Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Sighvatur Karlsson flytur.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Við fjölluðum um eignaumsýslu Seðlabankans eftir hrun í spjalli með Þórði Snæ Júlíussyni, en nýverið upplýsti bankinn um plúsa og mínusa eftir ástarbréfaviðskiptin margfrægu á bóluárunum. Þórður fór yfir málið og ræddi líka um kaupmátt ráðstöfunartekna og hlutabréfaverð.
Arthur Björgvin Bollason var með okkur. Fram undan eru kosningar í þremur fylkjum Þýskalands og fyrir þeim er talsverð spenna eins og jafnan þegar kosið er í landinu. Berlínarlestin, S-bahn, og hin dýra list - klassíska tónlistin, voru líka á dagskrá Berlínarspjalls.
Undir lok þáttar fórum við svo rúm 80 ár aftur í tímann. 1943 hóf Benedikt Gröndal, síðar forsætis- og utanríkisráðherra, nám við Harvard háskóla í Boston í Bandaríkjunum. "Það er mér ennþá hulin ráðgáta, hvernig ég fór að því að komast í rétta járnbrautarlest í Grand Central stöðinni í New York, en sú stöð er slíkt völundarhús, að jafnvel óvitlausum meðal innfæddra fyrirgefst, þótt þeir villist þar,” rifjaði Benedikt upp í grein í tímaritinu Garði fjórum árum síðar. Við lásum úr greininni.
Tónlist:
Thad Jones / Mel Lewis Orchestra - Big dipper.
Dinah Shore - Blues in the night.
Anne-Sophie Mutter - Summertime.
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Páll á að baki ríflega 40 ára starfsferil lí fjölmiðlum sem hann segir lengi vel hafa einkennst af ysi, þysi og þrasi. Með árunum segist hann verað friðsælli. Mér finnst ég skárri maður núna en ég var fyrir til dæmis 20 árum,
Veðurstofa Íslands.
Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.
Ólympíuleikunum í París lauk á sunnudaginn, eftir þrjár vikur smekkfullar af íþróttum, svo jafnvel einhverjum þykir nóg um. Nær öll sjálfstæð ríki senda keppendur sína á Ólympíuleikana, þennan risastóra viðburð sem fangar athygli heimsbyggðarinnar á fjögurra ára fresti. En saga leikanna er þó margbrotnari og um margt furðulegri en flesta grunar. Stefán Pálsson sagnfræðingur og íþróttaáhugamaður, stýrir námskeiði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands þar sem hann ætlar að dýpka skilning þáttakenda á Ólympíuleikunum og lygilegri sögu þeirra sem spannar nærri 130 ár. Stefán kom í þáttinn og fræddi okkur um áhugaverðar hliðar á Ólympíuleikunum í dag.
Páll Ásgeir Ásgeirsson, leiðsögu- og útivistarmaður, var svo hjá okkur, eins og aðra þriðjudaga í sumar með það sem við köllum Veganestið. Í dag talaði hann um dásemdir þess að ferðast með allt á bakinu og hvernig hægt er að æfa sig í því.
Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þættinum:
Á sjó / Hljómsveit Ingimars Eydal og Þorvaldur Halldórsson (Don Wayne, texti Ólafur Ragnarsson)
Þó líði ár og öld / Björgvin Halldórsson (M. Brown, B.Calili, T. Sansone, texti Kristmann Vilhjálmsson)
Að slá í gegn / Stuðmenn (Valgeir Guðjónsson)
Þrek og tár / Haukur Morthens, Erla Þorsteinsdóttir og hljómsveit Jörn Grauengard (Otto Lindblad, texti Guðmundur Guðmundsson)
UMSJÓN GUNNAR HANSSON
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Reykkafarar náðu manni úr brennandi íbúð í miðborg Reykjavíkur í morgun og var hann fluttur á slysadeild. Íbúar í tveimur öðrum íbúðum í húsinu komust út af sjálfsdáðum.
Innrás Úkraínumanna í Kúrsk hérað í Rússlandi linnir um leið og Rússar fallast á réttlátan frið, tilkynntu stjórnvöld í Kyiv í morgun. Úkraínumenn segjast hafa náð um eitt þúsund ferkílómetra svæði í héraðinu á sitt vald.
