06:50
Morgunútvarpið
15. apr. - Lúxor, málfar, umferðarhraði, bóluefni og Kristín Soffía
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Einn merkasti fornleifafundur í sögu Egyptalands síðan gröf Tútankamons kom í leitirnar er í fréttum. Er talið að þarna sé gullna borgin Lúxor fundin en uppgröftur á svæðinu hófst á haustmánuðum 2020. Upphaflega var verið að leita að hofi á svæðinu. Rústir borgarinnar sem í ljós kom eru mjög heillegar og þarna hafa fundist merkar mannvistarleifar. Talið er að borgin hafi verið miðstöð landsins fyrir 3000 árum. Við fengum Viðar Pálsson, dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands, til að segja okkur meira frá þessum merka fundi og hver sé saga Lúxor.

Anna Sigríður Þráinsdóttir kom til okkar í sitt vikulega í málfarsspjall.

Í gær ræddum við skýrslu um áhrif hraða á myndun svifryks í borginni og heyrðum við í skýrsluhöfundi Þresti Þorsteinssyni. Runólfur Ólafsson framkvæmdarstjóri FÍB rýndi í skýrsluna með okkur og segja sitt álit á henni.

Magnús Gottfreðsson, smitsjúkdómarlæknir og prófessor, kom til okkar og fór yfir stöðuna á bóluefnum eins og hún blasir við honum. Það er mjög mismundandi hvernig ríki haga sínum málum, til að hafa Danir hætt að nota bóluefni Astra Zeneca á meðan ísland hættir notkun þess hjá tilteknum hópum vegna aukaverkana.

og Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, kom í morgunkaffi en greint var frá því í gær að hún hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Icelandic startups og hættir því í pólitíkinni en hún hefur verið í borgarstjórn frá 2014.

Tónlist:

Helgi Björnsson og Salka Sól - Saman (höldum út)

Eagles - Tequila sunrise

Vance Joy - Riptide

Eyjólfur Kristjánsson og Björn Jörundur Friðbjörnsson - Álfheiður Björk

Bubbi Morthens og Bríet - Ástrós

Madonna - La isla bonita

Elísabet Ormslev - Sugar

Kaleo - Skinny

Var aðgengilegt til 15. apríl 2022.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,