12:42
Þetta helst
Elskar Hobbitann og hatast út í hinsegin fólk
Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Giorgia Meloni verður að öllum líkindum næsti forsætisráðherra Ítalíu, eftir að flokkur hennar Fratelli d?Italia eða Bræðralag Ítalíu, vann stórsigur í þingkosningum á sunnudag. Hún verður þá fyrst kvenna til að gegna þessu valdamesta embætti ítalska stjórnkerfisins. Það er ekki eina ástæða þess að velgengni hennar í kosningum hefur vakið heimsathygli, Meloni og flokkur hennar eru langt til hægri á hinum pólitíska ás, og hefur hún jafnvel verið kölluð fasisti, enda hóf hún stjórnmálaferill sinn sem unglingur í nýfasískri hreyfingu. Þetta helst skoðaði ævi Meloni, stefnumál hennar og ummæli, og áhugamál en hún hefur haft mikinn áhuga á verkum J.R.R Tolkien og öðrum fantasíubókmenntum frá unga aldri.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 18 mín.
,