Framkvæmdastjóri Landverndar segir skorta heildarstefnu um nýtingu vindorku á Íslandi áður en vindaflsvirkjun við Búrfell verður að veruleika. Orkustofnun veitti Landsvirkjun í gær leyfi til að reisa 30 vindmyllur sem hver verður allt að 150 metra há.
Útbreiðsla makríls við Ísland hefur ekki mælst minni frá því að Hafrannsóknarstofnun hóf rannsóknir árið 2010. Leiðangursstjóri segir að ballið gæti næstum verið búið hvað varðar makrílgengd inn í íslenska landhelgi.
Milljarðamæringurinn Elon Musk fór fögrum orðum um Donald Trump, forsetaframbjóðanda í samtali sem þeir áttu á samfélagsmiðlinum X í gærkvöld. Trump fór mikinn um innflytjendamál og alla vankanta núverandi forseta Bandaríkjanna.
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir þörf á umræðu um gjaldfrjáls námsgögn og skólamáltíðir. Huga verði að rekstri sveitarfélaga sem oft sé stillt upp við vegg.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Það sem fyrir mánuði síðan leit út fyrir að vera öruggt tap Joe Biden, og öruggur sigur Trumps í kapphlaupinu um forsetastólinn í Bandaríkjunum, hefur snúist í óvænta átt. Varaforsetaefni Harris, Tim Walz, virðist ganga fantavel að skapa stemningu fyrir framboði þeirra á meðan varaforsetaefni Trump, J.D. Vance, virðist ganga ögn verr að ná til almennings. Þóra Tómasdóttir ræddi við Silju Báru Ómarsdóttur, prófessor í alþjóðastjórnmálum við Háskóla Íslands.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Brynjar Daðason lærði snemma á kassagítar, en leitaði síðan í jazz og þaðan í tilraunamúsík. Þó hann leiki aðallega eigin tónsmíðar er hann gefinn fyrir spuna.
Lagalisti:
Agalma X - take ten, part one
Pretty Late - Pretty late
Pretty Late - Bíó Paradís
Roots - Condemned
Roots - Klara
Agalma XIII - take thirteen, part one
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Þriðji þátturinn þar sem lesið er úr viðtölum sem skáldið og ritstjórinn átti við allskonar fólk. Hér lýkur viðtali Matthíasar við Eitilríði Pálsdóttur og síðan lesið úr viðtali við Maríu Andrésdóttur og loks við Hlín Johnson um kynni hennar við Einar Benediktsson.
Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er að gerast í menningu í sumar.
Á sýningunni Murr í Listasafni Reykjavíkur er velt upp spurningum um hvað fái listamenn til að vinna endurtekið að sama viðfangsefninu, oft með svipuðum hætti? Hvað fær listamenn til að setja sér reglur og fylgja þeim eftir í þaula, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár eða jafnvel í áratugi? Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, sýningarstjóri Murr, ræðir við Höllu Harðardóttur um sýninguna.
Longlegs er fjórða kvikmynd hins bandaríska Oz Perkins, leikstjóra og handritshöfundar. Nicolas Cage fer með eftirminnilega rullu í myndinni, en sá hefur verið á miklu flugi undanfarin ár og tekið að sér fjölda áhugaverðra hlutverka í listamyndum og hrollvekjum ýmis konar. Við heyrum í Mio Storasen Högnasyni, en hann er mikill aðdáandi Cage.
Tómas Ævar Ólafsson heldur áfram með sjomlahornið, seríu sem hóf göngu sína í Víðsjá í vor. Í þætti dagsins er það sjomlinn Friedrich Nietzsche sem er til umfjöllunar.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Karlmaður lést í bruna við Amtmannsstíg.
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja enga ástæðu til að óttast um framtíð markílveiða þrátt fyrir að rannsóknarleiðangur Hafró gefi til kynna minni makrílgengd inn í landhelgi Íslands.
Innrás Úkraínuhers inn í Kúrsk heldur áfram. Herinn hefur náð yfirráðum yfir sjötíu og fjórum þéttbýliskjörnum í Rússlandi. Pútín Rússlandsforseti hótar hörðum viðbrögðum.
