23:05
Dallas: Olía, ástir og undirferli
Seinni þáttur
Dallas: Olía, ástir og undirferli

Dallas! Sjónvarpsþátturinn sem breytti miðvikudagskvöldum Íslendinga. Þátturinn sem sumir elskuðu og aðrir elskuðu að hata. Þátturinn sem breytti tungumálinu, sem samin voru lög um og allir töluðu um.

Hver skaut JR og afhverju var Bobby svona lengi í sturtu?

Hvers vegna urðu Íslendingar helteknir af olíubarónum með risastóra kúrekahatta í Texas?

Umsjón: Anna Lilja Þórisdóttir.

Ritstjórn og samsetning: Anna Marsibil Clausen og Gígja Hólmgeirsdóttir.

Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.

Íslendingar voru helteknir af Dallas og skutu upp Dallas flugeldum um áramótin, sátu í Dallas-sófasettum, fóru í Dallas-veislur og hlustuðu á Dallas-lög. Fólk átti sínar uppáhaldspersónur og hélt með þeim í gegnum þykkt og þunnt: allir elskuðu að hata JR og vorkenndu Sue Ellen. Dallas var sýnt í 14 ár, þátturinn eignaðist bæði keppinauta og afkvæmi og á endanum var söguþráðurinn kominn nokkuð langt frá því sem var í byrjun.

Viðmælendur: Halldór Gylfason, Hinrik Bjarnason, Arnar Eggert Thorodsen, Erla Ragnarsdóttir og Karl Ferdinand Thorarensen.

Umsjón: Anna Lilja Þórisdóttir.

Ritstjórn og samsetning: Anna Marsibil Clausen og Gígja Hólmgeirsdóttir.

Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,