20:35
Samfélagið
Réttlæti í kynferðisafbrotamálum, föngun koltvísýrings í hafi, málfar
Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Við sendum beint út frá ráðstefnu í Háskóla Íslands þar sem fjöldi sérfræðinga er saman kominn og rýnir það í hvernig hugmyndir um réttlæti í kynferðisbrotamálum hafa þróast og hvernig það samsvarar þeim stefnum sem finna má innan dómsstólanna, í refsirétti og hegningarlögum. Viðmælendur: Hildur Fjóla Antonsdóttir nýdoktor við HÍ og skipuleggjandi ráðstefnunnar og María Rún Bjarnadóttir, doktor í lögfræði og verkefnastjóri hjá lögreglunni:

Við höfum hér í Samfélaginu fjallað um föngun og förgun koltvísýrings, aðallega í samhengi við carbfix og tengd mál. En það er fleira að gerast. Bandaríska fyrirtækið Running tide er með starfsemi hér á Íslandi, en fyrirtækið vinnur meðal annars að því að finna leiðir til að binda koltvísýrings á hafi úti, meðal annars með þörungum. Við fáum að vita meira um málið á eftir, þegar við tölum við Kristin Árna Lár Hróbjartsson framkvæmdastjóra Running tide á Íslandi.

Við fáum líka málfarsmínútu og vísindaspjall með Eddu Olgudóttur í lok þáttar.

????????

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,