07:03
Morgunútvarpið
23. janúar - MAST, Sahel og Girma
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri MAST, ræðir áherslur í eftirliti í kjölfar STEC sýkingar.

Samúel Karl Ólason, erlendur fréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni, ræðir við okkur um mikla óreiðu sem ríkir á Sahel-svæðinu í Afríku um þessar mundir.

Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir og starfandi landlæknir, ræðir við okkur. Meðal annars um ákvörðun Donalds Trump um að draga Bandaríkin úr Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og áhrif þess hér á landi.

Í kjölfar af innsetningarathöfn Trumps var klæðnaður kvennana í hans líf krufinn og leitað að tilvísunum og undirliggjandi skilaboðum. Við getum oft sagt meira með klæðnaði en þúsund orðum og það veit Helga I Stefánsdóttir búningameistari. Hún kemur til okkar.

Englandsmeistarar Chelsea eru við það að festa kaup á Naomi Girma fyrir meira en eina milljón Bandaríkjadala sem myndi gera hana að dýrustu knattspyrnukonu sögunnar. Við ræðum þessi tíðindi og setjum í samhengi með Jóhanni Páli Ástvaldssyni, íþróttafréttamanni og mannfræðingi.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 52 mín.
,