Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Baldur Rafn Sigurðsson flytur.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Dominospitsastaðirnir voru á dögunum seldir fyrir tæpa þrjá milljarða króna, eftir því sem fregnir herma. Nýr eigandi er að eignast keðjuna í þriðja sinn og að þessu sinni eru meðeigendurnir umsvifamiklir fjárfestar og athafnamenn. Þórður Snær Júlíusson sagði okkur frá þessum nýjustu vendingum í pitsubransanum í spjalli um efnahag og samfélag. Afkoma Bláa lónsins og framtíðarhorfur nýsköpunarfyrirtækja voru einnig á dagskrá.
Frá falli Berlínarmúrsins hafa kanslarar Þýskalands verið ýmist úr Jafnaðarmannaflokknum eða Kristilega demókrataflokknum. Kristilegir raunar í 23 ár af þeim um það bil 30 sem liðin eru. Nú er því hins vegar spáð að Græningi verði kanslari. Arthúr Björgvin Bollason fór yfir pólitíska landslagið í Þýskalandi í Berlínarspjalli dagsins.
Og svo er það sagan; 125 ár eru í dag síðan Ólympíuleikarnir - hinir endurvöktu - hófust í Aþenu í Grikklandi. Fyrstu nútíma-Ólympíuleikarnir voru sumsé settir 6. apríl 1896. Keppt var í 42 íþróttagreinum, 241 íþróttamaður tók þátt - bara karlar. Af þessu tilefni spjölluðum við um Ólympíuleikana í þættinum í dag, bæði um þessa fyrstu og þá sem í hönd fara austur í Tokyo í sumar. Til okkar komu Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, og Andri Stefánsson, sviðsstjóri afreks- og ólympíusviðs ÍSÍ.
Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Tónlist:
Þrír litlir krossar - Brimkló
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Útvarpsfréttir.
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Stefán Ingi rifjar upp þegar hann hitti afa sinn Stefán Íslandi á Droplaugarstöðum. Í þættinum ræðir hann sönginn, kennsluna og Elvis Presley.
Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Lesandi vikunnar kom í þáttinn í dag á þriðjudegi, þar sem það var ekki þáttur í gær á öðrum í páskum. Lesandinn í þetta sinn var Lóa Hjálmtýsdóttir, myndasöguhöfundur, teiknari og tónlistarkona. Hún var einn höfunda Skaupsins í fyrra og hitteðfyrra og barnabókin hennar Grísafjörður hlaut tilnefningu til barnabókaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir skemmstu. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina.
Nýlega var opnaður upplýsingavefur fyrir Strandir www.strandir.is, þar geta gestir, íbúar og þeir sem hugsa sér mögulega að flytja á Strandir aflað sér upplýsinga af ýmsu tagi. Auglýsingastofan Aldeilis setti upp vefinn en Silja Ástudóttir er ritstýra og verkefnisstýra. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, settist niður með Silju og þær fóru yfir ýmislegt sem þar má finna.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Útvarpsfréttir.
Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
Í fyrri hluta Hádegisins kíkjum við á heimilisfjármálin með Gunnari Dofra Ólafssyni, stjórnanda hlaðvarpsþáttarins Leitin að peningunum. Í dag tekur hann lán - þann nánast óumflýjanlega fylgifisk lífsins - fyrir. Hvað eru góð lán og slæm - innan gæsalappa - og hvernig er hægt að greina á milli þeirra?
Í síðari hluta þáttarins einblínum við á kórónuveiruna, og áhrif hennar á samfélög hér heima og erlendis. Á fimmtdag tók umdeild reglugerð í gildi sem skikkaði alla komufarþega sem koma frá skilgreindum áhættusvæðum að dvelja í sóttkví eða einangrun í sóttvarnahúsi milli fyrri og síðari sýnatöku. Undanskildir voru þeir sem framvísa vottorði um fyrri sýkingu eða bólusetningarvottorði. Fimm kærur voru lagðar fram í kjölfarið og þrjár þeirra voru svo teknar fyrir dóm í gær og Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði að ríkið mætti ekki skikka þá í sóttkví í sóttvarnahúsi sem kærðu dvölina. Kærurnar voru lagðar fram á þeim grundvelli að um ólöglega frelsissviptingu væri að ræða. Í gagnkröfu sóttvarnalæknis segir að það sé mat bæði hans og heilbrigðisráðherra að aðgerðin sé lögleg og gangi ekki lengra en nauðsynlegt er til að vernda lýðheilsu. Niðurstöðu Héraðsdóms hefur verið áfrýjað til Landsréttar.
Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.
Útvarpsfréttir.
Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur um að ekki megi skikka fólk til dvalar á sóttvarnahóteli gæti komið í veg fyrir að hægt verði að létta á sóttvarnaaðgerðum innanlands, segir sóttvarnalæknir. Hann hefur ákveðið að áfrýja dómnum.
Reglur á landamærum voru rýmkaðar á miðnætti. Nú má fólk frá löndum utan Schengen koma til landsins sé það með mótefni gegn kórónuveirunni. Yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir mikla lagalega óvissu gera lögreglu erfitt fyrir. Erlendir ferðamenn frá hárauðum löndum sem ekki geta sýnt fram á hótelbókun verða skikkaðir á sóttkvíarhótel, aðrir ekki.
Formaður velferðanefndar Alþingis segir framkvæmdir sóttvarnaraðgerða alfarið á ábyrgð heilbrigðisráðherra, ekki sóttvarnarlæknis. Fundur nefndarinnar með heilbrigðisyfirvöldum stendur enn yfir.
Tengsl eru milli bóluefnis Astra Zeneca við Covid nítján og blóðtappamyndun, segir yfirmaður bóluefnadeildar Evrópsku lyfjastofnunarinnar. Fleiri tilfelli blóðtappa séu hjá yngra fólki en búast hefði mátt við.
Lokað verður upp að gosstöðvunum í Geldinga- og Meradölum í dag vegna mengunarhættu. Ný 150 metra yfirborðssprunga á milli gosanna kom í ljós í nótt. Heildarkvikustreymi á svæðinu hefur aukist eftir að nýju sprungurnar opnuðust í gær.
Grænlendingar kjósa bæði til þings og sveitastjórna í dag, stjórnarandstöðunni var spáð framgangi í þingkosningunum í nýlegri könnun, en margir kjósendur voru enn óákveðnir.
Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta segir ágætis stíganda í liðinu en íslenska liðið mætir Slóveníu í umspili um sæti á HM síðar í mánuðinum.
Dánarfregnir
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Ásdís Marí Kristjánsdóttir og Karín Ósk Eiríksdóttir úr björgunarsveitinni Þorbirni: lýsa undanförnum dögum, bæði af vettvangi goss og í Grindavík.
Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir, doktor í efnisverkfræði, er vísindamaður vikunnar: um varmafræði og orkuskipti á Íslandi fyrir 2040.
Páll Líndal, umhverfissálfræðingur: umhverfispistill
Útvarpsfréttir.
Lofthelgin býður hlustendum að fljóta frjálslega í tíma og rúmi á lignu hafi hughrifatónlistar. Frá endurómi fortíðar til nýjustu strauma 21. aldarinnar leitum við heimshornanna á milli að réttri stemningu og andrúmslofti til að leiða hlustandann á ný mið andans. Út fyrir endimörk algleymis.
Umsjón er í höndum Friðriks Margrétar-Guðmundsson.
Útvarpsfréttir.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Hvernig brugðust Rómarkeisarar af fyrstu fregnum af nýjum söfnuði sem kenndur var við dularfullan Gyðing, sem kallaður var Kristur? Claudius rak þá frá Róm, Neró kveikti í þeim, Domitianus ofsótti þá en Trajanus reyndi að svara samviskusamlega merkilegri fyrirspurn frá landstjóra sínum Pliníusi yngra. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Í Viðsjá í dag verður meðal annars hugað að sýningunni Eilíf endurkoma sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum þar sem verk samtímalistamanna eru sett í samhengi við verk Kjarvals. Einnig verður í Víðsjá í dag rætt við Árna Óskarsson um nýja þýðingu hans á skáldsögunni hið stutta bréf og hin langa kveðja eftir austuríska Nóbelsverðlaunahöfundinn Peter Handke en bókin kom á dögunum út hjá bókaforlaginu Uglu. Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um skáldsöguna Ef við værum á venjulegum stað eftir mexíkóska rithöfundinn Juan Pablo Villalobos sem komin er út í íslenskri þýðingu Jóns Halls Stefánssonar. Og í tónlistarhorni Víðsjár, Heyrandi nær, fer Arnljótur Sigurðsson með hlutstendur í ferðalag til Mongólíu og Marokkó og fjallar um netforritið radio.garden.
Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Yfir hátíðarnar hljómuðu þættir um heim Walt Disney teiknimynda hér á Rás 1, þættir sem nefnast Veröldin hans Walts. Þeir fóru um víðan völl, veltu fyrir sér hvort fataskápar gætu verið kynæsandi og afhverju disney dýr eru með ofvaxin augu auk þess sem sitthvor þátturinn tók fyrir illmenni og fatlanir. En hvað þá með fötluð illmenni? Við heyrum það sem út af stóð af samtali við Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur, barnabókahöfund og Ingu Björk Margrétar Bjarnadóttur, listfræðing og baráttukonu.
Sjónvarpsþættirnir Systrabönd rötuðu inn á Sjónvarp Símans fyrir páska og sjónvarpsrýnir Lestarinnar, Katrín Guðmundsdóttir sá þá alla. Þættirnir fjalla um þrjár æskuvinkonur sem þurfa að horfast í augu við drungalega fortíð.
Og við kynnum okkur athyglisverða söguna á bakvið safnplötuna Red Wave, sem kom út fyrir 35 árum, árið 1986. Á plötunni heyrðu vesturlandabúar í fyrsta skipti tónlist úr sovésku neðanjarðarrokksenunni, en rokktónlist hafði verið bönnuð að mestu leyti þar í landi. Til að gera útgáfuna að veruleika smyglaði ung amerísk tónlistarkona, Joanna stingray, græjum og upptökum yfir landamærin. Við heyrum um Jóhönnu Stingskötu og síð-sovésku nýbylgjuna.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Heilbrigðisráðherra segir að reglugerð um að skylda farþega frá áhættusvæðum í sóttkví á sóttkvíarhótel hafi verið sett í góðri trú. Staðfesti landsréttur niðurstöðu hérðasdóms um að lagastoð skorti verði brugðist við því.
Sárafáir þeirra sem komu til landsins með flugi í dag fóru á sóttkvíarhótel, segir yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. Karlmaður sem ákvað að fara heim til sín og kona sem ákvað að fara á sóttkvíarhótel gefa sömu skýringuna, það hafi verið þægilegast.
Lögfræðinga greinir á um hvort úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur sýni brotalamir í sóttvarnarlögum. Reglugerð heilbrigðisráðherra hafi hins vegar skort lagastoð.
Eldfjallafræðingur segir líklegt að nýtt gosskeið sé hafið á Reykjanesskaga. Gosið nú muni að líkindum standa í langan tíma en ekki sé þó líklegt að hraun renni yfir Suðurstrandarveg fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári.
Nemendur í Fossvogsskóla geta snúið aftur til náms í Korpuskóla á morgun. Viðgerðir hafa staðið yfir í Korpuskóla um páskana eftir að rakaskemmdir komu þar í ljós.
Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómum segir að sýkingarmáttur breska veiruafbrigðisins sem gangi hér nú sé meiri en eldri afbrigða og því þurfi hertar aðgerðir til að sporna við ástandinu. Ef það sé ekki gert aukist líkur á hópsmiti hér á landi. Hann vonar að stjórnmálamenn byggi traustari lagastoð undir aðgerðirnar. Bergljót Baldursdóttir talaði við Magnús.
Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir að ef hraun nái að flæða yfir Suðurstrandarveg verði það ekki fyrr en í fyrsla lagi á næsta ári. Hann segir líklegt að hafið sé nýtt gosskeið á Reykjanesskaga. Horfur sé á að gosið nú mun standa yfir í langan tíma. Hann segir að nýja gosið sé meira og minna hrein viðbót við gosið í Geldinadölum. Því megi segja að það sé verið að tvöfalda framleiðnina. Arnar Páll Hauksson talaði við Þorvald Þórðarson.
Boris Johnson forsætisráðherra Breta kynnti í gær 2. stig í afléttingu Covid-19 takmarkana, sem verður 12. apríl. Ferðamöguleikar Breta utanlands í sumar eru þó enn óljósir og stærsta spurningin er, eftir sem áður, hvort og þá hvernig bólusetningarvottorð verði gerð að skyldu. Sigrún Davíðsdóttir sagi frá.
