06:50
Morgunvaktin
Hagnaður bankanna, framleiðni á Landspítala og pólitík í Þýsklandi
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Það virðist ágætt upp úr bankarekstri að hafa. Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um samtals 37 milljarða á fyrri hluta ársins. Hvaðan kom allur þessi hagnaður? Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir það í spjalli um efnahag og samfélag. Við ræddum líka um ferðaþjónustuna; þar var útlitið gott fyrir fáeinum vikum en það hefur svo aftur breyst.

Það er hægt að auka framleiðni Landspítalans - sem sagt; gera meira, - með stafrænni umbreytingu, þ.e.a.s. að nýta nýjustu tölvutækni meira og betur en gert er. Þetta segir Ragnheiður H. Magnúsdóttir, vélaverkfræðingur og formaður tækninefndar Vísinda- og tækniráðs. Hún sagði okkur frá þeim möguleikum sem hún sér í tækninni.

Arthúr Björgvin Bollason með Berlínarspjall var líka á dagskránni. Kosningabaráttan í Þýskalandi var til umfjöllunar sem og umræður í landinu um hvort bólusett fólk eigi að njóta forréttinda umfram óbólusett: Frelsi til athafna á tímum farsóttar.

Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Tónlist: Allt gleymdist - Tríó Ómars Guðjónssonar

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,