Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Baldur Rafn Sigurðsson flytur.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Allir bandarískir hermenn í Afganistan verða komnir heim fyrir 11. september, að ákvörðun Bidens forseta. Lýkur þar með hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna í landinu sem segja má að hafi byrjað með loftárásum 7. október 2001 í kjölfar Al Kaída á Bandaríkin 11. september það ár. Nató ætlar líka. Bogi Ágústsson sagði frá í spjalli um erlend málefni í Heimsglugganum eftir Morgunfréttir. Bóluefni voru líka á dagskrá en efnin frá AstraZeneca og Janssen hafa ekki reynst sem skyldi.
Umfangsmiklar vísindarannsóknir og vinsælar kvikmyndir hérlendis undanfarin ár eiga það sameiginlegt að hafa hlotið styrki úr Evrópusamstarfi til að hægt sé að ráðast í þær. Rannís heldur utan um styrkjakerfin sem við tökum þátt í og nýjar áætlanir verða kynntar í þeim efnum í dag. Ágúst Hjörtur Ingólfsson, sviðsstjóri rannsókna- og nýsköpunarsviðs hjá Rannís, kom til okkar og sagði frá nýju áætlununum og þeim ávinningi sem Ísland hefur notið.
69 sveitarfélög eru í landinu en útlit er fyrir að þeim kunni að fækka aðeins á næstunni. Kosningar um sameiningu nokkurra sveitarfélaga standa fyrir dyrum. Sumum finnst þó ekki nóg að gert og telja að sveitarfélögin eigi að vera miklu færri - og þar með stærri og fjölmennari - og vilja jafnvel inngrip með handafli - en aðrir vilja að lítil og fámenn sveitarfélög eigi að fá að vera í friði. Þessi mál og fleiri tengd sveitarfélögunum ræddum við við Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði og formann Sambands sveitarfélaga.
Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Tónlist:
Vorið er komið - Magnús og Jóhann
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Tæknimaður: Jón Þór Helgason
Útvarpsfréttir.
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Guðrún starfaði lengi í Stígamótum og segir frá því hvernig það var að hætta eftir öll þessi ár og hvernig lífið er í dag.
Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Á fimmtudögum í vetur koma sérfræðingar í þáttinn. Tinna Andrésdóttir, lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu var aftur með okkur, en hún var sérfræðingur þáttarins líka í síðustu viku. Hún er sérfræðingur í því að leysa ágreiningsmál sem kunna að koma upp í fjölbýlishúsum og hlustendur okkar sendu inn spurningar sem þau vonuðust eftir því að hún gæti svarað. Spurningarnar voru svo margar í síðustu viku að hún náði ekki að komast yfir þær allar, því samþykkti hún að koma aftur og reyna að ná í gegnum bunkann núna, en það hafa reyndar bæst spurningar við þær sem voru komnar. Spurningarnar sem hún fékk í dag sneru að til dæmis reykingum, bílageymslum og bílastæðavandamálum, partýstandi, óalandi nágrönnum og fleiru.
Útvarpsfréttir.
Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
Í fyrri hluta Hádegisins örskýrir Atli Fannar Bjarkason samfélagsmiðilinn OnlyFans fyrir hlustendum. Tugir íslenskra kvenna, og einhverjir karlmenn, selja erótískar myndir af sér á samfélagsmiðlinum OnlyFans, og græða á tá og fingri. Á meðan Stígamót hafa lýst yfir áhyggjum af því að fleiri og fleiri íslendingar noti þennan miðil, virðast notendurnir sjálfir hæstánægðir. Í nýlegu viðtali í hlaðvarpsþættinum Eigin konur á VÍSI greindi Klara Sif Magnúsdóttir, 23 ára Akureyringur, frá því að hún hafi grætt fimmtán miljónir íslenskra króna á OnlyFans.
Í síðari hluta þáttarins ræðum við um samfélagsmiðilinn OnlyFans við kynfræðinginn Sigríði Dögg Arnardóttur
Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.
Útvarpsfréttir.
