Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Sigurður Ægisson flytur.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Það virðist ágætt upp úr bankarekstri að hafa. Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um samtals 37 milljarða á fyrri hluta ársins. Hvaðan kom allur þessi hagnaður? Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir það í spjalli um efnahag og samfélag. Við ræddum líka um ferðaþjónustuna; þar var útlitið gott fyrir fáeinum vikum en það hefur svo aftur breyst.
Það er hægt að auka framleiðni Landspítalans - sem sagt; gera meira, - með stafrænni umbreytingu, þ.e.a.s. að nýta nýjustu tölvutækni meira og betur en gert er. Þetta segir Ragnheiður H. Magnúsdóttir, vélaverkfræðingur og formaður tækninefndar Vísinda- og tækniráðs. Hún sagði okkur frá þeim möguleikum sem hún sér í tækninni.
Arthúr Björgvin Bollason með Berlínarspjall var líka á dagskránni. Kosningabaráttan í Þýskalandi var til umfjöllunar sem og umræður í landinu um hvort bólusett fólk eigi að njóta forréttinda umfram óbólusett: Frelsi til athafna á tímum farsóttar.
Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Tónlist: Allt gleymdist - Tríó Ómars Guðjónssonar
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir
Tæknimaður: Mark Eldred
Útvarpsfréttir.
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Gestur þáttarins er Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur.
Umsjón: Brynja Þorgeirsdóttir.
Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
Í dag gengur árið 1443 í garð samkvæmt Hijri-tímatali múslima og nýju ári er því fagnað víðast hvar um heim um þessar mundir. Við skoðum Hijri-tímatalið, tilurð þess, notkun og nýárið í fyrri hluta þáttarins.
Virginia Giuffre, ein þeirra mörgu kvenna sem kærðu barnaníðinginn Jeffrey Epstein, hefur höfðað einkamál gegn Andrési prins fyrir gróft kynferðisofbeldi og nauðgun. Hin bandaríska Giuffre segist hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu Andrésar bæði í New York og London - en þangað hafi hún verið flutt nauðug sem fórnarlamb kynlífsþrælkunar aðeins sautján ára gömul. Prinsinn neitar ásökununum. Snærós Sindradóttir ræðir við Önnu Lilju Þórisdóttur fréttamann um málið.
Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Þáttur dagsins var í umsjón Katrínar og Snærósar Sindradóttur.
Útvarpsfréttir.
Sóttvarnalæknir telur ekki forsendur til að draga úr sóttvarnaaðgerðum á föstudag þegar núverandi reglugerð rennur út. Hann telur að til framtíðar geti verið skynsamlegast að viðhalda ásættanlegum aðgerðum innanlands og nokkuð góðum takmörkunum á landamærum til að halda stöðugleika.
Björgunarsveitin Þorbjörn hefur komið fyrir 120 metra kaðli á gönguleið C á Langahrygg til aðstoðar göngufólki. Sveitin hefur ítrekað þurft að sækja þangað slasað fólk.
Landvernd segir aðgerðir íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum einkennast af seinagangi og ekki vera nógu róttækar.
John Snorri Sigurjónsson fannst látinn á K2 í síðasta mánuði í sjálfheldu með reipið sem hann hékk í úr skorðum.
Garðyrkjubændur gætu þurft að koma sér upp sérstöku vökvunarkerfi á ökrum sínum ef komandi sumur verða í takt við sumarið í ár
Reykur frá ógurlegum skógareldum sem logað hafa vikum saman í Síberíu hefur nú borist til norðurskautsins. Það er í fyrsta sinn sem það gerist.
Bandarísk kona hefur höfðað einkamál á hendur Andrési prins vegna kynferðisbrots árið tvö þúsund. Prinsinn neitar sök, nú sem áður.
Dánarfregnir
Útvarpsfréttir.