Umsjón: Fríða María Ásbergsdóttir.
Núna er apríl og þá er líka blár apríl. Markmiðið með bláum apríl er að fræða fólk um einhverfu og því mun það vera þema þáttarins í mánuðinum. Í fyrsta þættinum fær Fríða hana Laufeyju Gunnarsdóttur til sín í spjall en hún er þroskaþjálfi og einhverfuráðgjafi sem sérhæfir sig í stelpum á einhverfurófi. Er einhverfa hjá stelpum öðruvísi en hjá strákum?
Viðmælandi: Laufey Gunnarsdóttir
Umsjón: Fríða María Ásbergsdóttir
Dánarfregnir
Tónleikahljóðritanir frá Sambandi evrópskra útvarpsstöðva.
Umsjón: Bergljót Haraldsdóttir og Guðni Tómasson.
Hljóðritun frá tónleikum Berlínarfílharmoníunnar þann 17. september síðastliðinn. Á efnisskránni fiðlukonsert Albans Berg og sinfónía nr. 5 eftir Antonín Dvorák. Einleikari er Frank Peter Zimmermann en stjórnandi Kirill Petrenko.
Umsjón: Guðni Tómasson
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Lesandi vikunnar kom í þáttinn í dag á þriðjudegi, þar sem það var ekki þáttur í gær á öðrum í páskum. Lesandinn í þetta sinn var Lóa Hjálmtýsdóttir, myndasöguhöfundur, teiknari og tónlistarkona. Hún var einn höfunda Skaupsins í fyrra og hitteðfyrra og barnabókin hennar Grísafjörður hlaut tilnefningu til barnabókaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir skemmstu. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina.
Nýlega var opnaður upplýsingavefur fyrir Strandir www.strandir.is, þar geta gestir, íbúar og þeir sem hugsa sér mögulega að flytja á Strandir aflað sér upplýsinga af ýmsu tagi. Auglýsingastofan Aldeilis setti upp vefinn en Silja Ástudóttir er ritstýra og verkefnisstýra. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, settist niður með Silju og þær fóru yfir ýmislegt sem þar má finna.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Ásdís Marí Kristjánsdóttir og Karín Ósk Eiríksdóttir úr björgunarsveitinni Þorbirni: lýsa undanförnum dögum, bæði af vettvangi goss og í Grindavík.
Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir, doktor í efnisverkfræði, er vísindamaður vikunnar: um varmafræði og orkuskipti á Íslandi fyrir 2040.
Páll Líndal, umhverfissálfræðingur: umhverfispistill
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Yfir hátíðarnar hljómuðu þættir um heim Walt Disney teiknimynda hér á Rás 1, þættir sem nefnast Veröldin hans Walts. Þeir fóru um víðan völl, veltu fyrir sér hvort fataskápar gætu verið kynæsandi og afhverju disney dýr eru með ofvaxin augu auk þess sem sitthvor þátturinn tók fyrir illmenni og fatlanir. En hvað þá með fötluð illmenni? Við heyrum það sem út af stóð af samtali við Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur, barnabókahöfund og Ingu Björk Margrétar Bjarnadóttur, listfræðing og baráttukonu.
Sjónvarpsþættirnir Systrabönd rötuðu inn á Sjónvarp Símans fyrir páska og sjónvarpsrýnir Lestarinnar, Katrín Guðmundsdóttir sá þá alla. Þættirnir fjalla um þrjár æskuvinkonur sem þurfa að horfast í augu við drungalega fortíð.
Og við kynnum okkur athyglisverða söguna á bakvið safnplötuna Red Wave, sem kom út fyrir 35 árum, árið 1986. Á plötunni heyrðu vesturlandabúar í fyrsta skipti tónlist úr sovésku neðanjarðarrokksenunni, en rokktónlist hafði verið bönnuð að mestu leyti þar í landi. Til að gera útgáfuna að veruleika smyglaði ung amerísk tónlistarkona, Joanna stingray, græjum og upptökum yfir landamærin. Við heyrum um Jóhönnu Stingskötu og síð-sovésku nýbylgjuna.
Næturútvarp Rásar 1.