23:05
Lestin
Systrabönd, Síð-sovéska nýbylgjan, fötluð Disney-illmenni
Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Yfir hátíðarnar hljómuðu þættir um heim Walt Disney teiknimynda hér á Rás 1, þættir sem nefnast Veröldin hans Walts. Þeir fóru um víðan völl, veltu fyrir sér hvort fataskápar gætu verið kynæsandi og afhverju disney dýr eru með ofvaxin augu auk þess sem sitthvor þátturinn tók fyrir illmenni og fatlanir. En hvað þá með fötluð illmenni? Við heyrum það sem út af stóð af samtali við Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur, barnabókahöfund og Ingu Björk Margrétar Bjarnadóttur, listfræðing og baráttukonu.

Sjónvarpsþættirnir Systrabönd rötuðu inn á Sjónvarp Símans fyrir páska og sjónvarpsrýnir Lestarinnar, Katrín Guðmundsdóttir sá þá alla. Þættirnir fjalla um þrjár æskuvinkonur sem þurfa að horfast í augu við drungalega fortíð.

Og við kynnum okkur athyglisverða söguna á bakvið safnplötuna Red Wave, sem kom út fyrir 35 árum, árið 1986. Á plötunni heyrðu vesturlandabúar í fyrsta skipti tónlist úr sovésku neðanjarðarrokksenunni, en rokktónlist hafði verið bönnuð að mestu leyti þar í landi. Til að gera útgáfuna að veruleika smyglaði ung amerísk tónlistarkona, Joanna stingray, græjum og upptökum yfir landamærin. Við heyrum um Jóhönnu Stingskötu og síð-sovésku nýbylgjuna.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 56 mín.
e
Endurflutt.
,