19:00
Endurómur úr Evrópu
Endurómur úr Evrópu

Hljóðritanir frá sumartónlistarhátíðum víðs vegar að úr Evrópu.

Hljóðritun frá 50 ára afmælistónleikum , „Sellóleikaranna tólf“, sellósveitar Berlínarfílharmóníunnar sem fram fóru í Philharmonie-tónlistarhúsinu í Berlín í janúar s.l.

Á efnisskrá eru verk úr ýmsum áttum í útsetningum fyrir sellósveit, m.a. eftir Joseph Haydn, John Williams, Nino Rota, George Gershwin og Astor Piazzolla.

Umsjón: Ingveldur G. Ólafsdóttir.

Var aðgengilegt til 28. október 2022.
Lengd: 1 klst. 30 mín.
e
Endurflutt.
,