12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 22. desember 2024
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Ný ríkisstjórn leggur áherslu á auðlindagjöld, bæði af fiskveiðum og fiskeldi. Umhverfisráðherra vill dusta rykið af tillögum um rammaáætlun, virkja meira og tryggja almenningi og smærri fyrirtækjum orkuforgang.

Þjóðarakvæðagreiðsla um aðildarviðræður við Evrópusambandið er kynnt á fölskum forsendum að mati formanns Miðflokksins. Honum þykir nýr stjórnarsáttmáli rýr í roðinu og þar vanti allar útfærslur.

Prófessor í stjórnmálafræði segir nýja stjórnarandstöðu koma til með að verða harðskeytta. Engin verði viðspyrnan frá vinstri þar sem þeir flokkar eigi enga menn á þingi.

Rússlandsher hefur náð nærri 200 þorpum og bæjum í Úkraínu á sitt vald það sem af er ári, nú síðast tveimur til viðbótar í gær. Skotfæra- og hermannaskortur þjakar Úkraínumenn nú sem fyrr.

Það fer að verða verra ferðaveðrið. Vegir gætu orðið mjög hálir í fyrramálið á meðan snjó og klaka leysir eftir suðaustanstorm sem gengur yfir landið í nótt. Um kvöldið gengur svo á með éljum og hvassviðri.

Til stendur að ný endurvinnslutöð fyrir Kópavog og Garðabæ rísi á Glaðheimasvæðinu við Reykjanesbraut nærri Smáralind. Hún mun leysa af stöðina á Dalvegi sem lokar í September.

Yfir hátíðarnar setja margir landsmenn upp jólatré í stofum sínum. Þeim sem velja að hafa lifandi íslensk tré er bent á að mögulegt er að viðhalda bæði ilm og lit trésins með nokkrum góðum ráðum.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 20 mín.
,