Danskur sérfræðingur í tal- og raddbeitingu telur líklegt að sá sem heyrist í, á upptöku, sé Pétur Jökull, sá sem er grunaður um að eiga stóran þátt í tilraun til að smygla um 100 kílóum af kókaíni til Íslands fyrir tveimur árum.
Byrjað verður að bora eftir heitu og köldu vatni á Vopnafirði á næstu dögum.
Ríkislögreglustjóri keypti í fyrra lögregluhjálma fyrir 47 milljónir króna.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, var í samskiptum við dómsmálaráðuneytið í aðdraganda þess að Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, var áminntur fyrir ummæli sín um hælisleitendur og homma sumarið 2022. Ráðuneytið gerði aldrei neinar athugasemdir við áminninguna.
Rússar hafa áttt í stökustu vandræðum með að stöðva sókn innrásarhers Úrkaínumanna - innrásin kom Rússum í opna skjöldu...eins og fleirum, líka hernaðarsagnfræðingnum Erlingi Erlingssyni, sem spáir á eftir í framhaldið - og í viðbrögð og viðbragðaleysi erlendra ráðamanna við innrásinni.
Norrænir víkingar voru ofbeldismenn – eða svo segja allar kaþólskar heimildir um víkingaöldina. Ný fjölþjóðleg rannsókn sýnir að þetta er bæði satt og logið. Norskir víkingar sveifluðu sverðum meðan danskir víkingar voru meira í bisness.
Veðurstofa Íslands.
Hljóðritanir frá sumartónlistarhátíðum víðs vegar að úr Evrópu.
Hljóðritun frá opnunartónleikum tónlistarhátíðarinnar Sumartónleika í Skálholti, 6. júlí sl þar sem flutt voru verk eftir Báru Gísladóttur, staðartónskáld hátíðarinnar.
Flytjendur: Barokkbandið Brák, Herdís Anna Jónasdóttir sópran, Guðrún Óskarsdóttir á sembal og Bára Gísladóttir á kontrabassa.
Umsjón: Ása Briem.
Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.
Ólympíuleikunum í París lauk á sunnudaginn, eftir þrjár vikur smekkfullar af íþróttum, svo jafnvel einhverjum þykir nóg um. Nær öll sjálfstæð ríki senda keppendur sína á Ólympíuleikana, þennan risastóra viðburð sem fangar athygli heimsbyggðarinnar á fjögurra ára fresti. En saga leikanna er þó margbrotnari og um margt furðulegri en flesta grunar. Stefán Pálsson sagnfræðingur og íþróttaáhugamaður, stýrir námskeiði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands þar sem hann ætlar að dýpka skilning þáttakenda á Ólympíuleikunum og lygilegri sögu þeirra sem spannar nærri 130 ár. Stefán kom í þáttinn og fræddi okkur um áhugaverðar hliðar á Ólympíuleikunum í dag.
Páll Ásgeir Ásgeirsson, leiðsögu- og útivistarmaður, var svo hjá okkur, eins og aðra þriðjudaga í sumar með það sem við köllum Veganestið. Í dag talaði hann um dásemdir þess að ferðast með allt á bakinu og hvernig hægt er að æfa sig í því.
Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þættinum:
Á sjó / Hljómsveit Ingimars Eydal og Þorvaldur Halldórsson (Don Wayne, texti Ólafur Ragnarsson)
Þó líði ár og öld / Björgvin Halldórsson (M. Brown, B.Calili, T. Sansone, texti Kristmann Vilhjálmsson)
Að slá í gegn / Stuðmenn (Valgeir Guðjónsson)
Þrek og tár / Haukur Morthens, Erla Þorsteinsdóttir og hljómsveit Jörn Grauengard (Otto Lindblad, texti Guðmundur Guðmundsson)
UMSJÓN GUNNAR HANSSON
Krisbjörg Kjeld les söguna Rán eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur. Sögukonan er íslensk menntakona, Rán að nafni. Hún hefur lifað og starfað fjarri heimahögunum öll sín fullorðinsár, mótast og þroskast á framandi slóðum. Nú er hún á leið frá heimili sínu og manni í Sviss til fósturjarðarinnar, með viðkomu í Barcelona þar sem hún átti viðburðaríkt líf við nám á æskuárum. Og þar komst hún i kynni við eldhugann og andófsmanninn Roberto sem reyndist henni mikill ölagavaldur. Þessi ferð reynist sársaukafullt stefnumót Ránar við fortíðina. Bókin var gefin úr árið 2008.