Ekki stendur til að láta af notkun bóluefnis AstraZeneca hér á landi líkt og Danir hafa ákveðið. Klukkan tvö í dag ætla heilbrigðisyfirvöld í Noregi að tilkynna hvort notkun þess hefst á ný.
Ríkisendurskoðun efast um að raunverulegar viðræður hafi átt sér stað um björgun WOW Air síðustu dagana sem félagið starfaði. Samgöngustofa er gagnrýnd fyrir að hafa látið viðskiptalega hagsmuni flugfélagsins ráða för í ákvarðanatöku sinni.
Á annað þúsund manns hafa sett sig í samband við Neytendasamtökin síðasta sólarhring vegna innheimtu smálána. Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur kallað eftir gögnum frá innheimtufyrirtækinu.
Talibanar segjast hafa unnið stríðið í Afganistan. Margir óttast að þeir nái aftur völdum eftir að Bandaríkin og Nato tilkynntu um brottför hermanna frá landinu.
Það voru ekki rafstrengir sem kveiktu í Lagarfljótsbrú eins og talið var heldur logaði í gömlum símastrengjum. Brúin er lítið skemmd eftir brunann en nýlagt brúargólfið hefur spænst upp í vetur og þarf að skipta um stóran hluta þess.
Real Madrid mætir Chelsea og Manchester City og Paris Saint-Germain eigast við í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. 8-liða úrslitum keppninnar lauk í gærkvöld.
Dánarfregnir
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Elísabet Eik Guðmundsdóttir, verkefnastjóri á líftæknisviði hjá Matís: Þang og þari - notkunarmöguleikar og framtíð.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB: Hvernig tryggja má hagsmuni launafólks og almennings með réttlátum umskiptum
Stefán Gíslason með umhverfispistil um kolefnisfótspor eldgosa
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Fyrirbrigðið „tvífari“, „Doppelgänger“ á þýsku, varð sérlega vinsælt í bókmenntum og listum á 19. öld eftir að þýsku rithöfundarnir Jean-Paul og E.T.A. Hoffmann höfðu samið skáldsögur um tvífara. Þar er átt við einhvern sem er nákvæmlega eins útlits og annar maður eða kona án þess þó að vera tvíburabróðir eða -systir. Flutt er tónlist sem tengist tvífaraminninu. Þekktast er sönglagið „Der Doppelgänger“ eftir Franz Schubert við ljóð eftir Heinrich Heine, en bæði Þórður Kristleifsson og Halldór Laxness þýddu ljóð Heines yfir á íslensku. Í þættinum verður einnig leikin tónlist eftir Clöru og Robert Schumann, Zbigniew Preisner, Pjotr Tsjaíkovskí og Hörð Torfason. Lesarar eru Leifur Hauksson og Anna Marsibil Clausen. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.
Við tökum stefnuna suður á Álftanes. Fyrir tæpum 11 árum gerði undirrituð 3 þætti um sögu og skipulag á Álftanesi. Einn þáttanna fjallaði um Garðahverfi, sem er eiginlega sveit í borg. Þar er enn búið á nokkrum bæjum og mikil saga um búsetu í þéttbýlli sveit á sínum tíma. Nú hefur Garðabær enn staðfest áætlun um að halda í þennan sérkennilega stað í borgarlandinu, en samt að leyfa uppbyggingu með skilyrðum. Í þessum þætti hverfum við til baka til 2010 og göngum um Hausastaðalandið í fylgd Jónatans Garðarssonar, ræðum við skipulagsstjóra Garðabæjar Arinbjörn Vilhjálmsson arkitekt en byrjað er í Króki og heilsað uppá systurnar Elínu og Vilborgu Vilmundardætur, en þær, ólust upp í Króki, litlum burstabæ sem er beint á móti félagsheimilinu Garðaholti.