Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Þrír nýkjörnir alþingismenn voru gestir þáttarins, þau Nanna Margrét Sigmundsdóttir Miðflokknum, Halla Hrund Logadóttir Framsóknarflokki og Ingvar Þóroddsson Viðreisn. Þau sögðu svolítið frá sjálfum sér og töluðu um kosningabaráttuna og stjórnmálin fram undan.
Í Berlínarspjalli sagði Arthur Björgvin Bollason m.a. frá viðtökum sjálfsævisögu Angelu Merkel í Þýskalandi. Textinn þykir heldur þurr. Þá fjallaði hann um óhefðbundnar leiðir þýskra stjórnmálamanna til að ná til kjósenda en kosið verður í landinu undir lok febrúar.
Geirfuglsegg verður boðið upp hjá Sotheby´s í London á morgun. Af því tilefni kom Jóhann Ágúst Hansen, listmunasali í Gallerí Fold, í þáttinn og spjallaði um listmunauppboð, málverkamarkaðinn á Íslandi og fleira. Hann sagði meðal annars frá því að síðar í mánuðinum verða á uppboði hjá Fold eiginhandaráritanir fótboltakappanna Pele og Maradona og einnig tónlistarmannsins Michael Jackson.
Tónlist:
Brót so stillan bylgja blá - Skýrák - Brót so stillan bylgja blá,
Suzanne - Nina Simone,
Brown eyed handsome man - Nina Simone.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Hrafnhildur Sigurðardóttir, kennari við Sjálandsskóla í Garðabæ, hlaut Íslensku menntaverðlaunin sem voru veitt á dögunum við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Verðlaunin hlaut hún í flokknum framúrskarandi kennsla, en Hrafnhildur var verðlaunuð fyrir þróun fjölbreyttrar og hugmyndaríkrar útikennslu, fjölbreyttar valgreinar og leiðsögn við kennara og kennaraefni um útivist og umhverfismennt. Hrafnhildur var hjá okkur í dag og við fengum hana til að segja okkur frá sínum störfum og aðferðum við útikennslu.
Nikótín hefur mikil og neikvæð áhrif á taugakerfi ungmenna, veldur kvíða, hjartsláttartruflunum, svefnleysi og er í raun örvandi og ávanabindandi efni sem þau þurfa raunverulega að vara sig á. Í Heilsuvakt dagsins ræddi Helga Arnardóttir við Láru Sigurðardóttur, lækni og lýðheilsufræðing, um sívaxandi nikótín notkun meðal ungmenna, í formi púða og veips, sem eru stundum með margfalt meira magn nikótíns en sígarettur. Lára segir nikótínið rótsterkt efni, sem hafi neikvæð áhrif á svefn og einbeitingu ólíkt því sem margir halda fram. Hún lýsir einnig hvernig líkamleg fráhvörf koma fram þegar neyslu þess er hætt og gefur góð ráð til þeirra sem vilja venja sig af þessum óþverra.
Tónlist í þættinum:
Ef ég nenni / Helgi Björnsson (Zucchero, texti Jónas Friðrik Guðnason)
Þitt fyrsta bros / Pálmi Gunnarsson (Gunnar Þórðarson, texti Ólafur Haukur Símonarson)
Happy Holiday, The Holiday Season / Silva & Steini (Irving Berlin)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Útvarpsfréttir.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Ótrúlegur árangur Flokks fólksins í kosningunum um helgina flokkast til mikilla tíðinda. Hvern hefði grunað að flokkur sem var stofnaður fyrir einungis átta árum myndi skáka sjálfum Sjálfstæðisflokknum í einu traustasta vígi flokksins í Suðurkjördæmi og fá 20 prósent atkvæðanna?
Flokkurinn bætir við sig fjórum þingmönnum, er kominn með 10 þingmenn. Hann er kominn í stjórnarmyndunarviðræður með Samfylkingu og Viðreisn eftir atburði morgunsins.
En hvernig stjórnmálaflokkur er þetta og hvaðan kemur hann? Rætt er við einn af stofnendum Flokks fólksins, séra Halldór Gunnarsson í Holti, um uppruna flokksins og Ingu Sæland, og stjórnmálafræðinginn Evu H. Önnudóttur sem setur hann í fræðilegt samhengi.
Umsjón: Ingi F. Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
í Borgarbókasafninu í Gerðubergi er rekin fríbúð. Við heimsóttum hana í síðustu viku í tilefni af svörtum föstudegi og tilboðin voru svimandi, allt frítt. Atli Pálsson, sérfræðingur á Borgarbókasafninu segir okkur frá hugmyndafræðinni á bak við fríbúðir.
Og við höldum okkur í hringrásinni - Meirihluti þess sem ratar í Góða hirðinn selst og meðalverð hluta er í kringum 500 krónur. Samfélagið kynnti sér starfsemina á bak við tjöldin í Góða hirðinum við Köllunarklettsveg í Reykjavík. Michelle Marie Morris, verkefnastjóri á lager Góða hirðisins, spjallaði við okkur um rekstur verslunarinnar, innvols gámana sem koma þangað sneisafullir af Sorpustöðvunum á höfuðborgarsvæðinu á hverjum degi, flokkun, verðmerkingu og afdrif hlutanna.
Við erum að sigla inn í uppgjörstímabil, það þarf að gera upp árið 2024, velja orð ársins, manneskju ársins, þetta og hitt ársins. Við ræðum valið á orði ársins við Önnu Sigríði Þráinsdóttur, málfarsráðunaut Ríkisútvarpsins.
Tónlist í þættinum:
Rolling stones - Sweet Virginia.
Hljómsveitin Eva - Myrkur og Mandarínur.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Hallur Már Hallsson var eitt sinn í þekktri hljómsveit sem lék á tónleikum víða um heim. Þegar því ævintýri lauk langaði hann að beina sjónum inn á við, að nota tónlist til að búa til stað og gæða hann andrúmslofti sem hann væri til í að dvelja í.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Í dag leggjum við leið okkar á rakarastofu í Reykjavík til þess að hitta þau Sólveigu Sigurðardóttur og Þórhall Auð Helgason, söngvara og forsprakka sviðslistahóspins Óðs, sem sem sýnir nú Rakarann frá Sevilla í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll.
Við setjumst einnig niður við píanóið með Snorra Ásmundssyni, myndlistarmanni og besta píanóleikara heims og heyrum rýni Soffíu Auðar Birgisdóttur í Eldri konur eftir Evu Rún Snorradóttur.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Það er bara rapp í Lestinni í dag, Norður-Írskt og Norður-Amerískt rapp.
Nýjasta plata Kendricks Lamar, GNX, mætti óvænt á streymisveitur 22. nóvember síðastliðinn. Lög af plötunni hafa raðað sér á topp vinsældalista en viðtökurnar eru þó blendnar. Pitchfork gaf plötunni meðal annars lægstu einkunn sem nokkur plata frá K.Dot hefur fengið frá miðlinum. Við kíkjum á Prikið og rýnum í gripinn með Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams.
Við kynnumst írsku rappsveitinni Kneecap, sem unnu fyrir helgi mál gegn breska ráðherranum fyrrverandi, Kemi Badenoch, sem hafði reynt að stöðva styrkveitingu til þeirra. Ástæðan sem var gefin upp var sú að þeir hefðu óheppilegar pólitískar skoðanir, nánar tiltekið, styðja þeir sameinað Írland.
Kvöldfréttir útvarps
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Umsjón: Fríða María Ásbergsdóttir.
Gói eða Guðjón Davíð Karlsson eins og hann heitir fullu nafni mætir til Fríðu í Krakkakastið að þessu sinni. Þau fara um víðan völl í sínu spjalli - hvað ætli sé uppáhalds leikritið hans? Hlutverkið? Og langar hann að læra óperusöng? Hvernig var Gói sem barn?
Svör við öllum þessum spurningum og fleiri til í þessu stórskemmtilega spjalli Fríðu og Góa.
Viðmælandi: Guðjón Davíð Karlsson
Umsjón: Fríða María Ásbergsdóttir
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.
Hljóðritun frá tónleikum Kammersveitar útvarpshljómsveitarinnar í Bæjaralandi sem fram fóru á tónlistarhátíðinni í Varna í Búlgaríu, 29. júní sl.
Á efnisskrá eru verk eftir Fréderic Chopin og Franz Schubert.
Einleikari: Adrian Oetiker píanóleikari.
Stjórnandi: Radoslaw Szuic.
Umsjón: Sigrún Harðardóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
í Borgarbókasafninu í Gerðubergi er rekin fríbúð. Við heimsóttum hana í síðustu viku í tilefni af svörtum föstudegi og tilboðin voru svimandi, allt frítt. Atli Pálsson, sérfræðingur á Borgarbókasafninu segir okkur frá hugmyndafræðinni á bak við fríbúðir.
Og við höldum okkur í hringrásinni - Meirihluti þess sem ratar í Góða hirðinn selst og meðalverð hluta er í kringum 500 krónur. Samfélagið kynnti sér starfsemina á bak við tjöldin í Góða hirðinum við Köllunarklettsveg í Reykjavík. Michelle Marie Morris, verkefnastjóri á lager Góða hirðisins, spjallaði við okkur um rekstur verslunarinnar, innvols gámana sem koma þangað sneisafullir af Sorpustöðvunum á höfuðborgarsvæðinu á hverjum degi, flokkun, verðmerkingu og afdrif hlutanna.
Við erum að sigla inn í uppgjörstímabil, það þarf að gera upp árið 2024, velja orð ársins, manneskju ársins, þetta og hitt ársins. Við ræðum valið á orði ársins við Önnu Sigríði Þráinsdóttur, málfarsráðunaut Ríkisútvarpsins.
Tónlist í þættinum:
Rolling stones - Sweet Virginia.
Hljómsveitin Eva - Myrkur og Mandarínur.
eftir Birgi Sigurðsson. Höfundur les.
„Hann var fastur í seigfljótandi neti lengst úti í myrkum geimnum. Hann reyndi að losa sig en möskvar myrkursins lögðust þéttar að honum. Skyndilega greindi hann ofurskært ljós í fjarska.“ - Þannig hefst þessi saga sem segir frá Arnari, manni á besta aldri sem kominn er á ákveðin endimörk í lífi sínu. Hjónabandi hans er í rúst, heilsan kannski á tæpu stigi, og Arnar ákveður að yfirgefa Reykjavík og snúa aftur á æskustöðvarnar í sveitinni. Þar tekur líf hans aðra stefnu og öðlast nýtt inntak. Hann nær eins konar viðkvæmu jafnvægi í sál sinni, en jafnframt gerast atburðir sem snerta hann djúpt. Sagan lýsir dramatísku uppgjöri, eins og fleiri verk höfundarins.
(Áður á dagskrá 2009)
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Hrafnhildur Sigurðardóttir, kennari við Sjálandsskóla í Garðabæ, hlaut Íslensku menntaverðlaunin sem voru veitt á dögunum við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Verðlaunin hlaut hún í flokknum framúrskarandi kennsla, en Hrafnhildur var verðlaunuð fyrir þróun fjölbreyttrar og hugmyndaríkrar útikennslu, fjölbreyttar valgreinar og leiðsögn við kennara og kennaraefni um útivist og umhverfismennt. Hrafnhildur var hjá okkur í dag og við fengum hana til að segja okkur frá sínum störfum og aðferðum við útikennslu.
Nikótín hefur mikil og neikvæð áhrif á taugakerfi ungmenna, veldur kvíða, hjartsláttartruflunum, svefnleysi og er í raun örvandi og ávanabindandi efni sem þau þurfa raunverulega að vara sig á. Í Heilsuvakt dagsins ræddi Helga Arnardóttir við Láru Sigurðardóttur, lækni og lýðheilsufræðing, um sívaxandi nikótín notkun meðal ungmenna, í formi púða og veips, sem eru stundum með margfalt meira magn nikótíns en sígarettur. Lára segir nikótínið rótsterkt efni, sem hafi neikvæð áhrif á svefn og einbeitingu ólíkt því sem margir halda fram. Hún lýsir einnig hvernig líkamleg fráhvörf koma fram þegar neyslu þess er hætt og gefur góð ráð til þeirra sem vilja venja sig af þessum óþverra.
Tónlist í þættinum:
Ef ég nenni / Helgi Björnsson (Zucchero, texti Jónas Friðrik Guðnason)
Þitt fyrsta bros / Pálmi Gunnarsson (Gunnar Þórðarson, texti Ólafur Haukur Símonarson)
Happy Holiday, The Holiday Season / Silva & Steini (Irving Berlin)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Það er bara rapp í Lestinni í dag, Norður-Írskt og Norður-Amerískt rapp.
Nýjasta plata Kendricks Lamar, GNX, mætti óvænt á streymisveitur 22. nóvember síðastliðinn. Lög af plötunni hafa raðað sér á topp vinsældalista en viðtökurnar eru þó blendnar. Pitchfork gaf plötunni meðal annars lægstu einkunn sem nokkur plata frá K.Dot hefur fengið frá miðlinum. Við kíkjum á Prikið og rýnum í gripinn með Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams.
Við kynnumst írsku rappsveitinni Kneecap, sem unnu fyrir helgi mál gegn breska ráðherranum fyrrverandi, Kemi Badenoch, sem hafði reynt að stöðva styrkveitingu til þeirra. Ástæðan sem var gefin upp var sú að þeir hefðu óheppilegar pólitískar skoðanir, nánar tiltekið, styðja þeir sameinað Írland.
Útvarpsfréttir.
Í dag eru 35 ár síðan Mikhail Gorbachev leiðtogi Sovétríkjanna og George H. W. Bush Bandaríkjaforseti lýstu yfir endalokum kalda stríðsins. Valur Gunnarsson tekur okkur í smá kalda stríðs ferðalag í tilefni dagsins.
Við ræddum við Eirík Bergmann stjórnmálafræðing um stjórnarmyndununarumboð og stjórnarmyndun.
Kolbeinn Hólmar Stefánsson, dósent í efnahagsfélagsfræði, ræðir stöðu vinstri flokka.
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson frá Austurríki fyrir leik Íslands og Þýskalands á EM kvenna.
Guðmundur Jóhannsson tæknigúru mætir til okkar með sitt tæknihorn.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Við heyrðum nokkur dæmi um hversu mikilvægir upptökustjórar geta verið, Terry Jacks einsmelling frá Kanada og margt fleira skemmtilegt í Morgunverkum dagsins.
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-12-03
RAGNHILDUR GÍSLADÓTTIR OG BRUNALIÐIÐ - Þorláksmessukvöld.
FRIÐRIK DÓR - Þú.
STEFÁN HILMARSSON OG BIRGIR STEINN - Um vetrarnótt (jólalag).
NAS - It Ain't Hard to Tell.
Mayer, John, Zedd - Automatic Yes.
ED SHEERAN - Shape Of You.
Irglová, Markéta - Vegurinn heim.
Laufey - Santa Baby.
STONE TEMPLE PILOTS - Plush.
Bridges, Leon - Peaceful Place.
ROLLING STONES - Little Red Rooster.
Hjálmar - Vor.
Hildur Vala Einarsdóttir - Þú hittir.
TERRY JACKS - Seasons in the Sun.
Lúpína - Jólalag lúpínu.
ALPHAVILLE - Forever Young.
DEPECHE MODE - Enjoy The Silence.
Daði Freyr Pétursson - Komdu um jólin.
Addison Rae - Diet Pepsi.
Fontaines D.C. - In The Modern World.
Júníus Meyvant - When you touch the sky.
BAND AID - Do They Know It's Christmas.
GusGus - Unfinished Symphony.
Lady Blackbird - Like a Woman.
FM Belfast - Underwear.
HLJÓMSVEITIN EVA - Myrkur og mandari?nur.
Þesal - Blankur um jólin.
Cure Hljómsveit - A fragile thing.
BILLY IDOL - Eyes Without A Face.
MERCY PLAYGROUND - Sex And Candy.
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON & SIGRÍÐUR THORLACIUS - Notalegt.
Mars, Bruno, Rosé - APT..
Eldar - Bráðum burt.
Guðrún Árný Karlsdóttir - Jólin alls staðar.
Kiwanuka, Michael - The Rest Of Me.
BROTHER GRASS - Jól.
Bubbi Morthens, Elín Hall - Föst milli glerja.
JET BLACK JOE - Summer is gone.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Siggi og Lovísa stýrðu Popplandi, frá Akureyri og Reykjavík. Árni Matt kíkti undir yfirborðið og spjallaði um vélmenni og franska tónlist. Plata vikunnar, Notaleg jólastund á sínum stað, Jólalagakeppni Rásar 2 og eitthvað af nýjum jólalögum.
VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON - Snæfinnur Snjókarl.
GDRN, Magnús Jóhann Ragnarsson, Bríet - Veðrið er herfilegt (ásamt Bríeti).
Jungle - Let's Go Back.
Boone, Benson - Beautiful Things.
K.óla - Enn annan drykk.
SNOW PATROL - Just Say Yes.
Pétur Ben - The great big warehouse in the sky.
ICEGUYS - Þegar jólin koma.
ÁSGEIR TRAUSTI - Hringsól.
Flott - Ó, Grýla taktu þér tak.
GUNNAR ÓLA & EINAR ÁGÚST - Handa þér (jólalag).
COLDPLAY - Yellow.
Mendes, Shawn - Heart of Gold.
Bubbi Morthens - Settu það á mig.
Daniil, Frumburður - Bráðna.
Thee Sacred Souls - Live for You.
Lady Blackbird - Like a Woman.
Kjalar - Stúfur.
KÆLAN MIKLA - Stjörnuljós.
DOMINIC FIKE - 3 Nights.
KARL ORGELTRÍÓ & SALKA SÓL - Bréfbátar.
GUÐRÚN ÁRNÝ - Það aldin út er sprungið.
GUÐRÚN ÁRNÝ - Geimferðalangurinn.
UNA TORFA - Dropi í hafi.
ÁSDÍS - Angel Eyes.
BROTHER GRASS - Frostið.
Vöruvaktin er samstarfsverkefni níu eftirlitsstjórnvalda sem vinna saman að því að veita skýrar og aðgengilegar upplýsingar um hættulegar og gallaðar vörur, auk fræðslu um vöruöryggi. Einnig getur almenningur sent inn ábendingu í gegnum síðuna en mikilvægt er að almenningur sé vel upplýstur um þennan vettvang til að eftirlitið sé öflugra. Herdís Björk Brynjarsdóttir er teymisstjóri í Markaðseftirliti hjá HMS - húsnæðis og mannvirkjastofnun hún komí Síðdegisútvarpið.
Á morgun verður verðlaunaafhending Framúrskarandi ungra Íslendinga veitt í Höfuðstöðinni, Elliðaárdal. Halla Tómasdóttir forseti veitir verðlaunin. Verðlaunin eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem eru að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni á sínu sviði og hafa verðlaunin verið veitt óslitið síðan árið 2002. Katrín Ásta Sigurjónsdóttir og Margrét Helga Gunnarsdóttir eru meðal skipuleggjenda, þær komu í Síðdegisútvarpið.
Valdimar Guðmundsson hefur lengi verið einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, hann kemur á eftir ásamt meðlimum úr hljómsveitinni Valdimar og ætla þeir spiluðu fyrir okkur jólalag í beinni.
Við fjölluðum um ljóðabókina "Upphafshögg - en þar er að finna ljóð um listina að spila golf. Höfundurinn heitir Eyrún Ingadóttir og hún kom í Síðdegisútvarpið.
Ýr Þrastardóttir kom fyrir um það bil mánuði síðan og sagði okkur fá fyrirhuguðu ferðalagi með Brandi Bryndísarsyni Karlssyni listmálara til Nepal. Brandur er í hjólastól og var löngu vitað að ferðin yrði erfið þar sem aðgengi fyrir hjólastóla í Nepal er ekkert. Brandur hefur vakið athygli fyrir magnaðar myndir sem hann málar með munninum og það er eitt af markmiðum ferðarinnar, að mála nýjar myndir. Við slóum á þráðinn til þeirra, hinumegin á hnöttinn.
Í gær ræddum við við Daníel O. Einarsson formann Frama um ófremdarástand á leigubílamarkaði en ábending þess efnis hafði borist frá hlustanda. Þar kom í ljós að jafnvel ómerktir bílar kepptust við að ná farþegum af leigugbílstjórum með full réttindi. En hver er hin raunverulega staða á þessum markaði og hvernig er eftirliti háttað ? Þórhildur Elín Elínardóttir er upplýsingafulltrúi á Samgöngustofu hún svaraði því.
Kvöldfréttir útvarps
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Útvarpsfréttir.
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
***Í dag er dagur íslenskrar tónlistar og tveir heiðursmenn sem heiðraðir voru í dag koma aðeins við sögu í Rokklandi vikunnar. Annars vegar textaskáldið Þorsteinn Eggertsson sem hlaut Heiðursmerki Stefs í dag en hann á um það bil 500 texta hjá Stefi.
Þorsteinn samdi texta eins og Gvendur á eyrinni, Ég elska alla, Slappaðu af, Er hann birtist, Himinn og jörð, Heim í Búðardal, Söngur um lífið, og jólatexta eins og Hátíðarskap, Fyrir jól, og Þorláksmessukvöld.
***Magnús Eiríksson var sæmdur þakkarorðu íslenskrar tónlistar í dag fyrstur manna og hann kemur við sögu í þættinum.
***Enska hljómsveitin The Cure var að senda frá sér plötuna Songs of a lost world sem er fyrst aplata hljómsveitarinnar í heil 16 ár. Þetta eru stórtíðindi þar sem héldu að það kæmi aldrei plata frá hljómsveitinni meir. Hún gerði sér lítið fyrir og smellti sér í toppsæti vinsældalistanna bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum.
Þeir Biggi og Palli úr Maus, Birgir Örn Steinarsson og Dr. Páll Ragnar Pálsson koma í heimsókn og tala um Cure og nýju plötuna sem hefur verið að fá aldeilis frábæra dóma.
***Og svo er það lagið Do they know it´s christmas sem fyrst var gefið út fyrir 40 árum til styktar hungruðum heimi, fólki í Eþíópíu sem var að deyja úr hungri á sjónvarpsskjáum vesturlandabúa.
Það var að koma út ný útgáfa laf laginu þar sem nouð eru brot úr upphaflega útgáfunni frá 1984 – en líka útgáfunum sem komu út á 20 og 30 ára afmælinu.
Thom Yorke spilar á píanó, Paul McCartney á bassa og Roger Taylor úr Queen á trommur- og svo syngja t.d. Bono, Dido, Ed Sheeran, Paul Weller, Simon le Bon, Sinéad O´Connor, Chris Martin, Seal og svo framvegis. Lagið sömdu þeir Bob Geldof og Midge Ure úr Ultravox sem hefur t.d. staðið á sviði með Todmobile í Hörpu. Sitt sýnist hverjum um ágæti lagsins og framtaksins. Við skoðum þetta aðeins í þættinum.