Eyðibýlið er viðtals og tónlistarþáttur þar sem viðmælandi er settur í þá stöðu að verða að dvelja í eina viku í einangrun á eyðibýli. Þar hefur hann allt til alls nema fjölmiðla og fjarskiptatæki. Til að stytta honum stundir fær hann að velja nokkur lög til að hlusta á, eina bók til að lesa og svo eitt þarfaþing sem hann má hafa með sér. Í þættinum gerir viðmælandinn grein fyrir vali sínu og svo því helsta sem hann myndi taka sér fyrir hendur í þessar einnar viku einveru.
Gestur þáttarins er dansarinn og danshöfundurinn Melkorka Sigríður Magnúsdóttir sem velur eftirlætistónlistina, eina góða bók og hlut að eigin vali til að taka með sér á eyðibýlið í dag. Umsjón: Margrét sigurðradóttir
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Í þættinum verður fjallað um ítalska tónskáldið Alessandro Stradella sem uppi var á 17. öld. Fluttar verða tríósónata í d-moll og mótettan "Convocamini, congregamini" eftir Stradella. Einnig verður flutt kirkjuarían "Pietà, signore" sem hefur verið eignuð Stradella, en nú er talið öruggt að hún sé ekki eftir hann heldur samin á 19. öld. Þá verður flutt aría úr óperunni "Alessandro Stradella" eftir Friedrich von Flotow. Ævi Stradella var stormasöm og hann féll fyrir morðingjahendi árið 1682. Vegna þessa hefur líf hans verið vinsælt viðfangsefni óperuhöfunda og samdar hafa verið níu óperur um hann. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir.
Tónlist og talmál úr safni útvarpsins.
Í þættinum er eftirfarandi talmálsefni úr safni útvarps notað:
Lárus Rist íþróttakennari talar um íþróttaiðkun og þýðingu íþróttakennslu í skólum landsins. Hluti erindis sem hann flutti í útvarpið árið 1948.
Þorsteinn Bernharðsson talar um þátttöku þriggja Íslendinga í fimmtu vetrarólympíuleikunum í St. Moritz í Sviss en þá voru íslenskir keppendur þátttakendur í fyrsta sinn. Hluti erindis sem flutt ar í útvarp 14. febrúar 1948 að leikunum loknum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Útvarpsfréttir.

Veðurstofa Íslands.
Í Sagnaslóð er leitað fanga úr fortíðinni. Frásagnir úr sögu þjóðarinnar.
Umsjón: Birgir Sveinbjörnsson og Jón Ormar Ormsson.
Fjallað um Matthías Björnsson loftskeytamann, vélstjóra og kennara sem fæddur var 1921 og lauk loftskeytaskólanum 1943 og sigldi eftir það á ýmsum fraktskipum og togurum fram yfir stríðslok bæði til Evrópu og Ameríku. Lesin grein sem Matthías skrifaði í Sextant skólablað Stýrimannaskólans á Dalvík um 1994.
Umsjón: Birgir Sveinbjörnsson.
Lesari með umsjónarmanni Bryndís Þórhallsdóttir.
Þátturinn var fyrst á dagskrá 8. febrúar 2008
Guðsþjónusta.
Sr. Þorvaldur Víðisson þjónar fyrir altari og predikar.
Organisti: Ásta Haraldsdóttir, sem jafnframt stjórnar Kirkjukór Grensáskirkju, auk félaga úr Óperukórnum og karlakór KFUM.
Hugrún Eva Haraldsdóttir leikur á víólu og Guðbjörn Mar Þorsteinsson leikur á selló. Messuþjónar sem lesa bænir: Sigrún Sveinsdóttir, Signý Gunnarsdóttir, Arnþór Ólason og Eirný Ásgeirsdóttir. Lesarar sem lesa ritningarlestra: Sólveig Franklínsdóttir, æskulýðsfulltrúi, Gréta Petrína Zimsen og Helga Björg Gunnarsdóttir.