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Í Víðsjá í dag ræðir Kristín Eiríksdóttir rithöfundur um höfundarrétt og fleira í tengslum við umræðu sem fram hefur farið undanfarna daga um líkindi milli sjónvarpsþáttaraðarinnar Systrabönd í leikstjórn Silju Hauksdóttur, sem sýnd er í Sjónvarpi Símans, og leikrits Kristínar, Hystory, sem leikhópurinn Sokkabandið frumsýndi í Borgarleikhúsinu árið 2015. Kristín hefur ekki tjáð sig opinberlega um þetta mál hingað til en hún gerir það í Víðsjá í dag. Víðsjá hugar einnig í dag að miðlun á einu mesta menningardjásni þjóðarinnar, Konungsbók Eddukvæða, þegar listakonan Steiney Skúladóttir og Eva María Jónsdóttir verkefnastjóri hjá Stofnun Árna Magnússonar, verða teknar tali. Þær segja frá verkefni sem snýst um að miðla efni Konungsbókar Eddukvæða til nýrra kynslóða. Verkefnið er hluti af hátíðahöldum í tilefni þess að á miðvikudag í næstu viku verða fimmtíu ár liðin frá því að danska varðskipið Vædderen kom með Konungsbók og Flateyjarbók til Reykjavíkur og handritin komu heim. Í dag er alþjóðlegur dagur listarinnar, sem að þessu sinni er tileinkaður myndlistinni. Að því tilefni flytur Haraldur Jónsson myndlistarmaður ávarp í Víðsjá í dag. Og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur heldur áfram að tala um mótsagnir í sögu og samtíð. Í dag fjallar Halldór um The Great Reset, stóru endurræsinguna, og eftirplágusamfélagið.
Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Síðustu tvær vikur hafa Sovétríkin borið óvenjulega oft á góma hér í Lestinni. Í þætti dagsins ætlum við að halda áfram að horfa til austurs en fimmtudagsgestur Lestarinnar er Valur Gunnarsson rithöfundur, sagnfræðingur og blaðamaður. Valur hefur dvalist í Rússlandi, Eistlandi og Úkraínu og heimsótt flest hinna fyrrum Sovétríkjanna og í nýrri bók sinni Bjarmalönd, sem kemur út í dag, notar hann ferðasögur sinar frá þessum slóðum til að lýsa ástandinu í nokkrum fyrrum austantjaldslöndum og segja sögu þeirra.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Spegillinn 15.4 2021
Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir
Stjórnvöld í Noregi ætla að bíða með að taka ákvörðun um notkun á bóluefni Astrazeneca. Norska lýðheilsustofnunin vill að bóluefnið verði tekið úr umferð.
Embætti ríkissaksóknara hefur ákveðið að hækka ekki sektir fyrir brot á sóttkví. Ríkissaksóknari telur að sú heimild sóttvarnalæknis að skikka fólk sem rýfur sóttkví til að ljúka henni í sóttvarnarhúsi hafi mun meiri fælingarmátt en hækkun sekta.
Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við Heilsuvernd um yfirtöku á rekstri Öldrunarheimila Akureyrar. Bæjarstjórinn fagnar samningnum en reksturinn kostaði Akureyrarbæ 400 miljónir króna á síðasta ári. Rætt við Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra á Akureyri
Fjármálaeftirlitið hefur óskað eftir gögnum frá fyrirtækinu sem sendi innheimtukröfur á fólk vegna smálána. Neytendastofa hefur málið einnig til skoðunar. Fyrirtækið ætlar að breyta kröfunum þannig að þær endurspegli einungis höfuðstól lánanna.
Skoða þarf hvort vistun kvenna og karla saman í opnum fangelsum taki nægjanlegt mið af öryggi og þörfum kvenna. Þetta kemur fram í skýrslu setts umboðsmanns Alþingis.