Lofthelgin býður hlustendum að fljóta frjálslega í tíma og rúmi á lignu hafi hughrifatónlistar. Frá endurómi fortíðar til nýjustu strauma 21. aldarinnar leitum við heimshornanna á milli að réttri stemningu og andrúmslofti til að leiða hlustandann á ný mið andans. Út fyrir endimörk algleymis.
Umsjón er í höndum Friðriks Margrétar-Guðmundsson.
Útvarpsfréttir.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Kosciusko heitir 7.000 manna smábær í Mississippi í Bandaríkjunum sem nú er frægastur fyrir að þar fæddist sjónvarpsstjarnan Oprah Winfrey. En bærinn heitir eftir pólsku frelsishetjunni Tadeusz Kosciuszko, sem Illugi Jökulsson heldur áfram að fjalla um, með hjálp þeirra Jónasar Hallgrímssonar og Konráðs Gíslasonar sem skrifuðu um ævi hans í Fjölni 1838. Í þættinum segir frá samskiptum Kosciuszko við Alexander Rússakeisara og Napóleon Frakkakeisara, og ég ætla að nefna aðeins ástamál þess síðarnefnda líka. Þau snertu nefnilega Pólland svolítið, eða Sléttumannaland eins og Jónas og Konráð nefndu landið.
Umræður um menningu og listir.
Umsjónarmenn eru Anna Marsibil Clausen, Davíð Kjartan Gestsson, Guðni Tómasson, Snærós Sindradóttir, Kristján Guðjónsson og Eiríkur Guðmundsson.
Í þætti dagsins flytja Agnes Ársælsdóttir og Sylvía Dröfn Jónsdóttir síðasta pistilinn um jarðkynhneigð, hreyfingu sem skilgreinir jörðina ekki sem móður heldur sem elskhuga. Í dag strengja þær jarðkynheit en spyrja einnig viðmælendur sína út í uppáhaldsstaði og þeirra uppáhaldsfyrirbæri í náttúru íslands.
Í júní seldi Ítalski myndlistarmaðurinn Salvatore Garau óáþreifanlegu höggmyndina Il sono hæstbjóðanda á 2.2 milljónir í uppboðshúsinu Art-Rite í Mílanó. Slík sala á listaverki er svosem ekki í frásögur fyrir utan þá einkennilegu staðreynd að verkið, Il sono, samanstendur af engu. Í þætti dagsins veltir Tengivagninn fyrir sér þessu óáþreifanlega höggmyndaverki.
Heimurinn vaknaði upp á mánudagsmorgun í Ólympíuþynnku - eftir rúmar tvær vikur af frábæru sjónvarpi með færasta íþróttafólki heims. Hér í Tengivagninum erum við ekki tilbúin að sleppa alveg af þeim takinu en við ætlum þó ekki að velta fyrir okkur heimsmetum og verðlaunum heldur stríðsmálningu, og því af hverju íþróttamenn farða sig.
Í seinni þættinum tekur Mikael Máni Ásmundsson sér far með vagninum, eða tekur öllu heldur við stýri vagnsins og stýrir honum upp í strætó og aftur í tímann eða til áranna 2006-2013. Hann segir frá og spilar þá tónlist sem hann kynntist í strætó á þeim árum í þætti dagsins.
Útvarpsfréttir.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Spegillin 10. ágúst 2021
Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir
Sóttvarnaaðgerðir sem renna áttu út á föstudag verða framlengdar um tvær vikur. Börn fædd eftir 2006 verða undanþegin grímuskyldu í skólum, eldri nemendur taka grímuna niður þegar þeir setjast niður í skólastofum sínum. Þetta kom fram á ríkisstjórnarfundi sem haldin var síðdegis í dag. Rætt við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra
Tuttugu og sex liggja á Landspítala með covid, þar af fjórir á gjörgæslu og tveir í öndunarvél.
Utanríkisráðuneyti Hvíta-Rússlands segir að vestræn ríki ætli að grafa undan fullveldi landsins og undirbýr nú hefndaraðgerðir
Óháður embættismaður í Kanada á að rannsaka örlög þúsunda kanadískra frumbyggjabarna sem létu lífið í sérstökum heimavistarskólum.
