16:05
Lestarklefinn
Jarðkynhneigð, óáþreifanlegar höggmyndir, ólympíufarði og strætóferðir
Lestarklefinn

Umræður um menningu og listir.

Umsjónarmenn eru Anna Marsibil Clausen, Davíð Kjartan Gestsson, Guðni Tómasson, Snærós Sindradóttir, Kristján Guðjónsson og Eiríkur Guðmundsson.

Í þætti dagsins flytja Agnes Ársælsdóttir og Sylvía Dröfn Jónsdóttir síðasta pistilinn um jarðkynhneigð, hreyfingu sem skilgreinir jörðina ekki sem móður heldur sem elskhuga. Í dag strengja þær jarðkynheit en spyrja einnig viðmælendur sína út í uppáhaldsstaði og þeirra uppáhaldsfyrirbæri í náttúru íslands.

Í júní seldi Ítalski myndlistarmaðurinn Salvatore Garau óáþreifanlegu höggmyndina Il sono hæstbjóðanda á 2.2 milljónir í uppboðshúsinu Art-Rite í Mílanó. Slík sala á listaverki er svosem ekki í frásögur fyrir utan þá einkennilegu staðreynd að verkið, Il sono, samanstendur af engu. Í þætti dagsins veltir Tengivagninn fyrir sér þessu óáþreifanlega höggmyndaverki.

Heimurinn vaknaði upp á mánudagsmorgun í Ólympíuþynnku - eftir rúmar tvær vikur af frábæru sjónvarpi með færasta íþróttafólki heims. Hér í Tengivagninum erum við ekki tilbúin að sleppa alveg af þeim takinu en við ætlum þó ekki að velta fyrir okkur heimsmetum og verðlaunum heldur stríðsmálningu, og því af hverju íþróttamenn farða sig.

Í seinni þættinum tekur Mikael Máni Ásmundsson sér far með vagninum, eða tekur öllu heldur við stýri vagnsins og stýrir honum upp í strætó og aftur í tímann eða til áranna 2006-2013. Hann segir frá og spilar þá tónlist sem hann kynntist í strætó á þeim árum í þætti dagsins.

Var aðgengilegt til 10. ágúst 2022.
Lengd: 1 klst. 50 mín.
,