18:30
Hljómboxið
Þorir þú að keppa? - 2
Hljómboxið

Hljómboxið eru stórskemmtilegir spurningaþættir fyrir alla fjölskylduna þar sem krakkar og foreldrar þeirra keppa í því að hlusta.

Við heyrum ýmis skemmtileg brot úr kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, sturtusöngvarinn syngur fyrir okkur vel valin lög, við heyrum orð borin fram aftur á bak, reynum að greina dýrahljóð og skringilega útsett lög svo eitthvað sé nefnt.

Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Í dag er óvenjulegur þáttur í Hljómboxinu. Hvers vegna? Jú vegna þess að það eru engir keppendur í stúdíóinu. ÞIÐ eruð þátttakendurnir og getið spilað leikinn heima, í bílnum eða bara hvar sem er!

Myndið lið, finnið ykkur bjöllur eða aðra hljóðgjafa, búið til nafn á liðið ykkar, grípið blað og blýant og hlustið vel!

Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Leikarar og sturtusöngvarar: Rúnar Freyr Gíslason, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Karl Pálsson

Var aðgengilegt til 15. apríl 2022.
Lengd: 20 mín.
e
Endurflutt.
,