12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 10. ágúst 2021
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Sóttvarnalæknir telur ekki forsendur til að draga úr sóttvarnaaðgerðum á föstudag þegar núverandi reglugerð rennur út. Hann telur að til framtíðar geti verið skynsamlegast að viðhalda ásættanlegum aðgerðum innanlands og nokkuð góðum takmörkunum á landamærum til að halda stöðugleika.

Björgunarsveitin Þorbjörn hefur komið fyrir 120 metra kaðli á gönguleið C á Langahrygg til aðstoðar göngufólki. Sveitin hefur ítrekað þurft að sækja þangað slasað fólk.

Landvernd segir aðgerðir íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum einkennast af seinagangi og ekki vera nógu róttækar.

John Snorri Sigurjónsson fannst látinn á K2 í síðasta mánuði í sjálfheldu með reipið sem hann hékk í úr skorðum.

Garðyrkjubændur gætu þurft að koma sér upp sérstöku vökvunarkerfi á ökrum sínum ef komandi sumur verða í takt við sumarið í ár

Reykur frá ógurlegum skógareldum sem logað hafa vikum saman í Síberíu hefur nú borist til norðurskautsins. Það er í fyrsta sinn sem það gerist.

Bandarísk kona hefur höfðað einkamál á hendur Andrési prins vegna kynferðisbrots árið tvö þúsund. Prinsinn neitar sök, nú sem áður.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,