Lengra efni:
Stefnt að því að leggja rafmagn upp að gosinu í Geldingadölum og í dag var byrjað að bera möl í stíginn að gosstöðvunum. Þá verða ráðnir landverðir eða starfsmenn til að taka við af björgunarsveitarmönnum. Arnar Páll Hauksson ræddi við Fannar Jónasson, bæjarstjora í Grindavík og Ólaf Jónsson, sviðssstjóra hjá Umhverfisstofnun
Aukin eftirspurn eftir vörum og þjónustu og hagstætt vaxtaumhverfi ætti að auka svigrúm fyrirtækja til að lækka verð segir, Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnisstjóri verðlagseftirlits ASÍ. Róbert Farestveit, sviðstjóri og hagfræðingur ASÍ telur að vaxtahækkanir séu ekki heppilegar til að halda aftur af verðbólgu. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Auði og Róbert um verðhækkanir og verðbólgu.
Í janúar 2018 heimsótti Emmanuel Macron Frakklandsforseti Theresu May þáverandi forsætisráðherra til að ræða erfitt mál, flóttamannamálin. En Macron kom einnig færandi hendi: boð um að árið 2022 myndu Frakkar lána Bretum Bayeux-refilinn, eina mestu þjóðargersemi Frakka. Nú er tvísýnt hvort úr því verði og aðstæður reyndar aðrar en þegar boðið kom. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá
Hljómboxið eru stórskemmtilegir spurningaþættir fyrir alla fjölskylduna þar sem krakkar og foreldrar þeirra keppa í því að hlusta.
Við heyrum ýmis skemmtileg brot úr kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, sturtusöngvarinn syngur fyrir okkur vel valin lög, við heyrum orð borin fram aftur á bak, reynum að greina dýrahljóð og skringilega útsett lög svo eitthvað sé nefnt.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir
Í dag er óvenjulegur þáttur í Hljómboxinu. Hvers vegna? Jú vegna þess að það eru engir keppendur í stúdíóinu. ÞIÐ eruð þátttakendurnir og getið spilað leikinn heima, í bílnum eða bara hvar sem er!
Myndið lið, finnið ykkur bjöllur eða aðra hljóðgjafa, búið til nafn á liðið ykkar, grípið blað og blýant og hlustið vel!
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir
Leikarar og sturtusöngvarar: Rúnar Freyr Gíslason, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Karl Pálsson
Dánarfregnir
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Á fimmtudögum í vetur koma sérfræðingar í þáttinn. Tinna Andrésdóttir, lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu var aftur með okkur, en hún var sérfræðingur þáttarins líka í síðustu viku. Hún er sérfræðingur í því að leysa ágreiningsmál sem kunna að koma upp í fjölbýlishúsum og hlustendur okkar sendu inn spurningar sem þau vonuðust eftir því að hún gæti svarað. Spurningarnar voru svo margar í síðustu viku að hún náði ekki að komast yfir þær allar, því samþykkti hún að koma aftur og reyna að ná í gegnum bunkann núna, en það hafa reyndar bæst spurningar við þær sem voru komnar. Spurningarnar sem hún fékk í dag sneru að til dæmis reykingum, bílageymslum og bílastæðavandamálum, partýstandi, óalandi nágrönnum og fleiru.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Elísabet Eik Guðmundsdóttir, verkefnastjóri á líftæknisviði hjá Matís: Þang og þari - notkunarmöguleikar og framtíð.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB: Hvernig tryggja má hagsmuni launafólks og almennings með réttlátum umskiptum
Stefán Gíslason með umhverfispistil um kolefnisfótspor eldgosa
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Síðustu tvær vikur hafa Sovétríkin borið óvenjulega oft á góma hér í Lestinni. Í þætti dagsins ætlum við að halda áfram að horfa til austurs en fimmtudagsgestur Lestarinnar er Valur Gunnarsson rithöfundur, sagnfræðingur og blaðamaður. Valur hefur dvalist í Rússlandi, Eistlandi og Úkraínu og heimsótt flest hinna fyrrum Sovétríkjanna og í nýrri bók sinni Bjarmalönd, sem kemur út í dag, notar hann ferðasögur sinar frá þessum slóðum til að lýsa ástandinu í nokkrum fyrrum austantjaldslöndum og segja sögu þeirra.