(Áður á dagskrá 2011)
Veðurstofa Íslands.
Dallas! Sjónvarpsþátturinn sem breytti miðvikudagskvöldum Íslendinga. Þátturinn sem sumir elskuðu og aðrir elskuðu að hata. Þátturinn sem breytti tungumálinu, sem samin voru lög um og allir töluðu um.
Hver skaut JR og afhverju var Bobby svona lengi í sturtu?
Hvers vegna urðu Íslendingar helteknir af olíubarónum með risastóra kúrekahatta í Texas?
Umsjón: Anna Lilja Þórisdóttir.
Ritstjórn og samsetning: Anna Marsibil Clausen og Gígja Hólmgeirsdóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Íslendingar voru helteknir af Dallas og skutu upp Dallas flugeldum um áramótin, sátu í Dallas-sófasettum, fóru í Dallas-veislur og hlustuðu á Dallas-lög. Fólk átti sínar uppáhaldspersónur og hélt með þeim í gegnum þykkt og þunnt: allir elskuðu að hata JR og vorkenndu Sue Ellen. Dallas var sýnt í 14 ár, þátturinn eignaðist bæði keppinauta og afkvæmi og á endanum var söguþráðurinn kominn nokkuð langt frá því sem var í byrjun.
Viðmælendur: Halldór Gylfason, Hinrik Bjarnason, Arnar Eggert Thorodsen, Erla Ragnarsdóttir og Karl Ferdinand Thorarensen.
Umsjón: Anna Lilja Þórisdóttir.
Ritstjórn og samsetning: Anna Marsibil Clausen og Gígja Hólmgeirsdóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Ingi Guðnason, frá Bæjum á Snæfjallaströnd, á mögulega kuldagalla og stígvélum líf sitt að launa. Hann þurfti að ganga um 20 kílómetra leið í slagviðri um verslunarmannahelgina eftir að hann festi bíl sinn, þegar vegurinn um Kaldalón í Ísafjarðardjúpi lokaðist vegna vatnavaxta. Hann gekk alla nóttina til að koma sér í skjól og símasamband, og það var mikið lán að hann skyldi vera með kuldafötin í bílnum. Ingi kom til okkar og sagði okkur betur frá þessari svaðilför.
Í kringum Akureyri eru ýmsar skemmtilegar hjólaleiðir. Rafhjólaklúbbur Akureyrar stendur fyrir alls konar hjólaferðum sem henta bæði byrjendum og lengra komnum, ungum sem öldnum. Við slógum á þráðinn til Davíðs Rúnars Gunnarssonar, eins stofnenda klúbbsins, og fengum bæði ferðasögur og upplýsingar um hvað er á döfinni hjá klúbbnum.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, telur að sóun sé fólgin í því að skólar bjóði nemendum upp á gjaldfrjáls námsgögn. Hún segir að börn beri síður virðingu fyrir hlutum sem þau eigi ekki sjálf. Í viðtali við Morgunblaðið vísaði hún til þess að Hafnarfjarðarbær hefði ákveðið að draga úr gjaldfrjálsum námsgögnum vegna aukinnar sóunar. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, kom til okkar og sagði frá því hvernig þessum málum er háttað þar í bæ.
Við fengum svo til okkar tæknispekúlantinn Guðmund Jóhannsson, sem er alltaf með eitthvað fróðlegt og skemmtilegt í farteskinu.
Lagalisti:
Unnsteinn Manuel Stefánsson og Haraldur ari Stefánsson - Til þín
R.E.M. - Losing My Religion
Jagúar - One Of Us
Oasis - Don't Look Back In Anger
Daði Freyr Pétursson - I'm not bitter
Chappell Roan - Good Luck, Babe!
Bob Marley - Buffalo soldier
Langi Seli og Skuggarnir - Breiðholtsbúgí
Bubbi Morthens - Brotin loforð
U2 - Hold Me, Thrill Me, Kiss Me, Kill Me
Michael Kiwanuka - One More Night
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Verum saman þennan frábæra þriðjudag, förum yfir alls kyns sem gerðist í sögulegu samhengi og hlustum á góða tónlist.