TÓNLIST:
Fyrir predikun
Sálmur 699. Á björtum degi. Lag og texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson.
Sálmur 583. Frelsarinn góði. Lag: Fredrik A. Ekström. Texti: Bjarni Jónsson.
Sálmur 451. Ljúft er að finna. Lag: Riz Ortolani. Texti Svavar Alfreð Jónsson.
Kórlag: Til að deyja Kristur kom á jörð. Lag: Arnold Börud. Texti: Lilja Kristjánsdóttir.
Forspil: Chanson de nuit eftir Edward Elgar. e. Edward Elgar
Eftir predikun:
Sálmur 572. Eins og hind. Lag: Martin Nyström. Texti: Lilja Kristjánsdóttir.
Faðir vor lag: Heimir Sindrason.
Sálmur 718. Dag í senn. Lag: Oscar Ahnfelt. Texti: Sigurbjörn Einarsson.
Eftirspil: Allegro lag: Benedetto Marcelli.
Útvarpsfréttir.
Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður Flokks fólksins verður næsti mennta- og barnamálaráðherra. Hann tekur við af Ásthildi Lóu Þórsdóttur á ríkisráðsfundi á Bessastöðum eftir hádegi.
Bið verður á því að ákveðið verði hvort kjötvinnslan í grænu vöruskemmmunni við Álfabakka skuli háð umhverfismati því Skipulagsstofnun hefur fram í maí til að taka ákvörðun. Borgin hefur ekki tekið ákvörðun um hvort vöruskemmunni verður breytt.
Um tuttugu jarðskjálftar hafa orðið á Sundhúksgígaröðinni síðasta sólarhring. Aukin skjálftavirkni bendir til að þrýstingur á gosstöðvum sé að aukast.
Borgarstjóri Istanbúl verður að öllum líkindum útnefndur forsetaframbjóðandi helsta stjórnarandstöðuflokksins í Tyrklandi í dag. Í gær var hann úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna ákæru um spillingu.
Enginn var úrskurðaður í gærsluvarðhald vegna hópslagsmála í miðbæ Reykjavíkur á föstudagskvöld. Öllum þrettán sem voru handteknir hefur því verið sleppt.
Engar reglur gilda um það hvaða fangar mega afplána dóma sína í meðferð. Í fyrra afplánuðu 12 fangar dóma sína í meðferð.
Vel gekk að ráða niðurlögum elds í gámum á athafnasvæði Hringrásar í Hafnarfirði í morgun. Mikið af eitur- og spilliefnum voru á svæðinu.
Minnihlutinn í Kópavogi óttast að ákvörðun meirihlutans um að selja hæstbjóðendum byggingarlóðir valdi einsleitni í uppbyggingu hverfa. Meirihlutinn segist hafa brugðist við ákalli með því að auka framboð íbúða á almennum markaði.
Frans páfi sást í fyrsta sinn opinberlega í morgun síðan hann var lagður inn á spítala 14. febrúar. Hann veifaði af svölum Gemelli-sjúkrahússins í Róm hvaðan hann var útskrifaður í dag.
Í Krakkaheimskviðum fjöllum við um fréttir af því sem gerist ekki á Íslandi, en tengist því samt stundum. Karitas kafar í heimsmálin ásamt góðum gestum og fjallar á einfaldan, skýran og skemmtilegan hátt um allt milli himins og jarðar.
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Í þessum þætti Krakkaheimskviða skoðar Karitas hvað er að gerast á Gaza og hvernig er að vera barn þar? Við kynnumst líka hinni 18 ára Asil sem er frá þessu stríðshrjáða svæði en býr nú á Íslandi.
