06:50
Morgunvaktin
Sameiningar sveitarfélaga, Afganistan og styrkir
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Allir bandarískir hermenn í Afganistan verða komnir heim fyrir 11. september, að ákvörðun Bidens forseta. Lýkur þar með hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna í landinu sem segja má að hafi byrjað með loftárásum 7. október 2001 í kjölfar Al Kaída á Bandaríkin 11. september það ár. Nató ætlar líka. Bogi Ágústsson sagði frá í spjalli um erlend málefni í Heimsglugganum eftir Morgunfréttir. Bóluefni voru líka á dagskrá en efnin frá AstraZeneca og Janssen hafa ekki reynst sem skyldi.

Umfangsmiklar vísindarannsóknir og vinsælar kvikmyndir hérlendis undanfarin ár eiga það sameiginlegt að hafa hlotið styrki úr Evrópusamstarfi til að hægt sé að ráðast í þær. Rannís heldur utan um styrkjakerfin sem við tökum þátt í og nýjar áætlanir verða kynntar í þeim efnum í dag. Ágúst Hjörtur Ingólfsson, sviðsstjóri rannsókna- og nýsköpunarsviðs hjá Rannís, kom til okkar og sagði frá nýju áætlununum og þeim ávinningi sem Ísland hefur notið.

69 sveitarfélög eru í landinu en útlit er fyrir að þeim kunni að fækka aðeins á næstunni. Kosningar um sameiningu nokkurra sveitarfélaga standa fyrir dyrum. Sumum finnst þó ekki nóg að gert og telja að sveitarfélögin eigi að vera miklu færri - og þar með stærri og fjölmennari - og vilja jafnvel inngrip með handafli - en aðrir vilja að lítil og fámenn sveitarfélög eigi að fá að vera í friði. Þessi mál og fleiri tengd sveitarfélögunum ræddum við við Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði og formann Sambands sveitarfélaga.

Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Tónlist:

Vorið er komið - Magnús og Jóhann

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,