Lagalisti:
Valdis, JóiPé - Þagnir hljóma vel.
Taylor, James, King, Carole - Country road.
FLEETWOOD MAC - Little Lies.
Coldplay - Feelslikeimfallinginlove.
Fred again.., Obongjayar - Adore u.
Sigur Rós - Inní mér syngur vitleysingur.
PHARRELL - Happy.
TLC - Creep.
Ware, Jessie, Romy - Lift You Up.
SIGRÚN STELLA - Circles.
NEW ORDER - True Faith.
Timberlake, Justin - Selfish.
Jungle - Back On 74.
Spilverk þjóðanna - Miss You.
TALKING HEADS - Psycho Killer.
Daði Freyr Pétursson - Fuck City.
Carpenter, Sabrina - Espresso.
Gossip - Heavy Cross.
DAVID BOWIE - Life On Mars.
Helgi Björnsson - Himnasmiðurinn.
ALANIS MORISSETTE - Ironic.
DIKTA - From Now On.
LORDE - Royals.
R.E.M. - Everybody Hurts.
KLEMENS HANNIGAN - Spend Some Time On Me Baby.
THE CORAL - In The Morning.
ICEGUYS - Gemmér Gemmér.
BACKSTREET BOYS - Larger Than Life.
Björn Jörundur Friðbjörnsson, Fjallabræður, Emmsjé Gauti - Fullkominn dagur til að kveikja í sér.
ROSE ROYCE - Car Wash.
PURPLE DISCO MACHINE - In The Dark.
Bee Gees - Night Fever.
GDRN - Parísarhjól.
BEN HOWARD - Keep Your Head Up.
Combs, Luke - Fast Car.
Snorri Helgason - Ingileif.
TERENCE TRENT D'ARBY - Wishing Well.
Stjórnin - Í augunum þínum.
SWEET - Ballroom Blitz.
CORINNE BAILEY RAE - Put Your Records On.
DAÐI FREYR - Thank You.
Eminem - Houdini.
Lipa, Dua - Illusion.
JÓNAS SIG - Þyrnigerðið.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Reykkafarar náðu manni úr brennandi íbúð í miðborg Reykjavíkur í morgun og var hann fluttur á slysadeild. Íbúar í tveimur öðrum íbúðum í húsinu komust út af sjálfsdáðum.
Innrás Úkraínumanna í Kúrsk hérað í Rússlandi linnir um leið og Rússar fallast á réttlátan frið, tilkynntu stjórnvöld í Kyiv í morgun. Úkraínumenn segjast hafa náð um eitt þúsund ferkílómetra svæði í héraðinu á sitt vald.
Framkvæmdastjóri Landverndar segir skorta heildarstefnu um nýtingu vindorku á Íslandi áður en vindaflsvirkjun við Búrfell verður að veruleika. Orkustofnun veitti Landsvirkjun í gær leyfi til að reisa 30 vindmyllur sem hver verður allt að 150 metra há.
Útbreiðsla makríls við Ísland hefur ekki mælst minni frá því að Hafrannsóknarstofnun hóf rannsóknir árið 2010. Leiðangursstjóri segir að ballið gæti næstum verið búið hvað varðar makrílgengd inn í íslenska landhelgi.
Milljarðamæringurinn Elon Musk fór fögrum orðum um Donald Trump, forsetaframbjóðanda í samtali sem þeir áttu á samfélagsmiðlinum X í gærkvöld. Trump fór mikinn um innflytjendamál og alla vankanta núverandi forseta Bandaríkjanna.
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir þörf á umræðu um gjaldfrjáls námsgögn og skólamáltíðir. Huga verði að rekstri sveitarfélaga sem oft sé stillt upp við vegg.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Lovísa Rut sá um stemninguna í Popplandi þennan þriðjudaginn. Ýmislegt skemmtilegt á dagskránni, plata vikunnar, póstkort og partý.
BJÖRK - Joga.
THE CURE - Boys Don't Cry.
Kate Bush - Army Dreamers.
Joni Mitchell - California.
Kara Jackson - Pawnshop.
Chappell Roan - Red Wine Supernova (Clean).