Stjórnvöld þurfa að bregðast við þessum loftslagsbreytingum sem eru að hellast yfir okkur, segir Hörður Sigurbjarnason, skipstjóri sem mælt hefur yfirborðshita sjávar í meira en tvo áratugi. Hitinn hefur náð nýjum hæðum í sumar. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Hörð sem er einn af eigendum hvalaskoðunarfyrirtækisins Norðursiglingar.
Hrönn Egilsdóttir, sjávarvistfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir að loftslagsbreytingarnar séu svo víðtækar að erfitt sé að sjá fyrir hvernig áhrifin koma fram hjá lífríkinu. María Sigrún Hilmarsdóttir ræddi við hana.
Ámann Höskuldsson eldfjallafræðing, segir frá Reykjaneshryggnum, rannsóknum á honum og velta því upp hvað gæti hafa verið á seiði á hafsbotninum sunnan við land um helgina. Ragnhildur Thorlacius talar við hann
Fleira er ekki í Speglinum í kvöld, tæknimaður í útsendingu var
Umsjón: Fríða María Ásbergsdóttir.
Í þessum framhaldsþætti af Harry Potter fær Fríða bræðurna þrjá í spurningakeppni byggða á bókunum og myndunum um Harry Potter.
Gríðarlega spennandi keppni þar sem bræður berjast um að fá að velja óskalag í lok þáttar!
Óhætt er að segja að það er margt sem kemur á óvart í þessari keppni sem er sprenghlægileg á köflum.
Keppendur:
Ævar Þór Benediktsson
Guðni Líndal Benediktsson
Sigurjón Líndal Benediktsson
Spurningahöfundur: Fríða María
Dánarfregnir
Hljóðritanir frá sumartónlistarhátíðum víðs vegar að úr Evrópu.
Hljóðritun frá tónleikum félaga úr kammersveitinni Concerto Copenhagen sem fram fóru á Søbygaard-kammertónlistarhátíðinni á Ærø í Danmörku, 14. júlí sl.
Á efnisskrá eru verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart.
Stjórnandi og óbóleikari: Antoine Torunczyk.
Umsjón: Guðni Tómasson.
Umsjón: Guðni Tómasson.
Millispil
Umsjón: Guðni Tómasson
Í Millispili að þessu sinni hljómar einkum bandarísk tónlist af nýjum plötum tveggja ungra tónlistarmanna sem gefa út hjá Decca útgáfunni. Bandaríski fiðluleikarinn Randal Goosby kallar plötu sína Roots, en breski píanistinn Isata Kenneh-Mason kallar plötu sína Summertime. Tónlistin í þættinum er m.a. eftir George Gershwin, Xavier Dubois Foley, Florence Price, Samuel Coolridge Taylor og Amy Beach.
Allir hafa sögu að segja. Í þættinum Íslendingasögur segir fólkið í landinu sögur; sögur af atburðum sem það hefur upplifað, lífsreynslusögur, gamansögur, alla vega sögur.
Áslaug Thorlacius myndlistarmaður segir frá því þegar hún kornung fór til Sovétríkjanna og dvaldi veturlangt í Odessa við Svartahafið.
Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir.
Sjálfsævisaga Benedikts Gröndal sem rituð var á seinustu áratugum 19. aldar, þegar hann var tekinn að reskjast. Benedikt fjallar á opinskáan hátt um uppvöxt sinn, starfsferil og ævi. Lýsingar hans á samferðarfólkinu eru beinskeyttar og hann dregur upp merkilega mynd af íslensku samfélagi 19. aldar eins og það blasti við honum.
Flosi Ólafsson les.
(Áður á dagskrá 1977)
Næturútvarp Rásar 1.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Gönguhátíð í Reykjavík hefst á fimmtudaginn Um er að ræða lýðheilsuhátíð sem státar af fjölbreyttum göngum við allra hæfi. Gengið er í borgarlandinu og nágrenni, auk þess sem Suðurnesjabær er sérstakt gestasveitarfélag í verkefninu og býður upp á göngur líka. Einar Skúlason, forsvarsmaður Vesens og vergangs, var á línunni.
