07:03
Morgunvaktin
Kaupmáttur og hlutabréf, Berlínarspjall og Benedikt Gröndal í Bandaríkjunum
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Við fjölluðum um eignaumsýslu Seðlabankans eftir hrun í spjalli með Þórði Snæ Júlíussyni, en nýverið upplýsti bankinn um plúsa og mínusa eftir ástarbréfaviðskiptin margfrægu á bóluárunum. Þórður fór yfir málið og ræddi líka um kaupmátt ráðstöfunartekna og hlutabréfaverð.

Arthur Björgvin Bollason var með okkur. Fram undan eru kosningar í þremur fylkjum Þýskalands og fyrir þeim er talsverð spenna eins og jafnan þegar kosið er í landinu. Berlínarlestin, S-bahn, og hin dýra list - klassíska tónlistin, voru líka á dagskrá Berlínarspjalls.

Undir lok þáttar fórum við svo rúm 80 ár aftur í tímann. 1943 hóf Benedikt Gröndal, síðar forsætis- og utanríkisráðherra, nám við Harvard háskóla í Boston í Bandaríkjunum. "Það er mér ennþá hulin ráðgáta, hvernig ég fór að því að komast í rétta járnbrautarlest í Grand Central stöðinni í New York, en sú stöð er slíkt völundarhús, að jafnvel óvitlausum meðal innfæddra fyrirgefst, þótt þeir villist þar,” rifjaði Benedikt upp í grein í tímaritinu Garði fjórum árum síðar. Við lásum úr greininni.

Tónlist:

Thad Jones / Mel Lewis Orchestra - Big dipper.

Dinah Shore - Blues in the night.

Anne-Sophie Mutter - Summertime.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,