Mammaðín - Frekjukast.
Charli XCX - Apple.
AIR - Playground Love.
HJALTALÍN - 7 years.
Lacey, Yazmin & Ezra Collective - God Gave Me Feet For Dancing.
Sweet Parade, The - Luck.
Axel Flóvent - Away From This Dream.
Axel Flóvent - Don?t Wait for Summer.
THE BEATLES - In My Life.
Kings of Convenience & Feist - Know how (radio mix).
Moses Hightower - Stutt skref.
Páll Óskar Hjálmtýsson, Margrét Rán Magnúsdóttir - Gleðivíma.
Luigi, HúbbaBúbba - HubbaBubba ft.Luigi.
THE SOURCE ft. CANDY STATON - You Got The Love (New Voyager Radio Edit).
Nýdönsk - Fullkomið farartæki.
YG Marley - Praise Jah In the Moonlight.
KK & BJÖRK - Ó Borg Mín Borg.
Eyþór Ingi Gunnlaugsson - Hugarórar.
Post Malone & Morgan Wallen - I Had Some Help.
Post Malone & Luke Combs - Guy For That.
Baggalútur - Allir eru að fara í kántrí.
Ella Langley & Riley Green - You Look Like You Love Me.
Dasha - Austin.
Birgir - Ekki vekja mig.
MUGISON - Stóra stóra ást.
RAZORLIGHT - America.
Axel Flóvent - Away From This Dream.
The Revivalists - Wish I knew you.
EGÓ - Móðir.
Skoffín - Í Útvarpinu.
JÚNÍUS MEYVANT - High alert.
Benjamin Ingrosso - Look who's laughing now.
Lada Sport - Þessi eina sanna ást.
TRAVIS - Side.
BEYONCE - Bodyguard.
BILLIE EILISH - CHIHIRO.
BLACKSTREET - No Diggity.
NICK DRAKE - One of These Things First.
THE LUMINEERS - Ho Hey.
10CC - I’m Not In Love.
ÁSTRÓS - Höfin Blá.
KIRIYAMA FAMILY - Sneaky Boots.
CHAPPELL ROAL - Good Luck Babe!
LAUFEY - California and Me.
Í smíðum er nýr gagnagrunnur utan um skráningu upplýsinga um íslenska nemendur í leik-, grunn- og framhaldsskóla. Gagnagrunnurinn sem hefur fengið nafnið Frigg mun verða tekinn í notkun fyrir lok þessa árs. Frigg er samstarfsverkefni mennta og barnamálaráðuneytisins, Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, Stafræns Ísland og Sambands íslenskra sveitarfélaga um samræmt verklag við nemendaumsýslu og innleiðingu þvert á skóla og sveitarfélög. Ásmundur Einar Daðason mennta og barnamálaráðherra kemur til okkar á eftir og segir okkur betur frá þessu.
Opnað verður fyrir símann í Síðdegisútvarpi Rásar 2 á eftir. Spurt er eiga námsgögn að vera fjölskyldum að kostnaðarlausu eða ekki? Eins viljum við heyra skoðun ykkar á skólamáltíðum þ.e hvort ykkur lítist vel á að þær verði gjaldfrjálsar. Endilega látið skoðun ykkar í ljós, síminn er 5687123.
Nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands tók til starfa á dögunum en það er Margrét Ágústa Sigurðardóttir lögfræðingur. En hver eru helstu verkefni framkvæmdastjóra Bændasamtakanna og hvaða áskoranir bíða Margrétar Ágústu á þessum nýja vettvangi ? Margrét kíkir í kaffi til okkar á eftir og við spjöllum við hana um það sem framundan er.
Við heyrum í fréttaritara Síðdegisútvarpssins í Texas, Guðbrandi Gísla Brandssyni eða Brandy Brandsson eins og hann er kallaður af innfæddum og forvitnumst um spennuna sem nú þegar er farin að myndast varðandi fyrirhugaðar forsetakostningar ytra.
Eitt og annað hefur gengið á í Héraðsdómi í dag þar á sér stað aðalmeðferð í máli Péturs Jökuls Jónassonar, málið snýr að innflutningi á um 100 kílóum af kókaíni árið 2022. Ragnar Jón Hrólfsson fréttamaður hefur fylgst náið með þessu og er hingað kominn.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Karlmaður lést í bruna við Amtmannsstíg.
