06:50
Morgunvaktin
Vonast til að Ísland sendi 6 til 8 á Ólympíuleika í sumar
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Dominospitsastaðirnir voru á dögunum seldir fyrir tæpa þrjá milljarða króna, eftir því sem fregnir herma. Nýr eigandi er að eignast keðjuna í þriðja sinn og að þessu sinni eru meðeigendurnir umsvifamiklir fjárfestar og athafnamenn. Þórður Snær Júlíusson sagði okkur frá þessum nýjustu vendingum í pitsubransanum í spjalli um efnahag og samfélag. Afkoma Bláa lónsins og framtíðarhorfur nýsköpunarfyrirtækja voru einnig á dagskrá.

Frá falli Berlínarmúrsins hafa kanslarar Þýskalands verið ýmist úr Jafnaðarmannaflokknum eða Kristilega demókrataflokknum. Kristilegir raunar í 23 ár af þeim um það bil 30 sem liðin eru. Nú er því hins vegar spáð að Græningi verði kanslari. Arthúr Björgvin Bollason fór yfir pólitíska landslagið í Þýskalandi í Berlínarspjalli dagsins.

Og svo er það sagan; 125 ár eru í dag síðan Ólympíuleikarnir - hinir endurvöktu - hófust í Aþenu í Grikklandi. Fyrstu nútíma-Ólympíuleikarnir voru sumsé settir 6. apríl 1896. Keppt var í 42 íþróttagreinum, 241 íþróttamaður tók þátt - bara karlar. Af þessu tilefni spjölluðum við um Ólympíuleikana í þættinum í dag, bæði um þessa fyrstu og þá sem í hönd fara austur í Tokyo í sumar. Til okkar komu Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, og Andri Stefánsson, sviðsstjóri afreks- og ólympíusviðs ÍSÍ.

Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Tónlist:

Þrír litlir krossar - Brimkló

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,