Næturútvarp Rásar 1.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Einn merkasti fornleifafundur í sögu Egyptalands síðan gröf Tútankamons kom í leitirnar er í fréttum. Er talið að þarna sé gullna borgin Lúxor fundin en uppgröftur á svæðinu hófst á haustmánuðum 2020. Upphaflega var verið að leita að hofi á svæðinu. Rústir borgarinnar sem í ljós kom eru mjög heillegar og þarna hafa fundist merkar mannvistarleifar. Talið er að borgin hafi verið miðstöð landsins fyrir 3000 árum. Við fengum Viðar Pálsson, dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands, til að segja okkur meira frá þessum merka fundi og hver sé saga Lúxor.
Anna Sigríður Þráinsdóttir kom til okkar í sitt vikulega í málfarsspjall.
Í gær ræddum við skýrslu um áhrif hraða á myndun svifryks í borginni og heyrðum við í skýrsluhöfundi Þresti Þorsteinssyni. Runólfur Ólafsson framkvæmdarstjóri FÍB rýndi í skýrsluna með okkur og segja sitt álit á henni.
Magnús Gottfreðsson, smitsjúkdómarlæknir og prófessor, kom til okkar og fór yfir stöðuna á bóluefnum eins og hún blasir við honum. Það er mjög mismundandi hvernig ríki haga sínum málum, til að hafa Danir hætt að nota bóluefni Astra Zeneca á meðan ísland hættir notkun þess hjá tilteknum hópum vegna aukaverkana.
og Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, kom í morgunkaffi en greint var frá því í gær að hún hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Icelandic startups og hættir því í pólitíkinni en hún hefur verið í borgarstjórn frá 2014.
Tónlist:
Helgi Björnsson og Salka Sól - Saman (höldum út)
Eagles - Tequila sunrise
Vance Joy - Riptide
Eyjólfur Kristjánsson og Björn Jörundur Friðbjörnsson - Álfheiður Björk
Bubbi Morthens og Bríet - Ástrós
Madonna - La isla bonita
Elísabet Ormslev - Sugar
Kaleo - Skinny
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Tæknimaður: Jón Þór Helgason
Útvarpsfréttir.
Morgunverkin er fyrst og fremst tónlistarþáttur þar sem Þórður Helgi spilar bara það besta sem heimurinn hefur alið af sér síðustu 30-40 árin.
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson
Stjórnin - Allt sem ég þrái
Maisie Peters - John Hughes movie
James bay - Hold back the river
Eliza Newman - Fagradalsfjall
Carolesdaugther - Violent
George Michael - Careless whisper
JetBlack Joe - Freedom ft. Sigríður Guðnadóttir
Adam & the Ants - Stand and deliver
Portugal the man - Feel it still
Magni - Áfram og uppávið
Rick James - Give it to me baby
Ellen Kristjáns - Veldu stjörnu Ft. John Grant
10:00
Stefán Hilmars - Heimur allur hlær
Twenty one pilots - Shy away
Silk City - New love Ft. Ellie Goulding
Soundgarden - Black hole sun
Weeknd - Save your tears
Of monsters and men - Destroyer
Lay Low - Little by little
Japanese Breakfast - Be sweet
Vinyl - Hún og þær
Tryggvi - Við erum eitt
Rockwell - Somebody watching me
Bubbi & Bríet - Ástrós
Warmland - Overboard
11:00
Upplýsingafundur Almannavarna
Kristín Sesselja - W.A.I.S.T.D.
Justin Bieber - Peaches
Daníel Óliver - Feels like home
Halli Reynis - Ísland á 19. öld (Plata vikunnar)
Yazoo - Don?t go
Cease tone, Rakel & JóiPé - Ég var að spá
Emmsjé Gauti & Elgi Sæmundur - Heim
12:00
Emilíana Torrini - Heartstopper
Magnús og Jóhann - Söknuður (Austurbær 07.05.2011)
REM - Losing my religion
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Ekki stendur til að láta af notkun bóluefnis AstraZeneca hér á landi líkt og Danir hafa ákveðið. Klukkan tvö í dag ætla heilbrigðisyfirvöld í Noregi að tilkynna hvort notkun þess hefst á ný.