Ljósið endurhæfingarmiðstöð og heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health undirrituðu fyrir helgi samning um rannsóknir og þróun hugbúnaðar fyrir aukinn stuðning við fólk sem hefur greinst með krabbamein og fjarheilbrigðisþjónustu. Þau Erna Magnúsdóttir forstöðukona Ljóssins og Haukur Guðmundsson sjúkraþjálfari og rannsakandi hjá Sidekick komu til mín og sögðu okkur meira af þessu.
Gæludýrahald eykst jafnt og þétt og því fylgir því miður að stundum týnast dýr. Samfélagsmiðlar hafa komið sterkir inn í dýraleit, en nú er líka vona á smáforriti í þeim tilgangi sem frumkvöðlafyrirtækið Dýrfinna gefur út. Guðfinna Kristinsdóttir stofnandi Dýrfinnu leit við í spjall.
Jöfnun lífeyrisréttinda hjóna hefur verið nokkuð til umræðu á samfélagsmiðlun undanfarið. En hvað þýðir það að jafna lífeyrisréttindi og hvernig gerir maður það? Og af hverju ætti maður að gera það? Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri landsamtaka lífeyrissjóða var gestur Morgunútvarpsins og fór yfir þessi mál og fleiri er varða lífeyrisréttindi fólks.
Við kíktum svo inn í Vísindahornið upp úr kl. hálfníu þegar Sævar Helgi Bragason heimsótti okkur. Hann ræddi líkamsgerð manna og loftslagsmálin.
Tónlist:
Lay Low - By and by.
Lenny Kravitz - I belong to you.
Hreimur, Magni og Embla - Göngum í takt.
Albatross - Ég sé sólina.
Dans á rósum - Sól í dag.
Bruce Springsteen - Ill see you in my dreams.
Ed Sheeran - Bad habits.
Elton John - Rocket man.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir
Tæknimaður: Mark Eldred
Útvarpsfréttir.
Morgunverkin er fyrst og fremst tónlistarþáttur þar sem Þórður Helgi spilar bara það besta sem heimurinn hefur alið af sér síðustu 30-40 árin.
Morgunverkin 10. ágúst
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson
Páll Óskar og Milljónarmæringarnir - Pabbi vill mambo
Monaco - What do you want from me
The Knife - Heartbeats
Leon Bridges - Steam
Charlatans - Tellin?stories
Housemartins - Five get over excited
Tryggvi - Allra veðra von
Snorri Helgason - haustið ?97
Dr. Gunni & Eiríkur Hauks - Engin mistök
Sycamore tree - One day
Fine young cannibals - I?m not the man I used to be
Chvrches - How not down Ft. Robert Smith
10:00
Hipsumhaps - Á hnjánum
Earth Wind & Fire - September?99
Sigrid - Mirror
Vök - Skin
Dua Lipa - Lova again
Ed Sheeran - Bad Habits
Quarashi - Pro
Björk - Big time sensuality
Prince - Born 2 die
Nýdösnk - Frelsið
Mö - Live to survive
Braxtons - the Boss
Bruna Mars - Skate
Stjórnin - Hleypum gleðinni inn
11:00
Tómas Welding - Here they come
Big red machine - Renegade
Cyber - Heiti King
No Doubt - Just a girl
War on drugs - Living proof
MGMT - Time to pretend
Bob Marley - Sun is shining
Gipsy Kings - Bamboleo
Angel Olsen - Safety Dance
Sálgæslan - Einbeittur brotavilji Ft. Stefán Hilmarsson (Plata vikunnar Einbeittur brotavilji)
Daníel Óliver - Feels like home
James - Come home
Svavar Knútur - Hope and fortune Ft. Irish Mythen
Lay Low - Plase don?t hate me
12:00
Bubbi - Aldrei fór ég suður
SSSól - Tunglið
Flott - Mér er drull
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Sóttvarnalæknir telur ekki forsendur til að draga úr sóttvarnaaðgerðum á föstudag þegar núverandi reglugerð rennur út. Hann telur að til framtíðar geti verið skynsamlegast að viðhalda ásættanlegum aðgerðum innanlands og nokkuð góðum takmörkunum á landamærum til að halda stöðugleika.
