06:50
Morgunútvarpið
10. ágúst - Gönguhátíð, Ljósið, Dýrfinna, lífeyrir og vísindi
Morgunútvarpið

Gönguhátíð í Reykjavík hefst á fimmtudaginn Um er að ræða lýðheilsuhátíð sem státar af fjölbreyttum göngum við allra hæfi. Gengið er í borgarlandinu og nágrenni, auk þess sem Suðurnesjabær er sérstakt gestasveitarfélag í verkefninu og býður upp á göngur líka. Einar Skúlason, forsvarsmaður Vesens og vergangs, var á línunni.

Ljósið endurhæfingarmiðstöð og heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health undirrituðu fyrir helgi samning um rannsóknir og þróun hugbúnaðar fyrir aukinn stuðning við fólk sem hefur greinst með krabbamein og fjarheilbrigðisþjónustu. Þau Erna Magnúsdóttir forstöðukona Ljóssins og Haukur Guðmundsson sjúkraþjálfari og rannsakandi hjá Sidekick komu til mín og sögðu okkur meira af þessu.

Gæludýrahald eykst jafnt og þétt og því fylgir því miður að stundum týnast dýr. Samfélagsmiðlar hafa komið sterkir inn í dýraleit, en nú er líka vona á smáforriti í þeim tilgangi sem frumkvöðlafyrirtækið Dýrfinna gefur út. Guðfinna Kristinsdóttir stofnandi Dýrfinnu leit við í spjall.

Jöfnun lífeyrisréttinda hjóna hefur verið nokkuð til umræðu á samfélagsmiðlun undanfarið. En hvað þýðir það að jafna lífeyrisréttindi og hvernig gerir maður það? Og af hverju ætti maður að gera það? Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri landsamtaka lífeyrissjóða var gestur Morgunútvarpsins og fór yfir þessi mál og fleiri er varða lífeyrisréttindi fólks.

Við kíktum svo inn í Vísindahornið upp úr kl. hálfníu þegar Sævar Helgi Bragason heimsótti okkur. Hann ræddi líkamsgerð manna og loftslagsmálin.

Tónlist:

Lay Low - By and by.

Lenny Kravitz - I belong to you.

Hreimur, Magni og Embla - Göngum í takt.

Albatross - Ég sé sólina.

Dans á rósum - Sól í dag.

Bruce Springsteen - Ill see you in my dreams.

Ed Sheeran - Bad habits.

Elton John - Rocket man.

Var aðgengilegt til 10. ágúst 2022.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,