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja enga ástæðu til að óttast um framtíð markílveiða þrátt fyrir að rannsóknarleiðangur Hafró gefi til kynna minni makrílgengd inn í landhelgi Íslands.
Innrás Úkraínuhers inn í Kúrsk heldur áfram. Herinn hefur náð yfirráðum yfir sjötíu og fjórum þéttbýliskjörnum í Rússlandi. Pútín Rússlandsforseti hótar hörðum viðbrögðum.
Danskur sérfræðingur í tal- og raddbeitingu telur líklegt að sá sem heyrist í, á upptöku, sé Pétur Jökull, sá sem er grunaður um að eiga stóran þátt í tilraun til að smygla um 100 kílóum af kókaíni til Íslands fyrir tveimur árum.
Byrjað verður að bora eftir heitu og köldu vatni á Vopnafirði á næstu dögum.
Ríkislögreglustjóri keypti í fyrra lögregluhjálma fyrir 47 milljónir króna.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, var í samskiptum við dómsmálaráðuneytið í aðdraganda þess að Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, var áminntur fyrir ummæli sín um hælisleitendur og homma sumarið 2022. Ráðuneytið gerði aldrei neinar athugasemdir við áminninguna.
Rússar hafa áttt í stökustu vandræðum með að stöðva sókn innrásarhers Úrkaínumanna - innrásin kom Rússum í opna skjöldu...eins og fleirum, líka hernaðarsagnfræðingnum Erlingi Erlingssyni, sem spáir á eftir í framhaldið - og í viðbrögð og viðbragðaleysi erlendra ráðamanna við innrásinni.
Norrænir víkingar voru ofbeldismenn – eða svo segja allar kaþólskar heimildir um víkingaöldina. Ný fjölþjóðleg rannsókn sýnir að þetta er bæði satt og logið. Norskir víkingar sveifluðu sverðum meðan danskir víkingar voru meira í bisness.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Nýtt efni frá Empire Of The Sun, King Gizzard & The Lizard Wizard, Ravyn Lenae & Childish Gambino, Royel Otis, The Smashing Pumpkins og The Offspring.
Bróðir - Úlfur Úlfur
Fuck City - Daði Freyr
Not Today - Thee Marloes
Midnight Ride - Orville Peck, Kylie Minoque & Diplo
Draumalandið - Gísli Pálmi
High - Jorja Smith
Rare - NAS
The Feeling You Get - Empire Of The Sun
Bakka ekki út - Aron Can & Birnir
Give A Little Of Your Love - Pixey
Midas - Wunderhorse
Allur tími í heiminum - Forgotten Lores
Gleðivíma - Rán & Páll Óskar
Hog Calling Contest - King Gizzard & The Lizard Wizard
Happiness - The Heavy Heavy
Goodbye - Castlebeat & Sonia Gadhia
Nobody Knows - Killer Mike
One Wish - Ravyn Leanae & Childish Gambino
We Go On - The Avalanches & Mick Jones
Svart Fé - Afkvæmi Guðanna
Be This Way - Kaktus Einarsson & Nanna
Run! - Willow
Nack Nostalgia - Royel Otis
Santiladang - Master Peace & Santigold
Hold Tight (Joshua Idehen remix) - Girl Ray
Sighommi - The Smashing Pumpkins
The Way She Moves - Mia Wray
Protostar - Aidan
Til Þín - Haraldur Ari & Unnsteinn Manúel
Sama hvað - Elli Grill & JóiPé
Top Of The Bill - The Gurriers
Gratitudes - Rosie Lowe
Light It Up - The Offspring
Illusion (Logic1000 remix) - Dua Lipa
Sunset Blvd - Jaz Karis
Mass Appeal - Gang Starr
I Wanna Be Loved (Just a Little Better) - Alisson Goldfrapp
Þessi eina sanna ást - Lada Sport
Not Rick - Anna Erhard
Could You Help Me (Picard Brothers remix) - Lucy Rose
Wildfire - Sub Focus
That's How I'm Feeling - Jack White
What You Won't Do For Love - Gus Dapperton
The National Anthem - Radiohead
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson