Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Alþingi ætlar að taka gervigreindina í sína þjónustu. Unnið er að stefnu og reglum um notkun. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, sagði frá möguleikum þessarar nýjustu tækni fyrir þjóðþingið.
Í spjalli um dönsk málefni sagði Borgþór Arngrímsson m.a. frá mikill umræðu um Sýrland og Sýrlendinga en um 35 þúsund Sýrlendingar búa í Danmörku. Tillaga danskra lækna um áfengir drykkir verði ekki seldir á kvöldin í verslunum var einnig til umræðu.
Út er komin bókin Gengið til friðar, saga andófs gegn herstöðvum og vígbúnaðarhyggju 1946-2006. Stefán Pálsson, sagnfræðingur og miðnefndarmaður í Samtökum herstöðvaandstæðinga, fór í fáeinum orðum yfir söguna.
Tónlist:
Only trust your heart - Stan Getz,
Kings road blues - Barry Carter,
Diamonds and rust - Joan Baez.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Guðbjörg Thoroddsen leikkona hefur gefið út bókina Baujan sem býr yfir einfaldri sjálfsstyrkingaraðferð og byggir á meðvitaðri öndun í tengslum við tilfinningavinnu, úrvinnslu áfalla og áfallastreitu. Guðbjörg eða Bauja eins og hún er kölluð hefur starfað sem ráðgjafi innan skólakerfis og utan samhliða leiklistinni í fjöldamörg ár og miðar bók hennar að því að hafa stjórn á líðan sinni og tileinka sér núvitund. Guðbjörg kom til okkar í dag.
Það eru 20 ár liðin frá því Kolbrún Björnsdóttir opnaði Jurtaapótekið en Kolbrún hefur starfað við grasalækningar frá því hún útskrifaðist úr grasalæknaskólanum í Bretlandi árið 1993.Hugmyndir Kolbrúnar með stofnun Jurtaapóteks var að fræða fólk um lækningamátt jurta og áhrif betri fæðu. Með þetta að leiðarljósi væri auðveldara fyrir hvern og einn að taka sjálfstæðar ákvarðanir varðandi heilsu sína og lífstíl. Við ræddum við Kolbrúnu í þættinum í dag.
Ingunn Sigurjónsdóttir fæddist árið 1906 og smitaðist ung af berklum og dvaldist síðustu árin sem hún lifði á heilsustofnunum. Bréfin sem hún sendi þaðan foreldrum sínum og systkinum lýsa lífinu þar, lækningaaðferðum, andlegu ástandi berklasjúklinga, löngunum og þrám. Úlfar Bragason safnaði bréfunum saman og út er komin bók sem heitir Ykkar einlæg. Við ræddum við Úlfar.
MANNLEGI ÞÁTTURINN - FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG HELGA ARNARDÓTTIR
Tónlistin í þættinum
Ragnar Bjarnason, Elly Vilhjálms - Jólin alls staðar.
Þór Breiðfjörð - Allt er svo þögult (heilaga nótt).
Erna Hrönn Ólafsdóttir, Pálmi J. Sigurhjartarson Tónlistarm. - Jól.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þrír menn sem höfðu kynmök við andlega fatlaða konu að áeggjan yfirmanns hennar eru ekki ákærðir fyrir að nauðga henni. Yfirmaðurinn er ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn henni um árabil og aðalmeðferð í máli hans hófst í morgun.
Ísraelsher reynir að veikja varnir komandi stjórnar í Sýrlandi með stórfelldum árásum á hernaðarmannvirki. Fjölmargir sýrlenskir flóttamenn hafa snúið aftur heim úr nágrannaríkjum síðustu daga.
Sex vinnuhópar skipaðir fulltrúum Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins funda stíft um helstu málaflokka í tengslum við ríkisstjórnarmyndunarviðræður.
Formaður Eflingar segir að 22 fyrirtæki hafi þegar boðað úrsögn sína úr SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði eftir að Efling boðaði aðgerðir gegn aðildarfyrirtækjum samtakanna í gær.
Verði af byggingu sorpbrennslu í Reykjanesi gæti hún séð Reykjanesbæ fyrir heitu vatni. Stjórn Sorpu hefur ákveðið að taka þátt í stofnun undirbúningsfélags um sorpbrennslu.
Formaður Samtaka hernaðarandstæðinga segir uppbyggingu hernaðarmannvirkja á Miðnesheiði sláandi og kallar eftir að hún fái þinglega meðferð.
Snæfríður Sól Jórunnardóttir bætti Íslandsmetið í 100 metra skriðsundi í morgun og tryggði sér um leið þátttökurétt í undanúrslitum heimsmeistaramótsins.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Í Þjóðleikhúsinu um jólin verður sett upp leikrit sem byggir á verki spænska skáldsins Federico García Lorca, Yerma. Kjarninn í verkinu snýst um þrá aðalsöguhetjunnar eftir því að eignast barn. Ástrálski leikhúsmaðurinn Simon Stone skrifar sjálfstætt verk sem byggir á þessu leikriti Lorca.
Rætt er við Margréti Jónsdóttur Njarðvík sem kenndi spænskar bókmenntir um árabil og þýddi leikrit Lorca á sínum tíma og þýðanda leikrits Simon Stone, Júlíu Margréti Einarsdóttur.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Í meira en fjóra áratugi hefur kaffistofa Samhjálpar tekið við fólki sem hafa ekki tök á að sjá sér fyrir mat sjálft, veitt þeim tímabundið húsaskjól og gefið þeim að borða. Starfsemi kaffistofunnar hefur þróast og breyst í gegnum árin og segja má að starfsemin hafi aldrei verið mikilvægari en í dag. Þó er framtíð kaffistofunnar óljós, en Samfélagið kíkti í heimsókn til að fræðast um starfsemina í Borgartúni.
Á dögunum varð eftirlitsmaður Fiskistofu fyrir því að skotið var á dróna sem hann nýtti til eftirlits. Þetta var í þröngum firði vestur á fjörðum og skotin glumdu, þrjú í röð. Manninum var brugðið - enda skammt undan sjálfur, að stjórna drónanum. Viðar Ólason, sviðsstjóri veiðieftirlitssviðs, fiskistofu, er gamall sjómaður. Hann bindur vonir við að atvikið hafi verið undantekning en veit að andúð í garð Fiskistofu grasserar í sumum hópum. Við ræðum þetta alvarlega atvik við Viðar og einnig um fiskveiðieftirlitskerfið í heild, kosti og galla.
Tónlist í þættinum:
BARR - Allt haf.
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-12-11
Ellington, Duke and his Orchestra, Ellington, Duke - Tourist point of view.
Garofalo, Brian, Kunkel, Russ, Clayton, Merry, Matthews, Sherlie, King, Clydie, Walsh, Joe, Fields, Venetta, Russell, Leon - Hummingbird.
Freysteinn Gíslason - Brotsjór.
Óskar Guðjónsson, Magnús Jóhann Ragnarsson - Hundaeigandi.
Buchanan, Jakob - Calls from the Past.
Tómas R. Einarsson, Matthías Hemstock, Winther, Jens, Jóel Pálsson, Eyþór Gunnarsson - Undir snjónum.
Ingibjörg Elsa Turchi - Physalia.
Skúli Sverrisson - Móðir.
Adams, George, Walrath, Jack, Mingus, Charles, Richmond, Dannie, Pullen, Don - Remember Rockefeller at Attica.
Fólk og menning í strandbyggðum á Íslandi.
Umsjón: Pétur Halldórsson.
Finnbogi Bernódusson, vélsmiður og sagnaþulur í Bolungarvík, ræðir um sögu sjósóknar í Bolungarvík við Ísafjarðardjúp, allt frá því þegar Þuríður sundafyllir nam þar land síðla á landnámsöld. Finnbogi segir frá staðháttum í Bolungarvík þar sem stutt er á gjöful mið en þar voru líka góðar aðstæður til að setja upp báta og sveitin gat séð sjómönnum fyrir ýmsu sem þá vanhagaði um, ekki síst sýrunni í kútinn sem löngum var eini kosturinn í dagróðrunum. Löngum hefur verið fjölmennt í Bolungarvík á vertíðum og Finnbogi telur að snemma hafi þar verið mörg hundruð og upp í þúsund manns og hundrað bátar og því hefur fylgt mikið líf og fjör. Hann segir frá bolvíska bátalagið, tvístöfnungunum sem minna á skip landnámsmannanna, ræðir um hvers vegna línuveiðar hafa verið stundaðar frá Bolungarvík en ekki netaveiðar og fleira. Inn á milli frásagna Finnboga er litið inn í hinni endurgerðu verbúð í Ósvör í Bolungarvík þar sem Jóhann Hannibalsson safnvörður segir gestum frá ýmsu sem þar er að sjá, bátnum Ölveri, sjóklæðunum og fleiru.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Þórarinn Eldjárn fæddist í Reykjavík árið 1949. Megnið af uppvaxtarárunum bjó hann í Þjóðminjasafninu, eða þar til að faðir hans, Kristján Eldjárn, varð forseti Íslands og fjölskyldan flutti á Bessastaði. Heimilislífið einkenndist af húmor og unun af skáldskap og bestu tilsvörin voru í bundnu máli. Þórarinn lærði bókmenntafræði og heimspeki í Lundi í Svíþjóð og segist kannski meðvitað hafa reynt að læra eitthvað sem gerði hann lítt hæfan á almennum vinnumarkaði.
Þórarinn var heimavinnandi húsfaðir í Svíþjóð þegar hann gaf út sína fyrstu bók, ljóðabókina Kvæði árið 1974. Bókin vakti mikla athygli og með henni skapaði Þórarinn sér strax sína sérstöðu; að yrkja háttbundin ljóð utan um hversdagsleg viðfangsefni, þar sem kímnin er aldrei langt undan. Þessi einkenni hafa fylgt skáldskap Þórarins alla tíð síðan þó hann hafi fljótlega afsannað það fyrir sjálfum sér og öðrum að hann þyrfti á bragarháttunum að halda til þess að koma frá sér góðum texta.
Það er óhætt að segja að Þórarinn sé afkastamikill höfundur. Á 50 ára starfsævi hefur hann sent frá sér fjöldan allan af ljóðabókum, skáldsögum og smásagnasöfnum auk þess að vera ötull þýðandi. Hann hefur auk þess samið fjölda ljóðabóka fyrir börn í samstarfi við systur sína Sigrúnu Eldjárn og hlotið fyrir þær fjölmargar viðurkenninar. Þórarinn var borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2008 og hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu árið 1998. Auk þessa hafa bækur hans hlotið Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana. Skáldsaga hans Brotahöfuð var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1999 og 2013 hlaut hann Viðurkenningu Sænsku akademíunnar fyrir kynningu á sænskri menningu erlendis.
Þórarinn Eldjárn er gestur okkar í svipmynd dagsins.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Hinn 26 ára Luigi Mangione var handtekinn í Pennsylvaniu í fyrradag og sakaður um kaldrifjað morð á forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna í síðustu viku. Allt frá því að morðið átti sér stað hefur honum verið hampað sem hálfgerðri alþýðuhetju á internetinu, og ekki minnkaði aðdáunin eftir að myndir af honum fóru í dreifingu. Kristján og Lóa ræða aftengingu á samfélagsmiðlum, meme, fallega glæpamenn og djúpstæða reiði bandarísku þjóðarinnar.
Persepólis er einhver þekktasta myndasaga síðari ára. Þetta er uppvaxtarsaga íranska höfundarins Marjane Satrapi þar sem spaugilegar hversdagssenur í lífi höfundar og harmleikur þjóðar fléttast listilega saman. Lóa ræðir um írönsku byltinguna, klerkastjórnina og Persepólis við Kjartan Orra Þórsson, Íransfræðing.
"Ef hér er eitthvað til sem heitir þjóð þá er hún kannski eins konar bókaklúbbur, fólk sem les, ræðir lesefnið, kemst að sameiginlegum skilningi og snýr sér þá að næstu bók." Þetta segir Haukur Már Helgason meðal annars í síðasta pistli sínum um upplýsingaóreiðu í Lestinni þetta haustið.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Fjölmörg tifelli um ofbeldi karla á konum hafa komið upp að undanförnu. Lögfræðingur hjá ríkislögreglustjóra segir langflesta gerendur vera karla.
Ísland þarf að auka enn frekar framlög sín til öryggis- og varnarmála, segir formaður Varðbergs. Aukin hernaðarumsvif á Íslandi eru í samræmi við þróun mála annars staðar á Norðurslóðum, að hans sögn.
Unnið er að viðgerð á Víkurstreng sem flytur rafmagn til Víkur í Mýrdal. Nýr strengur var lagður í rör undir Skógá.
Á fimmta tug fórust þegar bátur fullur af flóttafólki sökk á Miðjarðarhafi. Ellefu ára gömul stúlka fannst á reki þremur dögum eftir skipsskaðann.
Formaður stéttarfélagsins Eflingar segir að ekki verði fallið frá aðgerðum gegn aðildarfyrirtækjum SVEIT (Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði) þótt samtökin hyggist endurskoða kjarasamning sinn við stéttarfélagið Virðingu.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson og Þorgils Jónsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Síðustu daga og vikur hafa birst óhugnanlega fréttir um ofbeldi karla gegn konum. Kynbundið ofbeldi gegn konum er ekkert nýtt en stundum verða frásagnirnar yfirþyrmandi, eins og þessar fréttir bera vitni um. Samkvæmt embætti ríkislögreglustjóra var í fyrra óskað eftir 97 nálgunarbönnum, í langflestum tilvikum eru þetta konur að verja sig gegn körlum sem hóta þeim líkamlegu og andlegu ofbeldi. Það þarf ekki annað en að fletta upp á vef Landsréttar og slá upp orðinu nálgunarbann til að sjá hversu langt karlar eru reiðubúnir að ganga gagnvart konum, - því kynbundið ofbeldi gegn konum er jú fyrst og fremst vandamál karla, segir María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur hjá ríkislögreglustjóra. Freyr Gígja Gunnarsson ræðir við hana.
Bashar al-Assad, sem á dögunum var hrakinn frá völdum í Sýrlandi á örfáum dögum eftir nær aldarfjórðung á forsetastóli, er kominn til Rússlands, þar sem stjórnvöld veittu honum og fjölskyldu hans hæli af mannúðarástæðum, eins og það var orðað af ónafngreindum heimildarmanni Interfax-fréttastofunnar rússnesku.
Bashar al-Assad, sem er augnlæknir að mennt, tók við forsetaembættinu af föður sínum, Hafez al-Assad, sem lést árið 2000, eftir nær þrjátíu ár á valdastóli. Samtals fóru þeir feðgar því með alræðisvald í Sýrlandi – og beittu því af hörku - í hartnær 55 ár, eða frá árinu 1971, þegar Hafez tókst að hrifsa til sín öll völd eftir röð valdarána áratuginn á undan. Ævar Örn Jósepsson stiklar á stóru í valdatíð al-Assads eldri.
Seint í október skrifuðu fulltrúar samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT og Virðingar stéttarfélags undir kjarasamning sem felur í sér lakari kjör og minni rétt en samningur milli Samtaka atvinnulífsins og Eflingar/Starfsgreinasambandsins. Efling hefur reiknað út að þar muni um rúmlega fimmtíu þúsund krónum í meðalmánuði. Virðing varð til eftir að Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að Eflingarsamningurinn skyldi gilda. Finnbjörn A. Hermannsson forseti Alþýðusambands Íslands segir að Virðingu megi kalla gervistéttarfélag vegna þess hvernig sambandi atvinnurekendanna og þeirra sem gera samninginn er háttað. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Finnbjörn.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Skemmtilegir þættir fyrir börn og fullorðna um barnamenningu af ýmsum toga. Umsjón: Sigrún Harðardóttir.
Við grúskum í gömlum sögum, leikritum og söngvum eftir norska listamanninn Thorbjörn Egner sem er meðal annars þekktur fyrir að skrifa Dýrin í Hálsaskógi og Kardemommubæinn. Thorbjörn Egner var alveg ótrúlegur listamaður og mjög fjölhæfur. Hann var ekki bara rithöfundur heldur var hann líka leikskáld, hannaði búningana og sviðsmynd, leikstýrði og ekki nóg með það heldur samdi hann tónlistina í leikverkunum líka! Við kynnumst verkum Egners með áherslu á Kardemommubæinn og Karíus og Baktus.
Gestir eru leikararnir Kjartan Darri Kristjánsson og Örn Árnason.
Umsjón: Sigrún Harðardóttir
Veðurstofa Íslands.
Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.
Hljóðritun frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar í Prag sem fram fóru í Betlehem kapellunni í Prag, 5. janúar s.l.
Á efnisskrá eru verk eftir Antoni Vivaldi, Wolfgang Amadeus Mozart, Josef Matěj og Antonio Salieri.
Einleikarar: Jiří Houdek trompetleikari, Jakub Bovák víóluleikari, David Pokorný fiðluleikari og básúnuleikarinn Pavel Cermák.
Stjórnandi: Petr Popelka.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Í meira en fjóra áratugi hefur kaffistofa Samhjálpar tekið við fólki sem hafa ekki tök á að sjá sér fyrir mat sjálft, veitt þeim tímabundið húsaskjól og gefið þeim að borða. Starfsemi kaffistofunnar hefur þróast og breyst í gegnum árin og segja má að starfsemin hafi aldrei verið mikilvægari en í dag. Þó er framtíð kaffistofunnar óljós, en Samfélagið kíkti í heimsókn til að fræðast um starfsemina í Borgartúni.
Á dögunum varð eftirlitsmaður Fiskistofu fyrir því að skotið var á dróna sem hann nýtti til eftirlits. Þetta var í þröngum firði vestur á fjörðum og skotin glumdu, þrjú í röð. Manninum var brugðið - enda skammt undan sjálfur, að stjórna drónanum. Viðar Ólason, sviðsstjóri veiðieftirlitssviðs, fiskistofu, er gamall sjómaður. Hann bindur vonir við að atvikið hafi verið undantekning en veit að andúð í garð Fiskistofu grasserar í sumum hópum. Við ræðum þetta alvarlega atvik við Viðar og einnig um fiskveiðieftirlitskerfið í heild, kosti og galla.
Tónlist í þættinum:
BARR - Allt haf.
eftir Birgi Sigurðsson. Höfundur les.
„Hann var fastur í seigfljótandi neti lengst úti í myrkum geimnum. Hann reyndi að losa sig en möskvar myrkursins lögðust þéttar að honum. Skyndilega greindi hann ofurskært ljós í fjarska.“ - Þannig hefst þessi saga sem segir frá Arnari, manni á besta aldri sem kominn er á ákveðin endimörk í lífi sínu. Hjónabandi hans er í rúst, heilsan kannski á tæpu stigi, og Arnar ákveður að yfirgefa Reykjavík og snúa aftur á æskustöðvarnar í sveitinni. Þar tekur líf hans aðra stefnu og öðlast nýtt inntak. Hann nær eins konar viðkvæmu jafnvægi í sál sinni, en jafnframt gerast atburðir sem snerta hann djúpt. Sagan lýsir dramatísku uppgjöri, eins og fleiri verk höfundarins.
(Áður á dagskrá 2009)
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Guðbjörg Thoroddsen leikkona hefur gefið út bókina Baujan sem býr yfir einfaldri sjálfsstyrkingaraðferð og byggir á meðvitaðri öndun í tengslum við tilfinningavinnu, úrvinnslu áfalla og áfallastreitu. Guðbjörg eða Bauja eins og hún er kölluð hefur starfað sem ráðgjafi innan skólakerfis og utan samhliða leiklistinni í fjöldamörg ár og miðar bók hennar að því að hafa stjórn á líðan sinni og tileinka sér núvitund. Guðbjörg kom til okkar í dag.
Það eru 20 ár liðin frá því Kolbrún Björnsdóttir opnaði Jurtaapótekið en Kolbrún hefur starfað við grasalækningar frá því hún útskrifaðist úr grasalæknaskólanum í Bretlandi árið 1993.Hugmyndir Kolbrúnar með stofnun Jurtaapóteks var að fræða fólk um lækningamátt jurta og áhrif betri fæðu. Með þetta að leiðarljósi væri auðveldara fyrir hvern og einn að taka sjálfstæðar ákvarðanir varðandi heilsu sína og lífstíl. Við ræddum við Kolbrúnu í þættinum í dag.
Ingunn Sigurjónsdóttir fæddist árið 1906 og smitaðist ung af berklum og dvaldist síðustu árin sem hún lifði á heilsustofnunum. Bréfin sem hún sendi þaðan foreldrum sínum og systkinum lýsa lífinu þar, lækningaaðferðum, andlegu ástandi berklasjúklinga, löngunum og þrám. Úlfar Bragason safnaði bréfunum saman og út er komin bók sem heitir Ykkar einlæg. Við ræddum við Úlfar.
MANNLEGI ÞÁTTURINN - FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG HELGA ARNARDÓTTIR
Tónlistin í þættinum
Ragnar Bjarnason, Elly Vilhjálms - Jólin alls staðar.
Þór Breiðfjörð - Allt er svo þögult (heilaga nótt).
Erna Hrönn Ólafsdóttir, Pálmi J. Sigurhjartarson Tónlistarm. - Jól.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Hinn 26 ára Luigi Mangione var handtekinn í Pennsylvaniu í fyrradag og sakaður um kaldrifjað morð á forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna í síðustu viku. Allt frá því að morðið átti sér stað hefur honum verið hampað sem hálfgerðri alþýðuhetju á internetinu, og ekki minnkaði aðdáunin eftir að myndir af honum fóru í dreifingu. Kristján og Lóa ræða aftengingu á samfélagsmiðlum, meme, fallega glæpamenn og djúpstæða reiði bandarísku þjóðarinnar.
Persepólis er einhver þekktasta myndasaga síðari ára. Þetta er uppvaxtarsaga íranska höfundarins Marjane Satrapi þar sem spaugilegar hversdagssenur í lífi höfundar og harmleikur þjóðar fléttast listilega saman. Lóa ræðir um írönsku byltinguna, klerkastjórnina og Persepólis við Kjartan Orra Þórsson, Íransfræðing.
"Ef hér er eitthvað til sem heitir þjóð þá er hún kannski eins konar bókaklúbbur, fólk sem les, ræðir lesefnið, kemst að sameiginlegum skilningi og snýr sér þá að næstu bók." Þetta segir Haukur Már Helgason meðal annars í síðasta pistli sínum um upplýsingaóreiðu í Lestinni þetta haustið.
Útvarpsfréttir.
Við hefjum þáttinn á jólalegum nótum. Erla Björg Arnarsdóttir garðyrkjufræðingur er snillingur í jólakransagerð. Hún segir okkur betur frá kúnstinni.
Of mörg umferðaróhöpp verða í jólastressinu í desember. Við förum yfir góð og gild ráð í umferðarflækjum jólanna með Hrefnu Sigurjónsdóttur, verkefnastjóra forvarna hjá Sjóvá og Sigrúnu Önnu Gísladóttur sérfræðingi í bótaskyldu.
Margrét Valdimarsdóttir, dósent í afbrotafræði við Háskóla Íslands, verður gestur okkar eftir átta fréttir þegar við höldum áfram að ræða morðið á framkvæmdastjóra bandaríska sjúkratryggingafyrirtækisins UnitedHealtcare en umræða um það hefur verið fyrirferðamikil í bandarískum fjölmiðlum og stuðningsyfirlýsingum rignir yfir morðingjann.
Við höldum áfram að ræða stöðuna í Sýrlandi, í þetta skiptið út frá íþróttum, en sýrlenska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að breyta merki og lit landsliðsbúningsins. Við ræðum þessar breytingar og setjum í sögulegt samhengi með Jóhanni Páli Ástvaldssyni, íþróttafréttamanni og mannfræðingi.
Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, ræðir við okkur um varnar- og öryggismál í lok þáttar. Heilmikil uppbygging hernaðarmannvirkja fyrir tugi milljarða hefur farið fram á varnarsvæðinu í Keflavík síðustu misserin.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Rúnar Róbertsson leysti Þórð Helga af í dag, miðvikudag. Plata vikunnar, jólalagakeppni Rásar2 og hlustendur hjálpuðu við að velja jólalögin.
Lagalisti:
09:00
Sálin hans Jóns míns - Undir Þínum Áhrifum.
Eivör Pálsdóttir - Dansaður vindur.
Hildur Vala Einarsdóttir - Þú hittir.
Eyþór Ingi Gunnlaugsson - Hugarórar.
Brother Grass - Frostið.
Flott - Mér er drull.
The Stranglers - Skin Deep.
Hootie & The Blowfish - The Christmas Song.
Totally Enormous Extinct Dinasaurs - Crosswalk.
Duran Duran - Evil Woman.
Kjalar - Stúfur.
Michael Kiwanuka - The Rest Of Me.
10:00
Í Svörtum Fötum - Jólin eru að koma.
Addison Rae - Diet Pepsi.
Jungle - Let's Go Back.
Band Aid - Do They Know It's Christmas?
Coldplay - ALL MY LOVE.
Sycamore tree - Scream Louder.
Rakel Pálsdóttir - Með jólin í hjarta mér.
Morgan Wallen - Love Somebody.
Pálmi Gunnarsson - Gleði Og Friðarjól.
Bubbi Morthens - Tveir tveir fjórir.
Herra Hnetusmjör og Björgvin Halldórsson - Þegar þú blikkar.
David Bowie - Sound and Vision.
KK og Ellen - Jólasveinninn minn.
Laddi og Hljómsveit mannanna - Mamma.
Taylor Swift - Christmas Tree Farm (Old Timey Version).
11:00
Bjarni Arason - Allt er gott um jólin.
Bríet - Takk fyrir allt.
The Pogues & Kirsty McColl - Fairytale Of New York.
Flott - Ó, Grýla taktu þér tak.
Bombay Bicycle Club - Always Like This.
Eiríkur Hauksson & Halla Margrét - Þú Og Ég.
Baggalútur - Allir eru að fara í kántrí.
GDRN og Magnús Jóhann Ragnarsson - Jólin eru að koma.
Frumburður og Daniil - Bráðna.
Hreimur - Þú birtist mér aftur.
Andrés Vilhjálmsson og Jónína Björt - Óopnuð jólagjöf.
Alanis Morissette - You Learn.
Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Ragnar Bjarnason - Er líða fer að jólum (Hátíðarútgáfa).
12:00
Lón og Rakel Sigurðardóttir - Hátíðarskap.
Robbie Williams - Forbidden Road.
Wham! - Last Christmas.
Linda Hartmansdóttir - Bara gleðileg jól
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þrír menn sem höfðu kynmök við andlega fatlaða konu að áeggjan yfirmanns hennar eru ekki ákærðir fyrir að nauðga henni. Yfirmaðurinn er ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn henni um árabil og aðalmeðferð í máli hans hófst í morgun.
Ísraelsher reynir að veikja varnir komandi stjórnar í Sýrlandi með stórfelldum árásum á hernaðarmannvirki. Fjölmargir sýrlenskir flóttamenn hafa snúið aftur heim úr nágrannaríkjum síðustu daga.
Sex vinnuhópar skipaðir fulltrúum Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins funda stíft um helstu málaflokka í tengslum við ríkisstjórnarmyndunarviðræður.
Formaður Eflingar segir að 22 fyrirtæki hafi þegar boðað úrsögn sína úr SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði eftir að Efling boðaði aðgerðir gegn aðildarfyrirtækjum samtakanna í gær.
Verði af byggingu sorpbrennslu í Reykjanesi gæti hún séð Reykjanesbæ fyrir heitu vatni. Stjórn Sorpu hefur ákveðið að taka þátt í stofnun undirbúningsfélags um sorpbrennslu.
Formaður Samtaka hernaðarandstæðinga segir uppbyggingu hernaðarmannvirkja á Miðnesheiði sláandi og kallar eftir að hún fái þinglega meðferð.
Snæfríður Sól Jórunnardóttir bætti Íslandsmetið í 100 metra skriðsundi í morgun og tryggði sér um leið þátttökurétt í undanúrslitum heimsmeistaramótsins.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Lovísa Rut stýrði Popplandi þennan miðvikudaginn og var í miklum jólagír. Plata vikunnar var á sínum stað, Nokkur jólaleg lög með Magnúsi Jóhanni og GDRN, póstkort og ný íslensk jólalög frá Svenna Þór og Skjóðu, brot úr nýjasta þætti Árið er, lögin í Jólalagakeppni Rásar 2 og margt fleira skemmtilegt.
Jóhann Helgason & Björgvin Halldórsson - Skilaboð.
Bubbi Morthens - Settu það á mig.
Sigríður Beinteinsdóttir, Baggalútur - Hótel á aðfangadag.
Gunnar Ólason - Komdu um jólin.
GWEN STEFANI - You Make It Feel Like Christmas (ft. Blake Shelton).
Beyoncé - Bodyguard.
ICEGUYS - Þegar jólin koma.
BOB DYLAN - Lay Lady Lay.
Sigurður Guðmundsson, Sigríður Thorlacius - Ekkert blóð.
MACY GRAY - Winter Wonderland.
Mk.gee - ROCKMAN.
SPANDAU BALLET - To cut a long story short.
Dina Ögon - Jag vill ha allt.
Magnús Jóhann Ragnarsson - Hvít jól (ásamt Óskari Guðjónssyni).
GDRN, Magnús Jóhann Ragnarsson - Komdu um jólin.
Óskar Guðjónsson, GDRN - Hvít jól (ásamt Óskari Guðjónssyni).
ALDA DÍS - Velkominn desember (1. sæti Jólalagakeppni Rásar 2 - 2022).
Þesal - Blankur um jólin.
Kælan Mikla - Stjörnuljós.
ELLÝ VILHJÁLMS - Litla Jólabarn.
Bogomil Font, Kristjana Stefánsdóttir, Rebekka Blöndal - Hæ jólasveinn.
SKJÓÐA GRÝLUDÓTTIR & LANGLEGGUR LEPPALÚÐASON - Hún Skjóða (Úrslit í Jólalagakeppni Rásar 2 - 2019).
Fleet Foxes - White Winter Hymnal.
Skjóða Grýludóttir - Jólaljós.
Pétur Ben - The great big warehouse in the sky.
Irglová, Markéta - Vegurinn heim.
Teddy Swims - Bad Dreams.
Bríet - Esjan.
Bubbi Morthens - Ástrós (feat. BRÍET).
Bríet - Sólblóm.
Bríet, Bríet - Fimm.
Bubbi Morthens - Ástrós (feat. BRÍET).
Bríet - Rólegur kúreki.
Bríet - Esjan.
Bríet, Bríet - Rólegur kúreki.
PÁLL ÓSKAR OG BENZIN MUSIC - Mig langar til.
Lúpína - Jólalag lúpínu.
Pálmi Gunnarsson, Brunaliðið - Yfir fannhvíta jörð.
MARGRÉT EIR & FRIÐRIK ÓMAR - Af álfum (10 ára afmælislag Frostrósa).
SÚPER ÚLTÍMET BRÓS, Fríða Hansen - Jólageit.
Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Battery Brain.
Strings, Billy - Gild the Lily.
ELVIS PRESLEY - Blue Christmas.
Svenni Þór, Svenni Þór - Hlauptu hlauptu Rúdolf.
Mars, Bruno, Rosé - APT..
GDRN - Úti er alltaf að snjóa.
Myrkvi - Glerbrot.
Magnús Jóhann Ragnarsson - Úti er alltaf að snjóa.
Ylja - Jólin alls staðar (live).
KK, GDRN, Magnús Jóhann Ragnarsson - Það sem jólin snúast um (ásamt KK).
GDRN, Magnús Jóhann Ragnarsson - Er líða fer að jólum.
WHAM! - Last Christmas.
Laufey - Santa Baby.
Í nýrri bók ævisögu Geirs Haarde gefur Geir innsýn í baksvið stjórnmálanna, meðal annars mánuðina örlagaríku haustið 2008 ásamt innsýn í sitt persónulega líf. Geir segir frá uppvextinum í Vesturbæ Reykjavíkur, MR og námsárunum í Bandaríkjunum en einnig dramatíska atburði úr æsku sem hann hefur aldrei rætt opinberlega áður, þar á meðal viðkvæm fjölskyldumál. Geir var gestur Síðdegisútvarpsins í dag og við heyrðum af því allra helsta sem í bókinni kemur fram.
Textaverk hafa verið vinsæl síðustu árin og nú er svo komið að fjöldi tónlistarmanna eru að selja textaverk nú fyrir jólin. Við fengum til okkar Guðmund Odd eða Godd eins og hann er kallaður til að ræða textaverk og vinsældir þeirra.
Borgarleikhúsið hefur tryggt sér sýningarétt á söngleiknum Moulin Rouge! Um er að ræða nýja útfærslu og er áætluð frumsýning í september 2025.
Og fyrir þá sem ekki vita þá er söngleikurinn byggðr á Óskarsverðlaunamynd Baz Luhrmann frá árinu 2001 sem skartaði þeim Nicole Kidman og Ewan MacGregor í aðalhlutverkum. Brynhildur Guðjónsdóttir leikshússtjóri í Borgarleikhúsinu kom til okkar.
Svo heyrðum við af nýútkominni skáldsögu sem nefnist Svikaslóð en þar segir frá Sverri og Lísu sem tilheyra listalífinu í Reykjavík. Hann er áhrifamikill leikstjóri og höfundur en hún leikkona sem hverfur gjarnan í skuggann. Svo gerast atburðir og við ræddum við höfundinn sem heitir Ragnheiður Jónsdóttir íslenskufræðingur og rithöfundur.
Jón Pétur Ziemsen komst á dögunum inn á alþingi en hann skipaði 3ja sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík suður. Líkt og kunnugt er hefur Jón Pétur gert sig gildandi í umræðunni um skólamál og meðal annars verið duglegur að skrifa pistla og sá nýjasti birtist inni á vefnum adverdaforeldri.is í gær en þar fer hann yfir mikilvægi þess að foreldrar og forráðamenn kenni börnunum góða hegðun því þannig öðlist þau aukna félagsfærni. Jón Pétur kom til okkar í þáttinn í dag.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Fjölmörg tifelli um ofbeldi karla á konum hafa komið upp að undanförnu. Lögfræðingur hjá ríkislögreglustjóra segir langflesta gerendur vera karla.
Ísland þarf að auka enn frekar framlög sín til öryggis- og varnarmála, segir formaður Varðbergs. Aukin hernaðarumsvif á Íslandi eru í samræmi við þróun mála annars staðar á Norðurslóðum, að hans sögn.
Unnið er að viðgerð á Víkurstreng sem flytur rafmagn til Víkur í Mýrdal. Nýr strengur var lagður í rör undir Skógá.
Á fimmta tug fórust þegar bátur fullur af flóttafólki sökk á Miðjarðarhafi. Ellefu ára gömul stúlka fannst á reki þremur dögum eftir skipsskaðann.
Formaður stéttarfélagsins Eflingar segir að ekki verði fallið frá aðgerðum gegn aðildarfyrirtækjum SVEIT (Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði) þótt samtökin hyggist endurskoða kjarasamning sinn við stéttarfélagið Virðingu.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson og Þorgils Jónsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Síðustu daga og vikur hafa birst óhugnanlega fréttir um ofbeldi karla gegn konum. Kynbundið ofbeldi gegn konum er ekkert nýtt en stundum verða frásagnirnar yfirþyrmandi, eins og þessar fréttir bera vitni um. Samkvæmt embætti ríkislögreglustjóra var í fyrra óskað eftir 97 nálgunarbönnum, í langflestum tilvikum eru þetta konur að verja sig gegn körlum sem hóta þeim líkamlegu og andlegu ofbeldi. Það þarf ekki annað en að fletta upp á vef Landsréttar og slá upp orðinu nálgunarbann til að sjá hversu langt karlar eru reiðubúnir að ganga gagnvart konum, - því kynbundið ofbeldi gegn konum er jú fyrst og fremst vandamál karla, segir María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur hjá ríkislögreglustjóra. Freyr Gígja Gunnarsson ræðir við hana.
Bashar al-Assad, sem á dögunum var hrakinn frá völdum í Sýrlandi á örfáum dögum eftir nær aldarfjórðung á forsetastóli, er kominn til Rússlands, þar sem stjórnvöld veittu honum og fjölskyldu hans hæli af mannúðarástæðum, eins og það var orðað af ónafngreindum heimildarmanni Interfax-fréttastofunnar rússnesku.
Bashar al-Assad, sem er augnlæknir að mennt, tók við forsetaembættinu af föður sínum, Hafez al-Assad, sem lést árið 2000, eftir nær þrjátíu ár á valdastóli. Samtals fóru þeir feðgar því með alræðisvald í Sýrlandi – og beittu því af hörku - í hartnær 55 ár, eða frá árinu 1971, þegar Hafez tókst að hrifsa til sín öll völd eftir röð valdarána áratuginn á undan. Ævar Örn Jósepsson stiklar á stóru í valdatíð al-Assads eldri.
Seint í október skrifuðu fulltrúar samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT og Virðingar stéttarfélags undir kjarasamning sem felur í sér lakari kjör og minni rétt en samningur milli Samtaka atvinnulífsins og Eflingar/Starfsgreinasambandsins. Efling hefur reiknað út að þar muni um rúmlega fimmtíu þúsund krónum í meðalmánuði. Virðing varð til eftir að Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að Eflingarsamningurinn skyldi gilda. Finnbjörn A. Hermannsson forseti Alþýðusambands Íslands segir að Virðingu megi kalla gervistéttarfélag vegna þess hvernig sambandi atvinnurekendanna og þeirra sem gera samninginn er háttað. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Finnbjörn.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Sultan er 30 mínútna lagalisti settur saman fyrir þig í hverri viku. Hlustaðu á Sultuna í útvarpinu eða í spilaranum þegar þér hentar. Á föstudögum er sulta dagsins indie disco.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Andrea Jónsdóttir.