12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 15. apríl 2021
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Ekki stendur til að láta af notkun bóluefnis AstraZeneca hér á landi líkt og Danir hafa ákveðið. Klukkan tvö í dag ætla heilbrigðisyfirvöld í Noregi að tilkynna hvort notkun þess hefst á ný.

Ríkisendurskoðun efast um að raunverulegar viðræður hafi átt sér stað um björgun WOW Air síðustu dagana sem félagið starfaði. Samgöngustofa er gagnrýnd fyrir að hafa látið viðskiptalega hagsmuni flugfélagsins ráða för í ákvarðanatöku sinni.

Á annað þúsund manns hafa sett sig í samband við Neytendasamtökin síðasta sólarhring vegna innheimtu smálána. Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur kallað eftir gögnum frá innheimtufyrirtækinu.

Talibanar segjast hafa unnið stríðið í Afganistan. Margir óttast að þeir nái aftur völdum eftir að Bandaríkin og Nato tilkynntu um brottför hermanna frá landinu.

Það voru ekki rafstrengir sem kveiktu í Lagarfljótsbrú eins og talið var heldur logaði í gömlum símastrengjum. Brúin er lítið skemmd eftir brunann en nýlagt brúargólfið hefur spænst upp í vetur og þarf að skipta um stóran hluta þess.

Real Madrid mætir Chelsea og Manchester City og Paris Saint-Germain eigast við í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. 8-liða úrslitum keppninnar lauk í gærkvöld.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,