22:10
Litla flugan
Spela en klämmig melodi
Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Litla flugan flýgur hring um gamla Kalmar-sambandið; Noreg, Svíþjóð og Danmörku, og dustar rykið af norrænu tungumálakunnáttunni í ljósi nýjustu fregna um áhuga Íslendinga á því að sameinast norsku þjóðinni á nýjan leik. Hedemark-sextettinn, Lily og Peter, Thore Skogman og Sven-Ingvars sjá hlustendum fyrir dans og söng að norrænum sið. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir

Er aðgengilegt til 27. desember 2024.
Lengd: 39 mín.
e
Endurflutt.
,