Jósafat Arngrímsson var mikilsvirtur athafnamaður á Suðurnesjum, vonarstjarna í Sjálfstæðisflokknum og í miklum metum hjá bandarískum herforingjum þegar upp komst um stórfelld fjársvik hans og hann hlaut dóm í Hæstarétti. Í þessari fjögurra þátta röð, úr smiðju feðginanna Snærósar Sindradóttur og Sindra Freyssonar, er ævintýralegur og hreint ótrúlegur ferill Jósafats rakinn frá upphafsárum hans í svindli á vellinum í Keflavík og þar til fjársvikin fóru að hlaupa á milljörðum á alþjóðasviðinu í Bretlandi og Írlandi - en þá hafði Jósafat fyrir löngu sagt skilið við nafnið sem honum var gefið í bernsku og farinn að kalla sig Grimson, Joe Grimson.
Umsjón: Snærós Sindradóttir og Sindri Freysson.
Á tíunda áratugnum réðst írska lögreglan í gríðarlega umfangsmikla rannsókn á fyrirhuguðum fíkniefnainnflutningi og ákærði í fyrsta sinn fyrir samsæri um slíkan innflutning. Það kemur ef til vill á óvart að það var Íslendingur sem fyrstur manna var ákærður fyrir téð lagaákvæði, Sigurður Arngrímsson. Málið teygir sig yfir hálfan hnöttinn og er ein stærsta ráðgátan á ævintýralegum ferli Jósafats Arngrímssonar.
Umsjón: Snærós Sindradóttir og Sindri Freysson.
Aðstoð við samsetningu og frágang: Guðni Tómasson
Viðmælendur í þessum þætti: Svanhildur Konráðsdóttir, Alfreð Sturla Böðvarsson og Einar Kárason.
Lesarar í þessum þætti: Oddur Þórðarson, Úlfur Grönvöld og Sindri Freysson.
Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.
Brugðið er á fóninn nokkrum tóndæmum af listafólki sem hefur verið áberandi á verðlaunapöllum tónlistarinnar undanfarið.
Lagalisti:
Fürchte dich nicht (Do not fear) -J S Bach - Voces Suaves og Akademie für alte Music Berlin
I get joy - Corey Henry
Corrina - Taj Mahal
Innocence - Snorri Hallgrímsson
Stjörnuhrap - Snorri Hallgrímsson - Kammerkór Suðurlands
Malu 'Ulu A'o Lele - Kalani P’ea
Sif Margrét Tulinius spilar Dark Gravity - prt 4 eftir Viktor Orra Árnason
Víkingur Ólafsson spilar The Branch eftir Thomas Adés og
Þar sem ég smáu fræi í fold eftir Snorra Sigfús Birgisson
Katla - Kjartan Valdemarsson - Stórsveit Reykjavíkur
Herbie Hancock syrpa:
Dolphin dance / Footprints / Rockit / Moon
Split the lark - John Zorn/Emily Dickinson - Barbara Hannigan og Stephen Gosling
We are the Champions - Queen
Hvað fékk íbúa Flateyjar á Skjálfanda til að taka sig saman um að yfirgefa heimili sín, alla sem einn? Árið var 1967 og nokkru áður höfðu allir ábúendur flutt úr afskekktum byggðum Flateyjarskaga — landsvæði sem hafði framfleytt fjölda fólks en líka kostað fjölda mannslífa.
Þarna voru mannabyggðir á ystu þröm og gerðar tilraunir með þanþol fólks. Tilraun sem stóð í þúsund ár.
Umsjón og dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir.
Ritstjórn og samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Mikil tengsl voru á milli Flateyjar og Flateyjardals en dalurinn fór í eyði nokkru áður, eins og fleiri afskekktar byggðir á norðausturhluta landsins. Saga eyjunnar og dalsins er samofin á svo margan hátt, hjónabönd urðu til, fólk fluttist búferlum á milli og jafnvel kirkjan var flutt á milli lands og eyju. Viðmælendur í þættinum, sem er annar þátturinn af sex í þáttaröðinni, eru: Guðmundur A. Hólmgeirsson, Hallur Jóhannesson og Jóhannes Jónsson.

Veðurfregnir kl. 18:50.
Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Sigríður Rún Tryggvadóttir, prófastur í Austurlandsprófastsdæmi og prestur í Egilsstaðaprestakalli. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfunda hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Sigríður talaði um eftirfarandi bækur og höfundar:
Játning e. Ólaf Jóhann Ólafsson
Þessir djöfulsins karlmenn e. Andrev Walden
Guð hins smáa e. Arundhati Roy
Veisla undir grjótvegg, smásögur e. Svövu Jakobsdóttur
og svo var það bók bókanna, Biblían.
Jósafat Arngrímsson var mikilsvirtur athafnamaður á Suðurnesjum, vonarstjarna í Sjálfstæðisflokknum og í miklum metum hjá bandarískum herforingjum þegar upp komst um stórfelld fjársvik hans og hann hlaut dóm í Hæstarétti. Í þessari fjögurra þátta röð, úr smiðju feðginanna Snærósar Sindradóttur og Sindra Freyssonar, er ævintýralegur og hreint ótrúlegur ferill Jósafats rakinn frá upphafsárum hans í svindli á vellinum í Keflavík og þar til fjársvikin fóru að hlaupa á milljörðum á alþjóðasviðinu í Bretlandi og Írlandi - en þá hafði Jósafat fyrir löngu sagt skilið við nafnið sem honum var gefið í bernsku og farinn að kalla sig Grimson, Joe Grimson.
Umsjón: Snærós Sindradóttir og Sindri Freysson.
Á tíunda áratugnum réðst írska lögreglan í gríðarlega umfangsmikla rannsókn á fyrirhuguðum fíkniefnainnflutningi og ákærði í fyrsta sinn fyrir samsæri um slíkan innflutning. Það kemur ef til vill á óvart að það var Íslendingur sem fyrstur manna var ákærður fyrir téð lagaákvæði, Sigurður Arngrímsson. Málið teygir sig yfir hálfan hnöttinn og er ein stærsta ráðgátan á ævintýralegum ferli Jósafats Arngrímssonar.
Umsjón: Snærós Sindradóttir og Sindri Freysson.
Aðstoð við samsetningu og frágang: Guðni Tómasson
Viðmælendur í þessum þætti: Svanhildur Konráðsdóttir, Alfreð Sturla Böðvarsson og Einar Kárason.
Lesarar í þessum þætti: Oddur Þórðarson, Úlfur Grönvöld og Sindri Freysson.
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.
Þátturinn tekst á við þá spurningu hvort mögulegt er að læra nýtt tungumál á 10 mánuðum. Talað er við þau Yuru Harada sem er skiptinemi á Íslandi frá Japan og Orra Eliasen sem er skiptinemi á Ítalíu frá Íslandi. Þau settu sér bæði það markmið að læra nýtt tungumál í 10 mánaða dvöl í nýju landi. Við heyrum hvort þau náðu markmiðum sínum. Renata Emilsson Peskova er sérfræðingur í fjöltyngi á menntavísindasviði HÍ svarar hversu raunhæft markmið það er fyrir 17 ára ungmenni að læra tungumál á 10 mánuðum.
Umsjón: Harpa Rut Hilmarsdóttir

Veðurfregnir kl. 22:05.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Aftur er lesið út æviminningum Hagalíns og í þetta sinn úr þeim köflum bókarinnar frá bernskuárum hans er fjalla um dýrin á bænum og dýrin í náttúrunni á Vestfjörðum. Frásagnarsnilld Hagalíns nýtur sín einkar vel í þessum skemmtilegu, litríku og fallegu frásögnum.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.
Jón eigrar um akra tónlistarinnar, léttstígur og viljugur með skemmtilega fróðleiksmola í farteskinu.
Íslensk tónlist spilar yfirleitt stórt hlutverk. Þægilegur og laufléttur morgunþáttur í umsjón frumherja Rásar 2.
Umsjón: Jón Ólafsson
Danir tveir létu ljós sitt skína, Bill Fay var minnst og svo fékk tyggjókúlupoppið að fljóta með.
Útvarpsfréttir.
Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður Flokks fólksins verður næsti mennta- og barnamálaráðherra. Hann tekur við af Ásthildi Lóu Þórsdóttur á ríkisráðsfundi á Bessastöðum eftir hádegi.
Bið verður á því að ákveðið verði hvort kjötvinnslan í grænu vöruskemmmunni við Álfabakka skuli háð umhverfismati því Skipulagsstofnun hefur fram í maí til að taka ákvörðun. Borgin hefur ekki tekið ákvörðun um hvort vöruskemmunni verður breytt.
Um tuttugu jarðskjálftar hafa orðið á Sundhúksgígaröðinni síðasta sólarhring. Aukin skjálftavirkni bendir til að þrýstingur á gosstöðvum sé að aukast.
Borgarstjóri Istanbúl verður að öllum líkindum útnefndur forsetaframbjóðandi helsta stjórnarandstöðuflokksins í Tyrklandi í dag. Í gær var hann úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna ákæru um spillingu.
Enginn var úrskurðaður í gærsluvarðhald vegna hópslagsmála í miðbæ Reykjavíkur á föstudagskvöld. Öllum þrettán sem voru handteknir hefur því verið sleppt.
Engar reglur gilda um það hvaða fangar mega afplána dóma sína í meðferð. Í fyrra afplánuðu 12 fangar dóma sína í meðferð.
Vel gekk að ráða niðurlögum elds í gámum á athafnasvæði Hringrásar í Hafnarfirði í morgun. Mikið af eitur- og spilliefnum voru á svæðinu.
Minnihlutinn í Kópavogi óttast að ákvörðun meirihlutans um að selja hæstbjóðendum byggingarlóðir valdi einsleitni í uppbyggingu hverfa. Meirihlutinn segist hafa brugðist við ákalli með því að auka framboð íbúða á almennum markaði.
Frans páfi sást í fyrsta sinn opinberlega í morgun síðan hann var lagður inn á spítala 14. febrúar. Hann veifaði af svölum Gemelli-sjúkrahússins í Róm hvaðan hann var útskrifaður í dag.
Rúnar Róberts í huggulegum sunnudagsgír með mikið af tónlist frá níunda áratugnum, "Eitís".
Topplagið 23. mars 1989 í Bandaríkjunum var lagið The Living years með Mike & The Mechanics, plata Talking Heads, Speaking in Tongues frá 1983 var "eitís" plata vikunnar og heyrðum við tvö lög af henni. Skoska hljómsveitin Deacon Blue áttu Nýjan ellismell vikunnar af nýrri plötu sem kom út á föstudaginn var og heitir The Great Western Road. Lagið sem við heyrðum er Turn Up Your Radio!
Lagalisti:
EGÓ - Fjöllin Hafa Vakað.
Norman Greenbaum - Spirit in the sky.
Sálin Hans Jóns Míns - Hvar Er Draumurinn?.
Chappell Roan - The Giver.
Spin Doctors - Little Miss Can't Be Wrong.
Jón Jónsson og Una Torfadóttir - Vertu hjá mér.
Hjálmar - Gakktu alla leið.
Mike & The Mechanics - The Living Years.
B.A. Robertson - Flight 19.
The Black Keys & DannyLux - Mi Tormenta.
Dr. Alban - Sing Halelujah.
Mammút - Rauðilækur.
Sabrina Carpenter - Busy Woman.
Módel - Lífið er lag.
Fontaines D.C. - Favourite.
Jungle - Keep Moving.
Paul McCartney - Maybe I'm Amazed.
14:00
Ágúst - Eins og þú.
Devo - Whip it.
U2 - Electrical Storm.
Talking Heads - Burning Down the House.
Talking Heads - This Must Be The Place (Naive Melody).
Lizzo - Still Bad.
Pet Shop Boys - Always On My Mind.
Sigrún Stella - Sideways.
Wet Wet Wet - Love is all around.
BLUR - Song 2.
Elvis Presley - Blue Suede Shoes.
Leon Bridges - Laredo.
Haim - Don't Wanna.
Prince - Sign 'O' the times.
