18:30
Undiraldan
Barnalag frá Hafdisi Huld og Eden frá Auði ásamt Flona
Undiraldan

Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .

Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.

Páskarnir búnir og komin tími til að kíkja á útgáfuna um og yfir hátíðarnar. Auður og Floni gáfu út þröngskífuna Eden og ein mest streymda tónlistarkona landsins sendi frá sér fyrsta lag af væntanlegri plötu fyrir börnin. Auk þess koma við sögu Greyskies, Kristín Sesselja, House of deLay and the Crown Jules, Már og Iva, Járnrós og Blóðmör.

Lagalistinn

Auður og Floni - Að morgni til

Greyskies - Rhoads

Kristín Sesselja - What am I Supposed To Do

House of deLay and the Crown Jules - Fake Up

Már og Iva - Vinurinn vor

Hafdís Huld - Sól sól skýn á mig

Járnrós - Sofðu vel

Blóðmör - Brennivín

Var aðgengilegt til 06. apríl 2022.
Lengd: 30 mín.
,