Ríkisendurskoðun efast um að raunverulegar viðræður hafi átt sér stað um björgun WOW Air síðustu dagana sem félagið starfaði. Samgöngustofa er gagnrýnd fyrir að hafa látið viðskiptalega hagsmuni flugfélagsins ráða för í ákvarðanatöku sinni.
Á annað þúsund manns hafa sett sig í samband við Neytendasamtökin síðasta sólarhring vegna innheimtu smálána. Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur kallað eftir gögnum frá innheimtufyrirtækinu.
Talibanar segjast hafa unnið stríðið í Afganistan. Margir óttast að þeir nái aftur völdum eftir að Bandaríkin og Nato tilkynntu um brottför hermanna frá landinu.
Það voru ekki rafstrengir sem kveiktu í Lagarfljótsbrú eins og talið var heldur logaði í gömlum símastrengjum. Brúin er lítið skemmd eftir brunann en nýlagt brúargólfið hefur spænst upp í vetur og þarf að skipta um stóran hluta þess.
Real Madrid mætir Chelsea og Manchester City og Paris Saint-Germain eigast við í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. 8-liða úrslitum keppninnar lauk í gærkvöld.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Við í Síðdegisútvarpinu höfum verið dugleg við að fjalla um íslensk hlaðvörp að undanförnu. Nú er komið að hlaðvarpinu Alveg Dagsatt. Það er í umsjón Dags Gunnarssonar fyrrverandi starfsmanns Rásar 1. Í hlaðvarpinu ræðir Dagur eingöngu við konur, fær frá þeir skemmtilegar sögur og segir þeim svo sjálfur sínar sögur. Hver gestur fær að velja tvær sögur frá Degi. Í þessum þáttum er einnig drukkinn bjór og borðaður lakkrís á meðan sögurnar eru sagðar. Dagur segir okkur nánar frá Alveg Dagsatt.
Það er orðið daglegt brauð að hinu og þessu sé frestað eða aflýst útaf faraldrinum. Í síðustu viku var til dæmis hinum þekktu Andrésar Andar skíðaleikum á Akureyri frestað fram í maí, en í dag bárust hins vegar fréttir um að hætt væri við þau áform og leikarnir fara því fram í næstu viku, á sumardaginn fyrsta. Gígja Hólmgeirsdóttir fær Fjalar Úlfarsson formann Andrésarnefndarinnar til sín í hljóðstofu á Akureyri og heyrir allt um þetta.
Það hefur verið mikið að gera hjá Neytendasamtökunum undanfarna daga eftir að fyrirtækið BPO innheimta hóf að senda innheimtukröfur á fólk vegna smálána. Í tilkynningu frá fyrirtækinu BPO kemur fram að þeir hafi keypt 24 þúsund smálánakröfur sem áður voru í eigu E-commerce. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna hann kemur til okkar á eftir og útskýrir fyrir okkur hvað þarna er á ferðinni.
Marrið í stiganum eftir Evu Björgu Ægisdóttur er tilnefnt sem frumraun ársins til hinna virtu CWA Daggers verðlauna í Bretlandi en það eru hin virtu samtök breskra glæpasagnahöfunda sem standa að verðlaununum. Þetta hlýtur að teljast til tíðinda enda kemur mikið út af glæpasögum í heiminum á hverju ári, og fáar komast í gegnum nálaraugað í Bretlandi. Við heyrum í Evu Björgu.
Afleiðingar Covid 19 eru margskonar og sumar ófyrirséðar. Sæðisbanki Svíþjóðar er að tæmast samkvæmt yfirmanni frjósemismeðferðar hjá háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg. En hvernig er staðan hér á Íslandi. Er bankinn hér einnig að tæmast eða er nóg til? Signý Hersisdóttir fósturfræðingur frá Livio veit meira um stöðuna.
Útvarpsfréttir.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Spegillinn 15.4 2021
Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir
Stjórnvöld í Noregi ætla að bíða með að taka ákvörðun um notkun á bóluefni Astrazeneca. Norska lýðheilsustofnunin vill að bóluefnið verði tekið úr umferð.