Björgunarsveitin Þorbjörn hefur komið fyrir 120 metra kaðli á gönguleið C á Langahrygg til aðstoðar göngufólki. Sveitin hefur ítrekað þurft að sækja þangað slasað fólk.
Landvernd segir aðgerðir íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum einkennast af seinagangi og ekki vera nógu róttækar.
John Snorri Sigurjónsson fannst látinn á K2 í síðasta mánuði í sjálfheldu með reipið sem hann hékk í úr skorðum.
Garðyrkjubændur gætu þurft að koma sér upp sérstöku vökvunarkerfi á ökrum sínum ef komandi sumur verða í takt við sumarið í ár
Reykur frá ógurlegum skógareldum sem logað hafa vikum saman í Síberíu hefur nú borist til norðurskautsins. Það er í fyrsta sinn sem það gerist.
Bandarísk kona hefur höfðað einkamál á hendur Andrési prins vegna kynferðisbrots árið tvö þúsund. Prinsinn neitar sök, nú sem áður.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Umsjón: Lovísa Rut Kristjánsdóttir
Góð stemning í Popplandi dagsins, alls konar tónlist úr ýmsum áttum. Plata vikunnar er Einbeittur Brotavilji með Sálgæslunni og plata dagsins tíu ára gömul plata frá Kanye West og Jay-Z, Watch The Throne.
Unnsteinn Manúel - Lúser
Jamiroquai - Virtual Insanity
Hákon - Barcelona
Foo Fighters - Waiting On A War
Kaleo - Hey Gringo
Phantom Planet - California
Vök - Skin
St. Vincent - Down
The White Stripes - Seven Nation Army
Rolf Hausebender og Fríða Dís - Set Me Free
Beabadoobee - Cologne
Lights On The Highway - Ólgusjór
Sigurður Guðmundsson - Kartöflur
Sálgæslan - Góðkunningjar Lögreglunnar
Jón Ólafsson - Frétt Númer Þrjú
Dua Lipa - Love Again
Maisie Peters - Psycho
Sonic Youth - Kool Thing
Snorri Helgason - Haustið ?97
Olivia Rodrigo - Good 4 U
Arctic Monkeys - Do I Wanna Know
Billie Eilish - NDA
Spoon - Tomorrow
Kanye West & Jay Z - No Church In The Wild
Kanye West & Jay Z - Otis
Maneskin - I Wanna Be Your Slave
Dr. Gunni & Eiríkur Hauksson - Engin Mistök
Skip Marley - Slow Down
Á Móti Sól - Stjörnublik
Garbage - I Think I?m Paranoid
Úlfur Úlfur - 100.000
KK - Kærleikur og Tími
Ed Sheeran - Bad Habits
Shabba Ranks - Mr. Loverman
Aurora - Cure For Me
Cyber - Heiti King
Gus Gus - Polyesterday
Friðrik Dór - Fröken Reykjavík
Ellen Kristjáns & Þorsteinn Einarsson - Hluthafi í Heiminum
Frank Ocean - Swim Good
Big Red Machine - Phoenix
Sálgæslan - Dóttir Djöfulsins
Albatross - Ég Sé Sólina
Todmobile - Stelpurokk
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Nýlega kom upp á yfirborðið myndefni úr opnu sjókvíeldi í Dýrafirði og Arnafirði. Myndefnið var tekið upp í apríl af kajakræðaranum Veigu Grétarsdóttur sem er í þessum orðum að róa hringinn í kringum landið til þess að taka myndir af ruslinu sem er að finna í sjónum við Íslandsstrendur. Við heyrum í Veigu á eftir.
