14:03
Bowie í Berlín
Í leit að strákum til að elska
Bowie í Berlín

Fimm þátta sería þar sem Valur Gunnarsson fjallar um breska tónlistarmanninn og lagahöfundinn David Bowie og árin hans í Berlín.

Hjónaband Bowie og eiginkonunnar Angie er í molum og hann kynnist hinni transgender Romy Haag. Hann kemur sér fyrir í hverfinu Schöneberg, þar sem réttindabarátta samkynhneigðra er kominn einna lengst í heiminum, og fólkið þar segir enn um hann sögur í aðdáunartón. Hann hittir rithöfundinn Christopher Isherwood, eitt af sínum helstu átrúnaðargoðum, sem sjálfur hafði komið til Berlínar í leit að strákum til að elska hálfri öld áður og orðið vitni að uppgangi Nasismans.

Umsjón: Valur Gunnarsson.

Var aðgengilegt til 28. september 2023.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,