17:03
Lestin
Heimsókn til Sisimiut, OG Maco, eftirmálar HM95, óskarstilnefningar
Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.

Fyrir þrjátíu árum síðan ríkti mikil bjartsýni og stórhugur meðal íslenskra handboltaunnenda, en þá, árið 1995 hélt Ísland einmitt heimsmeistaramótið í handbolta - fyrsta og eina skiptið sem Ísland hefur haldið stórmót í boltaíþrótt. Að þessu tilefni höfum við verið að endurflytja örseriuna “Þegar Ísland hélt stórmót” sem við Anna Marsibil Clausen gerðum hér í Lestinni fyrir nokkrum árum um þetta sögulega mót - mót sem var mjög umdeilt á sínum tima, og er það kannski enn. Í þætti dagsins heyrum við fjórða og síðasta þátt seríunnar og þá verður rætt um afleiðingar og eftirmála keppninnar.

Við heyrum líka um bandaríska rapparann OG Maco sem lést í lok síðasta árs, en hann var rétt rúmlega þrítugur. Maco spilaði á Íslandi árið 2017 og vakti mikla athygli fyrir sviðsframkomu sína. Þórður Ingi Jónsson minnist rapparans og ræðir um hann við Lexa Picasso.

Katrín Helga Ólafsdóttir tónlistarkona og pistlahöfundur í Lestinni ferðaðst til Sisimiut á vesturströnd Grænlands í desember í fyrra og kynnti sér land og þjóð. Í dag flytur hún okkur pistil um það hvernig þjóðarsálin kemur henni fyrri sjónir: litaval á húsum, skammdegið, jólaljós, kóramenning, mótmæli vegna foreldraprófa, endurvakning gamalla hefða, Allt þetta og margt fleira kemur við sögu í innslaginu.

Við nefnum líka tilnefningar til Óskarsverðlaunanna sem voru kunngjörðar fyrr í dag.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,