13:00
Samfélagið
Sólarpönk, samkennd með blómum og kaffiathafnir
Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Í dag höldum við áfram að fjalla um framtíðina. Höldum áfram með viðtalsröð okkar, þar sem við ræðum við framtíðarhugsuði sem taka þátt í framtíðarfestivali Borgarbókasafnsins næstu helgi. Við ætlum við að fræðast um bókmenntagrein, listastefnu og aðgerðastefnu sem hefur fengið heitið sólarpönk. Þetta er leið til að sjá fyrir sér framtíð þar sem fólk lifir í sátt og samlyndi við hvert annað og vistkerfið sem við búum í. Við fáum til okkar James Tomasino, sem heldur úti hlaðvarpi tileinkað sólarpönki, til að segja okkur meira um þessa áhugaverðu hugmynd.

Svo ætlum við að heimsækja veröld blómanna. Jelena Bialetic leikskólakennari og hin fimm ára gamla Halldóra Móa ætla að ræða við okkur og segja okkur frá því hvernig samkennd með blómum og listsköpun barna getur hjálpað okkur að hugsa og taka ákvarðanir um framtíðina.

Og að lokum flytjum við pistil frá Birgittu Björgu Guðmarsdóttur, rithöfundi og pistlahöfundi Samfélagsins.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,