Embætti ríkissaksóknara hefur ákveðið að hækka ekki sektir fyrir brot á sóttkví. Ríkissaksóknari telur að sú heimild sóttvarnalæknis að skikka fólk sem rýfur sóttkví til að ljúka henni í sóttvarnarhúsi hafi mun meiri fælingarmátt en hækkun sekta.
Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við Heilsuvernd um yfirtöku á rekstri Öldrunarheimila Akureyrar. Bæjarstjórinn fagnar samningnum en reksturinn kostaði Akureyrarbæ 400 miljónir króna á síðasta ári. Rætt við Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra á Akureyri
Fjármálaeftirlitið hefur óskað eftir gögnum frá fyrirtækinu sem sendi innheimtukröfur á fólk vegna smálána. Neytendastofa hefur málið einnig til skoðunar. Fyrirtækið ætlar að breyta kröfunum þannig að þær endurspegli einungis höfuðstól lánanna.
Skoða þarf hvort vistun kvenna og karla saman í opnum fangelsum taki nægjanlegt mið af öryggi og þörfum kvenna. Þetta kemur fram í skýrslu setts umboðsmanns Alþingis.
Lengra efni:
Stefnt að því að leggja rafmagn upp að gosinu í Geldingadölum og í dag var byrjað að bera möl í stíginn að gosstöðvunum. Þá verða ráðnir landverðir eða starfsmenn til að taka við af björgunarsveitarmönnum. Arnar Páll Hauksson ræddi við Fannar Jónasson, bæjarstjora í Grindavík og Ólaf Jónsson, sviðssstjóra hjá Umhverfisstofnun
Aukin eftirspurn eftir vörum og þjónustu og hagstætt vaxtaumhverfi ætti að auka svigrúm fyrirtækja til að lækka verð segir, Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnisstjóri verðlagseftirlits ASÍ. Róbert Farestveit, sviðstjóri og hagfræðingur ASÍ telur að vaxtahækkanir séu ekki heppilegar til að halda aftur af verðbólgu. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Auði og Róbert um verðhækkanir og verðbólgu.
Í janúar 2018 heimsótti Emmanuel Macron Frakklandsforseti Theresu May þáverandi forsætisráðherra til að ræða erfitt mál, flóttamannamálin. En Macron kom einnig færandi hendi: boð um að árið 2022 myndu Frakkar lána Bretum Bayeux-refilinn, eina mestu þjóðargersemi Frakka. Nú er tvísýnt hvort úr því verði og aðstæður reyndar aðrar en þegar boðið kom. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Það er sungið um ást og þjáningar eins og venjulega í Undiröldu kvöldsins af sveitunnum Hipsumhaps og The Vintage Caravan. Önnur sem vilja upp á dekk með nýtt efni eru þau Sólborg eða Suncity ásamt La Melo, Daníel Hjálmtýsson, Finn Dal, Volcano Victims og Love Guru.
Lagalistinn
Hipsumhaps - Þjást
Suncity ásamt La Melo- Adios
Daníel Hjálmtýsson - Coloring A Cloud
Finn Dal - History Is Old News
Volcano Victims - Closer
The Vintage Caravan - Can't get you off my mind
Love Guru - Selfoss 2 1
Fréttastofa RÚV.
Tónleikaupptökur víðsvegar að úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.
Það sem við ætlum að hlusta á í Konsert vikunnar eru tónleikar með þeim heiðursmönnum Magnúsi og Jóhanni sem fóru fram í Austurbæ þann 7.maí fyrir áratug ? árið 2011. Tónleikarnir voru haldnir í tilefni af útgáfu plötunnar Magnús og Jóhann ? Ástin og lífið í 40 ár. þeim Magga og Jóa til aðstoðar voru; Hljómsveitarstjórinn Jón Ólafsson, Kristinn Snær Agnarsson trommari, Eiður Arnarson á bassa og Stefán Már Magnússon á gítar.