15:00
Friðrik Dór og Bubbi Morthens - Til hvers þá að segja satt?.
Cyndi Lauper - Girls Just Want To Have Fun.
Teddy Swims - Guilty.
R.E.M. - Losing My Religion.
Tinna Óðinsdóttir - Þrá.
Salka Sól Eyfeld - Sólin og ég.
Sophie B. Hawkins - Damn I Wish I Was Your Lover.
Billy Joel - It's Still Rock And Roll To Me.
Björg Pé - Timabært.
John Lennon - Woman.
Deacon Blue - Turn Up Your Radio!.
Chaka Khan - Ain't nobody.
The Cars - My Best Friend's Girl.
Bríet - Rólegur kúreki.
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Steinar Berg Ísleifsson hlaut á dögunum heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir ævistarf sitt sem er langt og umfangsmikið.
Steinar var áratugum saman einn mikilvægasti maðurinn í tónlistarlífinu á Íslandi. Hann var útgefandi sem gaf út plötur með flestum helstu stjörnum íslensks tónlistarlífs: Stuðmenn, Spilverk þjóðanna, Þú og ég, HLH flokkinn og Björgvin, Laddi, Start, Jóhann Helgason, Eiríkur Hauksson, Mezzoforte, Bubbi Morthens, Utangarðsmenn, Egó, Greifarnir, Todmobile, Nýdönsk, Sálin hans Jóns míns, Bjartmar Guðlaugsson, Stjórnin, Jet Black Joe, Maus, Bang Gang, Ragga Gröndal og svo framvegis. Steinar Berg er gestur Rokklands þessa vikuna.
Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.

Fréttastofa RÚV.
Gjallarhorn fyrir nýjar raddir, nýstárlegar hugmyndir, óhljóð og tónlist sem þú hefur aldrei heyrt. Í Ólátagarði á íslensk grasrótartónlist griðarstað.
Umsjón: Einar Karl Pétursson og Björk Magnúsdóttir.
Sjöttu tónleikar Upprásarinnar þennan vetur fóru fram 11. mars síðastliðin og við ólátabelgirnir létum okkur að sjálfsögðu ekki vanta! Á tónleikunum komu fram sýrurokk hljómsveitin Samosa, raf-dúóið Unfiled sem var jafnframt með „sjónleika“ og söngvaskáldið Eló sem hreppti annað sæti í Músíktilraunum 2024. Í þættinum má heyra viðtöl við þau og lifandi flutning frá tónleikunum.
Andrés Þór Þorvarðarson - Ólátagarður
Supersport! - Stærsta hugmyndin
Spacestation - Cosmic man
Áslaug Einarsdóttir - Saman alla daga
Ari Árelíus - Sakramentið
Skelkur í bringu - Ultimate Ævintýraferð
AfterpartyAngel - Fury
KUSK, Óviti - Læt frá mér læti
Xiupill - Because of us
Flórurnar - Risaeðlur (í tilvistarkreppu)
Yang Soup - i am incredible
Flaryyr - THE CIVILIZED FIRST WORLD IS A DEATH CULT.
Samosa - Think It Over, Then Think Again (brot)
Samosa - Litli refur (upptaka frá Upprásinni, 11.03.2025)
Samosa - Lizards and pumpkins and things (upptaka frá Upprásinni, 11.03.2025)
Unfiled - (upptaka frá Upprásinni, 11.03.2025)
Eló - Upp til skýja (upptaka frá Upprásinni, 11.03.2025)
Eló - The Only Cost Is Me (upptaka frá Upprásinni, 11.03.2025)
Grýbos - Úllen dúllen doff
Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Að þessu sinni er það tónlistarkonan Sunna Margrét, sem hefur skapað sér einstakt rými á íslenskri og alþjóðlegri tónlistarsenu. Nýja platan hennar, Finger on Tongue, er hrífandi blanda af tilraunakenndu poppi og rafrænum áhrifum. Við ræðum plötuna, sköpunarferlið og hvernig hún sér framtíðina fyrir sér í tónlistinni.