Umræðunni um loftslagsmál er hvergi nærri lokið og líklegast aðeins rétt að hefjast ef marka má nýjustu skýrslu IPCC sem kom út í gær. Hún er svört og vandinn er óneitanlega aðkallandi. Skilaboðin eru skýr, við þurfum að gera allt sem við getum til að sporna við hlýnun jarðar og það strax. Jón Ágúst Þorsteinsson doktor í orkuverkfræði og forstjóri Klappa sem sérhæfir sig í umhverfisvænum lausnum kemur til okkar að ræða málin.
Í sumar hafa starfsmenn Vegagerðarinnar verið á fullu í endurbótum á vegakerfi landsins. Í dag er verið að fræsa hringveginn við Ölfusárbrú svo dæmi sé tekið, og umferð á vesturleið beint um Eyrarbakkaveg. við tökum stöðuna með G. Pétri Matthíassyni upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar
Íslandsmeistaramótið í haglabyssugreininni Skeet, eða leirdúfuskotfimi, fór fram á velli Skotíþróttafélags Suðurlands við Þorlákshöfn um síðustu helgi á vegum Skotíþróttasambands Íslands. Stefán Gísli Örlygsson úr Skotfélagi Akraness varð Íslandsmeistari í flokki karla. Við kynnum okkur þessa grein betur og kynnumst einnig íslandsmeistaranum í þættinum á eftir.
Útvarpsfréttir.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Spegillin 10. ágúst 2021
Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir
Sóttvarnaaðgerðir sem renna áttu út á föstudag verða framlengdar um tvær vikur. Börn fædd eftir 2006 verða undanþegin grímuskyldu í skólum, eldri nemendur taka grímuna niður þegar þeir setjast niður í skólastofum sínum. Þetta kom fram á ríkisstjórnarfundi sem haldin var síðdegis í dag. Rætt við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra
Tuttugu og sex liggja á Landspítala með covid, þar af fjórir á gjörgæslu og tveir í öndunarvél.
Utanríkisráðuneyti Hvíta-Rússlands segir að vestræn ríki ætli að grafa undan fullveldi landsins og undirbýr nú hefndaraðgerðir
Óháður embættismaður í Kanada á að rannsaka örlög þúsunda kanadískra frumbyggjabarna sem létu lífið í sérstökum heimavistarskólum.
Stjórnvöld þurfa að bregðast við þessum loftslagsbreytingum sem eru að hellast yfir okkur, segir Hörður Sigurbjarnason, skipstjóri sem mælt hefur yfirborðshita sjávar í meira en tvo áratugi. Hitinn hefur náð nýjum hæðum í sumar. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Hörð sem er einn af eigendum hvalaskoðunarfyrirtækisins Norðursiglingar.
Hrönn Egilsdóttir, sjávarvistfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir að loftslagsbreytingarnar séu svo víðtækar að erfitt sé að sjá fyrir hvernig áhrifin koma fram hjá lífríkinu. María Sigrún Hilmarsdóttir ræddi við hana.
Ámann Höskuldsson eldfjallafræðing, segir frá Reykjaneshryggnum, rannsóknum á honum og velta því upp hvað gæti hafa verið á seiði á hafsbotninum sunnan við land um helgina. Ragnhildur Thorlacius talar við hann
Fleira er ekki í Speglinum í kvöld, tæknimaður í útsendingu var
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Lagalisti:
Lára Rúnars - Andblær
Rok - Fire
Bony Man - better off
Teitur Magnússon - Sloppurinn
ÍKORNI - Hjörtu mætast
Stuðlabandið - Andartak
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Freyr Eyjólfsson ræðir við Halla og Ladda um plötuna Fyrr má nú aldeilis fyrr vera, sem út kom fyrir 45 árum síðan.
Endurflutt frá árinu 2002.
Eftirminnilegar og áhugaverðar íslenskar hljómplötur.
Fjallað um plötuna Halldór Laxness með hljómsveitinni Mínus.
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.