18:00
Spegillinn
Yfirborðshiti í Skjálfanda, Reykjaneshryggurinn
Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Spegillin 10. ágúst 2021

Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir

Sóttvarnaaðgerðir sem renna áttu út á föstudag verða framlengdar um tvær vikur. Börn fædd eftir 2006 verða undanþegin grímuskyldu í skólum, eldri nemendur taka grímuna niður þegar þeir setjast niður í skólastofum sínum. Þetta kom fram á ríkisstjórnarfundi sem haldin var síðdegis í dag. Rætt við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra

Tuttugu og sex liggja á Landspítala með covid, þar af fjórir á gjörgæslu og tveir í öndunarvél.

Utanríkisráðuneyti Hvíta-Rússlands segir að vestræn ríki ætli að grafa undan fullveldi landsins og undirbýr nú hefndaraðgerðir

Óháður embættismaður í Kanada á að rannsaka örlög þúsunda kanadískra frumbyggjabarna sem létu lífið í sérstökum heimavistarskólum.

Stjórnvöld þurfa að bregðast við þessum loftslagsbreytingum sem eru að hellast yfir okkur, segir Hörður Sigurbjarnason, skipstjóri sem mælt hefur yfirborðshita sjávar í meira en tvo áratugi. Hitinn hefur náð nýjum hæðum í sumar. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Hörð sem er einn af eigendum hvalaskoðunarfyrirtækisins Norðursiglingar.

Hrönn Egilsdóttir, sjávarvistfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir að loftslagsbreytingarnar séu svo víðtækar að erfitt sé að sjá fyrir hvernig áhrifin koma fram hjá lífríkinu. María Sigrún Hilmarsdóttir ræddi við hana.

Ámann Höskuldsson eldfjallafræðing, segir frá Reykjaneshryggnum, rannsóknum á honum og velta því upp hvað gæti hafa verið á seiði á hafsbotninum sunnan við land um helgina. Ragnhildur Thorlacius talar við hann

Fleira er ekki í Speglinum í kvöld, tæknimaður í útsendingu var

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 30 mín.
,