unnið er hörðum höndum að því að slá saltið af. Sjötíu ára gamall skógur við Djúpavog er illa farinn eftir veðrið og íbúar eru harmi slegnir að missa þetta vinsæla útivistarsvæði.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,