17:03
Lestin
Bjarmalandsför Vals
Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Síðustu tvær vikur hafa Sovétríkin borið óvenjulega oft á góma hér í Lestinni. Í þætti dagsins ætlum við að halda áfram að horfa til austurs en fimmtudagsgestur Lestarinnar er Valur Gunnarsson rithöfundur, sagnfræðingur og blaðamaður. Valur hefur dvalist í Rússlandi, Eistlandi og Úkraínu og heimsótt flest hinna fyrrum Sovétríkjanna og í nýrri bók sinni Bjarmalönd, sem kemur út í dag, notar hann ferðasögur sinar frá þessum slóðum til að lýsa ástandinu í nokkrum fyrrum austantjaldslöndum og segja sögu þeirra.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,